Íslenski boltinn

Pepsi Max mörkin um Óttar: Loksins komin alvöru nía

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Óttar Magnús er mættur aftur til landsins og mættur í settið hjá Pepsi Max mörkunum með hjálp frá smá tæknibrellum
Óttar Magnús er mættur aftur til landsins og mættur í settið hjá Pepsi Max mörkunum með hjálp frá smá tæknibrellum s2 sport
Óttar Magnús Karlsson er kominn aftur heim í Víking og hann skoraði tvö mörk í sigri Víkings á ÍBV í Pepsi Max deildinni um helgina.

„Þarna erum við að sjá alvöru níu loksins,“ sagði Hörður Magnússon þegar Pepsi Max mörkin ræddu Óttar í þætti gærkvöldsins.

„Ekki spurning. Hann er framherji af gamla skólanum og mér finnst hrikalega gaman að horfa á hann spila,“ tók Atli Viðar Björnsson undir.

Leikurinn á sunnudag var annar leikur Óttars fyrir Víking, hann skoraði líka í fyrsta leik sínum gegn Stjörnunni og er því kominn með þrjú mörk í tveimur leikjum.

„Ég man þegar hann var að spila hérna síðast, hann heillaði mann þvílíkt og það virðist ekki vera neitt lát á,“ sagði Þorkell Máni Pétursson.

„Hann er ekki að koma neitt beygður heim frá útlöndum. Það var alltaf þannig að strákarnir sem voru að koma heim þeir voru svolítið beygðir en Arnar Gunnlaugsson, honum virðist hafa tekist að kveikja í öllum þessum strákum.“

Alla umræðuna úr Pepsi Max mörkunum má sjá hér að neðan.



Klippa: Pepsi Max mörkin: Loksins komin alvöru nía



Fleiri fréttir

Sjá meira


×