Breytingarnar munu hamla því að loftslagsbreytingar verði teknar inn í myndina þegar verið er að meta hvort ákveðin dýrategund þurfi aukna vernd. Breytingarnar munu líklegast minnka svæði sem talin eru í hættu og í fyrsta sinn verða áhrif á efnahag tekin til greina við ákvarðanatöku.
Sjá einnig: Trump afléttir banni við innflutningi á veiðiminjagripum úr fílum
Sjá einnig: Skógarbirnir í útrýmingarhættu
Auk þess verður auðveldara að fjarlægja tegundir af útrýmingarhættu lista og verða tegundir í mögulegri útrýmingarhættu ekki jafn vel verndaðar sem gæti orðið til þess að þær verði í útrýmingarhættu.
Líklegt er talið að reglurnar auðveldi að nýjar námur verði grafnar, borað verði eftir hráolíu og jarðgasi og byggt verði á svæðum þar sem verndaðar dýrategundir búa.
Líffræðilegur fjölbreytileiki heldur gróðurhúsalofttegundum í skefjum
David Bernhardt, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að breytingarnar á reglunum muni gera þær nútímalegri og auka gegnsæi á beitingu þeirra. „Til þess að löggjöfin hafi áhrif þarf framkvæmd hennar að vera skilvirk, samræmanleg og gegnsæ,“ sagði Bernhardt í tilkynningu á mánudag.Búist er við því að reglurnar muni taka gildi í næsta mánuði
Umhverfisverndarhópar hafa lýst yfir mikilli óánægju með breytingarnar og hafa sagt þær vera stórslys fyrir viðkvæmar tegundir. Margir hópar hafa bent á að í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er varað við því að áhrif manna á lífríkið munu verða til þess að meira en milljón tegundir deyi út. Þá sé mjög mikilvægt að gæta að líffræðilegum fjölbreytileika í von um að halda gróðurhúsalofttegundum í skefjum.