Á upptökum úr öryggismyndavélum má sjá furðumanneskju með sjónvarp á höfði sér skilja sjónvörpin eftir. Þó er talið að fleiri en einn hafi verið að verki.
Sjónvörpin fundust fyrir utan fleiri en fimmtíu heimili, en lögregla telur þó einungis um hrekk vera að ræða, og að tækin hafi verið skilin eftir við heimili af handahófi.
Einn íbúanna, Jim Brooksbank, segir í samtali við WTVR-TV að hann hafi fengið „gamalt 13 tommu túbusjónvarp“ og giskar á að hrekkjalómurinn vilji hugsanlega vera þekktur sem „sjónvarpsjólasveininn“.
Upptökur úr nokkrum öryggismyndavélum sem sýna viðkomandi að verki má sjá hér að neðan.