Árni Pétur ráðinn forstjóri Skeljungs Birgir Olgeirsson skrifar 13. ágúst 2019 11:10 Árni Pétur Jónsson. Stjórn Skeljungs hf. hefur ráðið Árna Pétur Jónsson, sem forstjóra félagsins, og mun ráðningin taka gildi í dag. Árni Pétur lauk Cand Oecon frá Háskóla Íslands 1991. Árni Pétur hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja, stórra sem smárra. Hann hefur unnið með fyrirtækjum sem eru í alþjóðaviðskiptum, s.s. Vodafone, Debenhams, Zara, Top Shop og Iceland. Þá var Árni forstjóri Teymis hf þegar það var skráð í Kauphöll Íslands auk þess sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Olís og Högum. Hin síðari ár hefur Árni Pétur verið forstjóri Tíu Ellefu (10-11)/Iceland Verslun (Iceland) og Basko, en seldi hlut sinn 2016. Árni Pétur tekur við starfinu af Hendrik Egholm sem sagði upp störfum í júní. Hendrik hafði unnið fyrir félagið í 12 ár, fyrstu 10 árin sem forstjóri dótturfélags Skeljungs í Færeyjum, Magn, en síðustu tvö ár sem forstjóri bæði Skeljungs og Magn.Hittir aftur fyrir Jón Ásgeir Árni Pétur hefur átt sæti í fjölmörgum stjórnum fyrirtækja, ýmist sem stjórnarmaður eða stjórnarformaður. Má þar nefna fyrirtæki s.s. Lyfja, Securitas, Skeljungur, Penninn, Borgun og Eldum rétt. Þá hefur Árni Pétur komið að rekstri símafyrirtækisins Kall í Færeyjum og Bónus í Færeyjum. Jón Ásgeir Jóhannesson, sjálfstæður fjárfestir og ráðgjafi, var kjörinn í stjórn Skeljungs í maí síðastliðnum en hann og Árni Pétur hafa áður átt í samstarfi. Kjarninn greinir frá því að Jón Ásgeir hafi verið forstjóri og síðar stjórnarformaður Baugs Group sem átti Haga var og var stærsti hluthafinn í Teymi þegar Árni Pétur stýrði því fyrirtæki. Í apríl síðastliðnum var greint frá því að Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, hafi tryggt sér rúmlega tíu prósenta hlut í Skeljungi í gegnum félag sitt 365 miðla sem rekur Fréttablaðið í gegnum útgáfufélag sitt Torg. „Með ráðningu á Árna Pétri sem forstjóra Skeljungs þá erum við að fá inn í fyrirtækið reynslu og þekkingu sem nýtist okkur til að sækja fram á við og móta fyrirtækið til framtíðar,“ er haft eftir Jens Meinhard Rasmussen, stjórnarformanni Skeljungs, í tilkynningu um ráðningu Árna Péturs. „Ég hlakka til að takast á við þetta spennandi verkefni. Ég þekki Skeljung vel og veit að þar starfar öflugt og reynslumikið fólk. Starfsemi okkar á Íslandi og í Færeyjum byggir á traustum grunni sem við ætlum að halda áfram að þróa. Rekstrarumhverfi fyrirtækisins hefur og mun taka breytingum á næstu árum, sem gerir starfið mjög áhugavert,“ er haft eftir Árna Pétri í sömu tilkynningu. Bensín og olía Vistaskipti Tengdar fréttir Egholm hættir hjá Skeljungi Hendrik mun verða stjórn félagsins innan handar um málefni þess og sinna starfi forstjóra þar til eftirmaður hans hefur verið fundinn. 8. júní 2019 09:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Stjórn Skeljungs hf. hefur ráðið Árna Pétur Jónsson, sem forstjóra félagsins, og mun ráðningin taka gildi í dag. Árni Pétur lauk Cand Oecon frá Háskóla Íslands 1991. Árni Pétur hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja, stórra sem smárra. Hann hefur unnið með fyrirtækjum sem eru í alþjóðaviðskiptum, s.s. Vodafone, Debenhams, Zara, Top Shop og Iceland. Þá var Árni forstjóri Teymis hf þegar það var skráð í Kauphöll Íslands auk þess sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Olís og Högum. Hin síðari ár hefur Árni Pétur verið forstjóri Tíu Ellefu (10-11)/Iceland Verslun (Iceland) og Basko, en seldi hlut sinn 2016. Árni Pétur tekur við starfinu af Hendrik Egholm sem sagði upp störfum í júní. Hendrik hafði unnið fyrir félagið í 12 ár, fyrstu 10 árin sem forstjóri dótturfélags Skeljungs í Færeyjum, Magn, en síðustu tvö ár sem forstjóri bæði Skeljungs og Magn.Hittir aftur fyrir Jón Ásgeir Árni Pétur hefur átt sæti í fjölmörgum stjórnum fyrirtækja, ýmist sem stjórnarmaður eða stjórnarformaður. Má þar nefna fyrirtæki s.s. Lyfja, Securitas, Skeljungur, Penninn, Borgun og Eldum rétt. Þá hefur Árni Pétur komið að rekstri símafyrirtækisins Kall í Færeyjum og Bónus í Færeyjum. Jón Ásgeir Jóhannesson, sjálfstæður fjárfestir og ráðgjafi, var kjörinn í stjórn Skeljungs í maí síðastliðnum en hann og Árni Pétur hafa áður átt í samstarfi. Kjarninn greinir frá því að Jón Ásgeir hafi verið forstjóri og síðar stjórnarformaður Baugs Group sem átti Haga var og var stærsti hluthafinn í Teymi þegar Árni Pétur stýrði því fyrirtæki. Í apríl síðastliðnum var greint frá því að Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, hafi tryggt sér rúmlega tíu prósenta hlut í Skeljungi í gegnum félag sitt 365 miðla sem rekur Fréttablaðið í gegnum útgáfufélag sitt Torg. „Með ráðningu á Árna Pétri sem forstjóra Skeljungs þá erum við að fá inn í fyrirtækið reynslu og þekkingu sem nýtist okkur til að sækja fram á við og móta fyrirtækið til framtíðar,“ er haft eftir Jens Meinhard Rasmussen, stjórnarformanni Skeljungs, í tilkynningu um ráðningu Árna Péturs. „Ég hlakka til að takast á við þetta spennandi verkefni. Ég þekki Skeljung vel og veit að þar starfar öflugt og reynslumikið fólk. Starfsemi okkar á Íslandi og í Færeyjum byggir á traustum grunni sem við ætlum að halda áfram að þróa. Rekstrarumhverfi fyrirtækisins hefur og mun taka breytingum á næstu árum, sem gerir starfið mjög áhugavert,“ er haft eftir Árna Pétri í sömu tilkynningu.
Bensín og olía Vistaskipti Tengdar fréttir Egholm hættir hjá Skeljungi Hendrik mun verða stjórn félagsins innan handar um málefni þess og sinna starfi forstjóra þar til eftirmaður hans hefur verið fundinn. 8. júní 2019 09:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Egholm hættir hjá Skeljungi Hendrik mun verða stjórn félagsins innan handar um málefni þess og sinna starfi forstjóra þar til eftirmaður hans hefur verið fundinn. 8. júní 2019 09:00