Íslendingar sendir eftir hreyflinum sem sprakk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2019 23:30 Íslendingarnir þrír eru hér lengst til vinstri. Þann 30. september árið 2017 tók Airbus A380 vél Air France, stærsta farþegaþota heims, á loft frá Charles de Gaulle flugvellinum í París með 521 innanborðs. Förinni var heitið til Los Angeles í Bandaríkjunum. Yfir Grænlandsjökli bilaði einn af fjórum hreyflum vélarinnar og stór hluti hans féll til jarðar og fjóra metra ofan í jökulinn. Þegar sækja átti hluta hreyfilsins sem lenti á jöklinum var leitað til Íslendinga.Fjallað var um för þriggja Íslendinga til Grænlands í sumar til þess að endurheimta hreyfilinn í Íslandi í dag í kvöld. Markmiðið var að finna hreyfilinn, grafa hann upp og koma honum til byggða svo rannsaka mætti hreyfilinn til að fá gleggri mynd af því hvað hafi gerst í fluginu umrædda.Vélin var á leið frá París til Los Angeles.Vísir/GrafíkVélin var í rúmlega 30 þúsund feta hæð þegar atvikið átti sér stað. Það tók því dágóðan tíma að finna út hvar á jöklinum hreyfillinn væri niðurkominn. Teymi frá dönsku jarðvísindastofnunni var sent til að finna það út. Það verkefni tók tvö ár og þegar hreyfillinn fannst var meðal annars leitað til Íslendinganna þriggja til að grafa hreyfilinn upp úr jöklinum.„Ég var í sambandi við vísindamann út í Noregi sem ég var með í námi hérna fyrir löngu síðan,“ sagði Arnar Ingi Gunnarsson hvernig það kom til að hann var fenginn til verksins. Vísindamaðurinn kom Arnari í samband við hópinn sem hafði fengið það verkefni að koma hreyflinum upp. Þeir báðu Arnar Inga um að finna tvo aðra sem voru góðir í tæknilegri jöklavinnu til að fara upp á Grænlandsjökul og endurheimta hreyfilinn.Arnar fékk þá Tómas Eldjárn Vilhjálmsson og Anton Aðalssteinsson, félaga hans úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík til þess að fara með sér. Tómas var þá nýbúinn að eignast sitt annað barn.„Ég vissi ekki alveg hvort ég átti að trúa honum fyrst en ég gat ekki sagt nei. Það tók smátíma að sannfæra konuna en það tókst,“ sagði Tómas en upphaflega átti verkefnið að standa í tvær vikur.Þeir viðurkenna ekki að hafa verið smeykir við ísbirni eða aðrar hættur, engu að síður voru þeir reiðubúnir ef ísbirnir myndu láta sjá sig. Það þurfti að grafa djúpa holu.„Við vorum búnir að setja víra í kringum tjöldin með viðvörunarbjöllu. Svo sváfum við með riffla sitt hvorum megin við okkur,“ sagði Arnar.Þetta átti að taka tvær vikur en þetta tók skemmri tíma?„Þetta átti í mesta lagi að taka tvær vikur en við vonuðum að við yrðum sneggri að þessu. Svo þegar á hólminn var kominn vorum við nokkuð fljótir að þesssu. Við vorum fljótir að grafa, fljótir að setja þetta allt upp. Svo þegar við komum niður á hlutann sem við vorum að leita að gátum við notað fjallabjörgunarkerfi til að hífa þetta upp. Það sparaði okkur svakalegan tíma,“ sagði Arnar. Að lokum fannst þó gripurinn.Þarna var 150 kílóa stykki sem þurfti að hífa upp.„Við komum niður á hann á sirka fjögurra metra dýpi. Hann Tómas hérna rak skófluna aðeins í hann og áttaði sig á þetta væri nú ekki ís. Þá var kátt á hjalla,“ sagði Arnar. „Þessi hlutur var erfiður viðfangs. Þetta var beittur málmur og ekki hlaupið að því að hífa hann upp.“Það tókst þó að lokum og franska flugslysanefndin að vonum ánægð með að hluti hreyfilsins sem datt af væri kominn í leitirnar. Hluturinn var hífður í burtu, tveimur árum eftir að hann féll af.Hversu mikið ævintýri var þetta?