Pepsi Max mörkin: „Óíþróttamannslegt hjá Castillion“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 10:30 Geoffrey Castillion verður ekki með Fylki í næsta leik vísir/daníel Geoffrey Castillion gerði sig sekan um óíþróttamannslegt athæfi að mati sérfræðinga Pepsi Max markanna þegar hann nældi sér viljandi í gult spjald í leik Fylkis og Grindavíkur. Castillion sparkaði boltanum viljandi í burtu eftir að búið var að dæma aukaspyrnu á hann, hegðun sem verðskuldar gult spjald samkvæmd knattspyrnureglunum og því fékk hann gult. Fyrir þennan leik var Castillion á þremur gulum spjöldum. Eitt spjald í viðbót og hann færi í bann fyrir uppsöfnuð spjöld. Castillion er á láni hjá Fylki frá FH. Næsti leikur Fylkis er gegn FH og því hefði Castillion ekki mátt spila þann leik. Það var því ekki annað hægt en að túlka aðgerðir framherjans í gær öðruvísi en svo að hann hafi viljandi náð sér í gult spjald til þess að þurrka út gulu spjöldin og taka leikbannið út í leik sem hann hefði aldrei spilað hvort sem er. Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var spurður út í þetta eftir leik í gærkvöld og sagði við Vísi að ekkert hafi verið á bakvið spjaldið. „Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi. Fyrirliði Fylkis, Ólafur Ingi Skúlason, hafði hins vegar aðra sögu að segja við Fótbolta.net. „Það var vitað að hann myndi ekki geta spilað næsta leik og það er gott að taka út leikbann á sama tíma,“ sagði Ólafur.Klippa: Pepsi Max mörkin: Óíþróttamannslegt hjá Castillion Pepsi Max mörk karla ræddu þetta atvik í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 Sport og voru sérfræðingar þáttarins ósammála um málið. „Hvað með það?“ spurði Þorkell Máni Pétursson, annar sérfræðinga þáttarins, þegar málið var tekið fyrir. „Það er óíþróttamannslegt,“ svaraði Atli Viðar Björnsson, hinn sérfræðingurinn í settinu í gær. „Hann er að hafa rangt við með því að ná sér í gult spjald þar sem hann má ekki spila þennan leik,“ bætti Atli við. Það er ekki lengra síðan en nú í vor þegar mál af þessu tagi kom upp í alþjóðafótboltanum þegar Sergio Ramos var dæmdur sekur um að hafa viljandi náð sér í gult spjald í Meistaradeild Evrópu. Ramos fékk auka leik í bann fyrir athæfið. „Ég held að ef við værum að þjálfa Fylkisliðið þá hefðum við allir lagt það sama til,“ sagði Máni. „Það eru ekki neinar skráðar reglur um að þetta megi ekki.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Geoffrey Castillion gerði sig sekan um óíþróttamannslegt athæfi að mati sérfræðinga Pepsi Max markanna þegar hann nældi sér viljandi í gult spjald í leik Fylkis og Grindavíkur. Castillion sparkaði boltanum viljandi í burtu eftir að búið var að dæma aukaspyrnu á hann, hegðun sem verðskuldar gult spjald samkvæmd knattspyrnureglunum og því fékk hann gult. Fyrir þennan leik var Castillion á þremur gulum spjöldum. Eitt spjald í viðbót og hann færi í bann fyrir uppsöfnuð spjöld. Castillion er á láni hjá Fylki frá FH. Næsti leikur Fylkis er gegn FH og því hefði Castillion ekki mátt spila þann leik. Það var því ekki annað hægt en að túlka aðgerðir framherjans í gær öðruvísi en svo að hann hafi viljandi náð sér í gult spjald til þess að þurrka út gulu spjöldin og taka leikbannið út í leik sem hann hefði aldrei spilað hvort sem er. Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var spurður út í þetta eftir leik í gærkvöld og sagði við Vísi að ekkert hafi verið á bakvið spjaldið. „Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi. Fyrirliði Fylkis, Ólafur Ingi Skúlason, hafði hins vegar aðra sögu að segja við Fótbolta.net. „Það var vitað að hann myndi ekki geta spilað næsta leik og það er gott að taka út leikbann á sama tíma,“ sagði Ólafur.Klippa: Pepsi Max mörkin: Óíþróttamannslegt hjá Castillion Pepsi Max mörk karla ræddu þetta atvik í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 Sport og voru sérfræðingar þáttarins ósammála um málið. „Hvað með það?“ spurði Þorkell Máni Pétursson, annar sérfræðinga þáttarins, þegar málið var tekið fyrir. „Það er óíþróttamannslegt,“ svaraði Atli Viðar Björnsson, hinn sérfræðingurinn í settinu í gær. „Hann er að hafa rangt við með því að ná sér í gult spjald þar sem hann má ekki spila þennan leik,“ bætti Atli við. Það er ekki lengra síðan en nú í vor þegar mál af þessu tagi kom upp í alþjóðafótboltanum þegar Sergio Ramos var dæmdur sekur um að hafa viljandi náð sér í gult spjald í Meistaradeild Evrópu. Ramos fékk auka leik í bann fyrir athæfið. „Ég held að ef við værum að þjálfa Fylkisliðið þá hefðum við allir lagt það sama til,“ sagði Máni. „Það eru ekki neinar skráðar reglur um að þetta megi ekki.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti