Erlent

Forsetinn alls ekki látinn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Gurbanguly Berdymukhamedov, hér með Medvedev, forsætisráðherra Rússa, í gær.
Gurbanguly Berdymukhamedov, hér með Medvedev, forsætisráðherra Rússa, í gær. Fréttablaðið/EPA
Gurbanguly Berdymukhamedov, forseti Túrkmenistans, er ekki látinn. Þetta fékkst staðfest í gær þegar hann sótti efnahagsmálaráðstefnu í túrkmenska bænum Avaza við Kaspíahaf ásamt forsætisráðherrum Aserbaísjans, Kasakstans, Rússlands og varaforseta Írans.

Hávær orðrómur hefur verið á kreiki að undanförnu um andlát forsetans. Samkvæmt breska ríkis­útvarpinu átti hann líklega uppruna sinn hjá litlum, túrkmenskum stjórnarandstöðumiðli en fréttin rataði einnig í miðla á rússnesku í ríkjum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum.

Túrkmenski ríkismiðillinn Watan Habarlary birti í kjölfarið myndefni þar sem sjá mátti Berdymukham­edov á hestbaki, í rallíbíl og á skotsvæði. Þar sem ekki var hægt að greina hvenær myndböndin voru tekin upp og vegna þess hversu takmarkað fjölmiðlafrelsi er í Túrkmenistan, samkvæmt Blaðamönnum án landamæra það minnsta í heiminum, lifði orðrómurinn hins vegar enn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×