„Þetta var mikið ævintýri og að sjálfsögðu væri maður til í að fara í svona ævintýri. Maður gæti alveg hugsað sér að gera þetta að ævistarfi,“ sagði Tómas að lokum. Björgunarsveitir Fréttir af flugi Grænland Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Þann 30. september árið 2017 tók Airbus A380 vél Air France, stærsta farþegaþota heims, á loft frá Charles de Gaulle flugvellinum í París með 521 innanborðs. Förinni var heitið til Los Angeles í Bandaríkjunum. Yfir Grænlandsjökli bilaði einn af fjórum hreyflum vélarinnar og stór hluti hans féll til jarðar og fjóra metra ofan í jökulinn. Þegar sækja átti hluta hreyfilsins sem lenti á jöklinum var leitað til Íslendinga.Fjallað var um för þriggja Íslendinga til Grænlands í sumar til þess að endurheimta hreyfilinn í Íslandi í dag í kvöld. Markmiðið var að finna hreyfilinn, grafa hann upp og koma honum til byggða svo rannsaka mætti hreyfilinn til að fá gleggri mynd af því hvað hafi gerst í fluginu umrædda.Vélin var á leið frá París til Los Angeles.Vísir/GrafíkVélin var í rúmlega 30 þúsund feta hæð þegar atvikið átti sér stað. Það tók því dágóðan tíma að finna út hvar á jöklinum hreyfillinn væri niðurkominn. Teymi frá dönsku jarðvísindastofnunni var sent til að finna það út. Það verkefni tók tvö ár og þegar hreyfillinn fannst var meðal annars leitað til Íslendinganna þriggja til að grafa hreyfilinn upp úr jöklinum.„Ég var í sambandi við vísindamann út í Noregi sem ég var með í námi hérna fyrir löngu síðan,“ sagði Arnar Ingi Gunnarsson hvernig það kom til að hann var fenginn til verksins. Vísindamaðurinn kom Arnari í samband við hópinn sem hafði fengið það verkefni að koma hreyflinum upp. Þeir báðu Arnar Inga um að finna tvo aðra sem voru góðir í tæknilegri jöklavinnu til að fara upp á Grænlandsjökul og endurheimta hreyfilinn.Arnar fékk þá Tómas Eldjárn Vilhjálmsson og Anton Aðalssteinsson, félaga hans úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík til þess að fara með sér. Tómas var þá nýbúinn að eignast sitt annað barn.„Ég vissi ekki alveg hvort ég átti að trúa honum fyrst en ég gat ekki sagt nei. Það tók smátíma að sannfæra konuna en það tókst,“ sagði Tómas en upphaflega átti verkefnið að standa í tvær vikur.Þeir viðurkenna ekki að hafa verið smeykir við ísbirni eða aðrar hættur, engu að síður voru þeir reiðubúnir ef ísbirnir myndu láta sjá sig. Það þurfti að grafa djúpa holu.„Við vorum búnir að setja víra í kringum tjöldin með viðvörunarbjöllu. Svo sváfum við með riffla sitt hvorum megin við okkur,“ sagði Arnar.Þetta átti að taka tvær vikur en þetta tók skemmri tíma?„Þetta átti í mesta lagi að taka tvær vikur en við vonuðum að við yrðum sneggri að þessu. Svo þegar á hólminn var kominn vorum við nokkuð fljótir að þesssu. Við vorum fljótir að grafa, fljótir að setja þetta allt upp. Svo þegar við komum niður á hlutann sem við vorum að leita að gátum við notað fjallabjörgunarkerfi til að hífa þetta upp. Það sparaði okkur svakalegan tíma,“ sagði Arnar. Að lokum fannst þó gripurinn.Þarna var 150 kílóa stykki sem þurfti að hífa upp.„Við komum niður á hann á sirka fjögurra metra dýpi. Hann Tómas hérna rak skófluna aðeins í hann og áttaði sig á þetta væri nú ekki ís. Þá var kátt á hjalla,“ sagði Arnar. „Þessi hlutur var erfiður viðfangs. Þetta var beittur málmur og ekki hlaupið að því að hífa hann upp.“Það tókst þó að lokum og franska flugslysanefndin að vonum ánægð með að hluti hreyfilsins sem datt af væri kominn í leitirnar. Hluturinn var hífður í burtu, tveimur árum eftir að hann féll af.Hversu mikið ævintýri var þetta?„Þetta var mikið ævintýri og að sjálfsögðu væri maður til í að fara í svona ævintýri. Maður gæti alveg hugsað sér að gera þetta að ævistarfi,“ sagði Tómas að lokum.
Björgunarsveitir Fréttir af flugi Grænland Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent