Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. ágúst 2019 21:19 Makríllinn kom á góðum tíma fyrir íslenskt þjóðarbú og mokveiddist í upphafi áratugarins. Fréttablaðið/GVA Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni „græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. Hann óttast að makrílstríð við Ísland geti ógnað afkomu skoskra sjómanna.Greint er frá þessu á vef Shetland Times í dagen Chris Davies, Evrópuþingmaður úr röðum Frjálsyndra demókrata í Bretlandi og formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, fundaði með forsvarsmönnum Sjómannasamtaka Hjaltlandseyja í dag er hann heimsótti eyjarnar. Lýstu sjómennirnir yfir áhyggjum af makrílveiðum Íslendinga.Fyrr í sumar varmakrílkvóti íslenskra skipa aukinn úr 108 þúsund tonnum í 140 þúsund tonnen í umfjöllun Morgunblaðsins um aukningu í sumar kom fram að búast mætti við aðheildarflinn á makríl færi um 80 þúsund tonnum yfir ráðgjöf vísindamanna.Makríll.Vísir/GettyKristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sagði við það tækifæri að áfram yrði unnið að því að ná heildarsamkomulagi strandríkja, en Íslendingum hefur hingað til ekki verið hleypt að samningaborðinu um makrílkvóta með Norðmönnum, Færeyingum og Evrópusambandinu.Ísland hagi sér ekki eins og vinaþjóð Í frétt Shetland Times segir að háttsettur embættismaður Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefði komið þeim skilaboðum á framfæri við íslensk stjórnvöld að aukning á makrílkvóta íslenskra skipa væri merki um að stjórnvöld hér á landi hefðu lítinn áhuga á því að tryggja sjálfbæra nýtingu makrílstofnsins. Eftir fund sinn með Sjómannasamtökum Hjaltlandseyja sagði Davies að samvinna á milli ríkja væri mikilvæg þegar kæmi að því að nýta fiskistofna á sjálfbæran hátt. Gagnrýndi hann íslensk stjórnvöld harðlega. „Aðgerðir Íslands eru merki um græðgi og ábyrgðarleysi og ekki þær sem við væntum af vinaþjóð, hvað þá þjóð sem er hluti evrópska efnahagssvæðinu,“ sagði Davies. Sagðist hann fagna því að Framkvæmdastjórn ESB myndi láta málið til sína taka. Sagðist hann einnig ætla að hefja umræðu um málið á Evrópuþinginu. Varaði hann við því að makrílstríð við Ísland gæti haft slæmar afleiðingar fyrir skoska sjómenn sem reiði sig á makríl. Evrópusambandið Sjávarútvegur Skotland Tengdar fréttir Makríl var mokað upp í Keflavíkurhöfn í dag Makríl var mokað upp við Keflavíkurhöfn í dag en vertíðin hófst nokkrum vikum fyrr en vanalega. 22. júlí 2019 20:45 Makríllinn formlega kvótasettur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar á makríl með stoð í nýsamþykktum lögum Alþingis um um kvótavæðingu makríls. 28. júní 2019 16:19 Spenntir að sjá hvort makríll veiðist aftur hér í sama mæli Möguleiki er á að makríll sé aftur á uppleið við strendur Íslands eftir að minni veiði var í fyrra en árin þar á undan. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir menn spennta enda sé makríllinn ekki sjálfgefinn. 17. júlí 2019 06:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni „græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. Hann óttast að makrílstríð við Ísland geti ógnað afkomu skoskra sjómanna.Greint er frá þessu á vef Shetland Times í dagen Chris Davies, Evrópuþingmaður úr röðum Frjálsyndra demókrata í Bretlandi og formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, fundaði með forsvarsmönnum Sjómannasamtaka Hjaltlandseyja í dag er hann heimsótti eyjarnar. Lýstu sjómennirnir yfir áhyggjum af makrílveiðum Íslendinga.Fyrr í sumar varmakrílkvóti íslenskra skipa aukinn úr 108 þúsund tonnum í 140 þúsund tonnen í umfjöllun Morgunblaðsins um aukningu í sumar kom fram að búast mætti við aðheildarflinn á makríl færi um 80 þúsund tonnum yfir ráðgjöf vísindamanna.Makríll.Vísir/GettyKristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sagði við það tækifæri að áfram yrði unnið að því að ná heildarsamkomulagi strandríkja, en Íslendingum hefur hingað til ekki verið hleypt að samningaborðinu um makrílkvóta með Norðmönnum, Færeyingum og Evrópusambandinu.Ísland hagi sér ekki eins og vinaþjóð Í frétt Shetland Times segir að háttsettur embættismaður Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefði komið þeim skilaboðum á framfæri við íslensk stjórnvöld að aukning á makrílkvóta íslenskra skipa væri merki um að stjórnvöld hér á landi hefðu lítinn áhuga á því að tryggja sjálfbæra nýtingu makrílstofnsins. Eftir fund sinn með Sjómannasamtökum Hjaltlandseyja sagði Davies að samvinna á milli ríkja væri mikilvæg þegar kæmi að því að nýta fiskistofna á sjálfbæran hátt. Gagnrýndi hann íslensk stjórnvöld harðlega. „Aðgerðir Íslands eru merki um græðgi og ábyrgðarleysi og ekki þær sem við væntum af vinaþjóð, hvað þá þjóð sem er hluti evrópska efnahagssvæðinu,“ sagði Davies. Sagðist hann fagna því að Framkvæmdastjórn ESB myndi láta málið til sína taka. Sagðist hann einnig ætla að hefja umræðu um málið á Evrópuþinginu. Varaði hann við því að makrílstríð við Ísland gæti haft slæmar afleiðingar fyrir skoska sjómenn sem reiði sig á makríl.
Evrópusambandið Sjávarútvegur Skotland Tengdar fréttir Makríl var mokað upp í Keflavíkurhöfn í dag Makríl var mokað upp við Keflavíkurhöfn í dag en vertíðin hófst nokkrum vikum fyrr en vanalega. 22. júlí 2019 20:45 Makríllinn formlega kvótasettur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar á makríl með stoð í nýsamþykktum lögum Alþingis um um kvótavæðingu makríls. 28. júní 2019 16:19 Spenntir að sjá hvort makríll veiðist aftur hér í sama mæli Möguleiki er á að makríll sé aftur á uppleið við strendur Íslands eftir að minni veiði var í fyrra en árin þar á undan. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir menn spennta enda sé makríllinn ekki sjálfgefinn. 17. júlí 2019 06:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Makríl var mokað upp í Keflavíkurhöfn í dag Makríl var mokað upp við Keflavíkurhöfn í dag en vertíðin hófst nokkrum vikum fyrr en vanalega. 22. júlí 2019 20:45
Makríllinn formlega kvótasettur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar á makríl með stoð í nýsamþykktum lögum Alþingis um um kvótavæðingu makríls. 28. júní 2019 16:19
Spenntir að sjá hvort makríll veiðist aftur hér í sama mæli Möguleiki er á að makríll sé aftur á uppleið við strendur Íslands eftir að minni veiði var í fyrra en árin þar á undan. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir menn spennta enda sé makríllinn ekki sjálfgefinn. 17. júlí 2019 06:00