Vill bætur vegna gæsluvarðhalds sem var lengra en refsing Sighvatur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 12:30 Maðurinn var dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar vegna aðkomu að peningaþvætti. Vísir/Valli Nígerískur karlmaður fer fram á bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar eftir að hafa hlotið tveggja mánaða dóm en setið í gæsluvarðhaldi í tæplega ár. Lögmaður mannsins segir það handvömm í íslenskum lögum að ekki sé gert ráð fyrir að þessi staða geti komið upp. RÚV greindi fyrst frá. Forsaga málsins er sú að nígeríski maðurinn hlaut tveggja mánaða dóm vegna peningaþvættis. Hann var einn fjögurra sem var sakfelldur. Maðurinn var sakfelldur í tveimur af fjórum ákæruatriðum. Samtals sat hann í gæsluvarðhaldi í um ellefu mánuði, þar af í hálft ár á Ítalíu á meðan deilt var um framsal hans til Íslands. Maðurinn var handtekinn á Ítalíu eftir að gefin var út alþjóðleg handtökuskipun á hendum honum. Við ellefu mánaða gæsluvarðhaldið bætist tveggja mánaða farbann á Íslandi. Bragi Björnsson var verjandi nígeríska mannsins á Íslandi. Maðurinn hefur nú ráðið Braga sem lögmann til að sækja bætur vegna frelsissviptingar.Handvömm við lagasetningu Bragi bendir á að samkvæmt 246. grein íslenskra laga um sakamál eigi maður sem borinn hefur verið sökum rétt til bóta ef mál hans hafi verið fellt niður eða hann verið sýknaður. Ekki sé gert ráð fyrir þvi í lögum að maður geti setið lengur í gæsluvarðhaldi en sem nemur dæmdri refsingu. „Fyrsta skrefið er að óska eftir því að fá það sem er kallað gjafsókn, stuðning frá hinu opinbera til að reka málið. Algengast er að menn hafi samband við ríkið áður og óski eftir staðfestingu á því að þeir ná til bótaskyldu og þá snýst deilan aðallega um hvaða fjárhæðir er um að ræða. Ef það gengur ekki er eina úrræðið að höfða einkamál og krefjast bóta fyrir þennan tíma.“ Bragi segir engin fordæmi um mál eins og þetta. Hann segir það handvömm við lagasetningu á sínum tíma að menn hafi ekki áttað sig á því að þessi staða gæti komið upp. „Það er í raun og veru um tvennt að ræða, bætur fyrir það tjón sem hann hefur orðið fyrir sem er sannarlega umtalsvert en að sama skapi miskabætur fyrir að vera sviptur frelsi í þetta langan tíma. Það eru grundvallarmannréttindi að menn haldi frelsi sínu. Það eru mörg dómafordæmi um það að menn sem ekki hafa verið ákærðir eða sem mál hefur verið fellt niður gegn hafi fengið dæmdar bætur,“ segir Bragi Björnsson lögmaður. Hann segir ekki ákveðið hversu há bótakrafan verður. Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Nígerískur karlmaður fer fram á bætur frá íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar eftir að hafa hlotið tveggja mánaða dóm en setið í gæsluvarðhaldi í tæplega ár. Lögmaður mannsins segir það handvömm í íslenskum lögum að ekki sé gert ráð fyrir að þessi staða geti komið upp. RÚV greindi fyrst frá. Forsaga málsins er sú að nígeríski maðurinn hlaut tveggja mánaða dóm vegna peningaþvættis. Hann var einn fjögurra sem var sakfelldur. Maðurinn var sakfelldur í tveimur af fjórum ákæruatriðum. Samtals sat hann í gæsluvarðhaldi í um ellefu mánuði, þar af í hálft ár á Ítalíu á meðan deilt var um framsal hans til Íslands. Maðurinn var handtekinn á Ítalíu eftir að gefin var út alþjóðleg handtökuskipun á hendum honum. Við ellefu mánaða gæsluvarðhaldið bætist tveggja mánaða farbann á Íslandi. Bragi Björnsson var verjandi nígeríska mannsins á Íslandi. Maðurinn hefur nú ráðið Braga sem lögmann til að sækja bætur vegna frelsissviptingar.Handvömm við lagasetningu Bragi bendir á að samkvæmt 246. grein íslenskra laga um sakamál eigi maður sem borinn hefur verið sökum rétt til bóta ef mál hans hafi verið fellt niður eða hann verið sýknaður. Ekki sé gert ráð fyrir þvi í lögum að maður geti setið lengur í gæsluvarðhaldi en sem nemur dæmdri refsingu. „Fyrsta skrefið er að óska eftir því að fá það sem er kallað gjafsókn, stuðning frá hinu opinbera til að reka málið. Algengast er að menn hafi samband við ríkið áður og óski eftir staðfestingu á því að þeir ná til bótaskyldu og þá snýst deilan aðallega um hvaða fjárhæðir er um að ræða. Ef það gengur ekki er eina úrræðið að höfða einkamál og krefjast bóta fyrir þennan tíma.“ Bragi segir engin fordæmi um mál eins og þetta. Hann segir það handvömm við lagasetningu á sínum tíma að menn hafi ekki áttað sig á því að þessi staða gæti komið upp. „Það er í raun og veru um tvennt að ræða, bætur fyrir það tjón sem hann hefur orðið fyrir sem er sannarlega umtalsvert en að sama skapi miskabætur fyrir að vera sviptur frelsi í þetta langan tíma. Það eru grundvallarmannréttindi að menn haldi frelsi sínu. Það eru mörg dómafordæmi um það að menn sem ekki hafa verið ákærðir eða sem mál hefur verið fellt niður gegn hafi fengið dæmdar bætur,“ segir Bragi Björnsson lögmaður. Hann segir ekki ákveðið hversu há bótakrafan verður.
Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira