Farage hæddist að konungsfjölskyldunni vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2019 09:49 Farage á ráðstefnu hægrimanna í Sydney um helgina. Vísir/EPA Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, fór háðulegum orðum um bresku konungsfjölskylduna, sérstaklega Hinrik prins og bandaríska konu hans, Meghan Markle, í ræðu hjá áströlskum íhaldsmönnum. Ástæðan er meðal annars umhverfishyggja Hinriks og konungsfjölskyldunnar. Breska blaðið The Guardian segir frá ummælum Farage á ráðstefnu íhaldsmanna í Sydney á laugardag. Ræðan var ekki opin fjölmiðlum en blaðið heyrði upptöku af hluta hennar. Þar heyrist Farage lofa Elísabetu drottningu en gera gys að Karli Bretaprinsi og syni hans Hinriki. Fullyrti Farage að „græningjar“ hefðu tekið yfir Bretland. „Þegar það kemur að syni hennar, þegar það kemur að drengnum Kalla og loftslagsbreytingum, æ, æ, æ. Móðir hennar, hennar hátign drottningarmóðirin, var aðeins í yfirþyngd, keðjureykjandi gindrykkjukona sem lifði til 101 árs aldurs. Allt sem ég get sagt er að drengurinn Kalli er núna á áttræðisaldri…megi drottningin lifa mjög, mjög lengi,“ sagði Farage. Líkt og margir aðrir þjóðernispopúlistar á Vesturlöndum hefur Farage lýst vanskilningi á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Hann var eini Evrópuþingmaðurinn sem neitaði að klappa við ræðu Karls Bretaprins um loftslagsbreytingar árið 2008.Hertogahjónin af Sussex ætla ekki að eignast fleiri en tvö börn af umhverfisástæðum. Það finnst Farage kjánalegt.Vísir/EPAKennir Markle um hvernig Hinrik hefur breyst Hinrik prins og kona hans Meghan Markle fengu ekki betri útreið hjá Farage sem vísaði til orða Hinriks um að þau hjónin ætluðu ekki að eignast fleiri en tvö börn til að lágmarka umhverfisfótspor þeirra. „Ef ég vil að drottningin lifi lengi til að koma í veg fyrir að drengurinn Kalli verður konungur þá vil ég að drengurinn Kalli lifi enn lengur og að Vilhjálmur lifi að eilífu til að koma í veg fyrir að Hinrik verði konungur,“ sagði Farage. Kenndi Brexit-leiðtoginn Markle um hvernig hann taldi illa komið fyrir Hinriki prins. „Hryllilegt! Hér var Hinrik, þessi ungi, hugrakki, fyrirgangssamur, karlmaður út í gegn, að lenda í vandræðum, mæta í steggjapartí í óviðeigandi fötum, drekka of mikið og valda alls kyns glundroða. Hann var sá vinsælasti af yngri kynslóð konungsfjölskyldunnar sem við höfum sé ð í hundrað ár. Og svo hitti hann Meghan Markle og þetta hefur allt hrunið,“ sagði Farage. Virtist hann þar vísa til uppákomu þegar Hinrik prins mætti í samkvæmi í nasistabúning á sínum yngri árum. Talsmaður Farage segir að orð hans í Ástralíu hafi verið tekin úr samhengi. Hann hafi til að mynda alls ekki ráðist að drotningarmóðurinni. Bretland Kóngafólk Loftslagsmál Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, fór háðulegum orðum um bresku konungsfjölskylduna, sérstaklega Hinrik prins og bandaríska konu hans, Meghan Markle, í ræðu hjá áströlskum íhaldsmönnum. Ástæðan er meðal annars umhverfishyggja Hinriks og konungsfjölskyldunnar. Breska blaðið The Guardian segir frá ummælum Farage á ráðstefnu íhaldsmanna í Sydney á laugardag. Ræðan var ekki opin fjölmiðlum en blaðið heyrði upptöku af hluta hennar. Þar heyrist Farage lofa Elísabetu drottningu en gera gys að Karli Bretaprinsi og syni hans Hinriki. Fullyrti Farage að „græningjar“ hefðu tekið yfir Bretland. „Þegar það kemur að syni hennar, þegar það kemur að drengnum Kalla og loftslagsbreytingum, æ, æ, æ. Móðir hennar, hennar hátign drottningarmóðirin, var aðeins í yfirþyngd, keðjureykjandi gindrykkjukona sem lifði til 101 árs aldurs. Allt sem ég get sagt er að drengurinn Kalli er núna á áttræðisaldri…megi drottningin lifa mjög, mjög lengi,“ sagði Farage. Líkt og margir aðrir þjóðernispopúlistar á Vesturlöndum hefur Farage lýst vanskilningi á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga af völdum manna. Hann var eini Evrópuþingmaðurinn sem neitaði að klappa við ræðu Karls Bretaprins um loftslagsbreytingar árið 2008.Hertogahjónin af Sussex ætla ekki að eignast fleiri en tvö börn af umhverfisástæðum. Það finnst Farage kjánalegt.Vísir/EPAKennir Markle um hvernig Hinrik hefur breyst Hinrik prins og kona hans Meghan Markle fengu ekki betri útreið hjá Farage sem vísaði til orða Hinriks um að þau hjónin ætluðu ekki að eignast fleiri en tvö börn til að lágmarka umhverfisfótspor þeirra. „Ef ég vil að drottningin lifi lengi til að koma í veg fyrir að drengurinn Kalli verður konungur þá vil ég að drengurinn Kalli lifi enn lengur og að Vilhjálmur lifi að eilífu til að koma í veg fyrir að Hinrik verði konungur,“ sagði Farage. Kenndi Brexit-leiðtoginn Markle um hvernig hann taldi illa komið fyrir Hinriki prins. „Hryllilegt! Hér var Hinrik, þessi ungi, hugrakki, fyrirgangssamur, karlmaður út í gegn, að lenda í vandræðum, mæta í steggjapartí í óviðeigandi fötum, drekka of mikið og valda alls kyns glundroða. Hann var sá vinsælasti af yngri kynslóð konungsfjölskyldunnar sem við höfum sé ð í hundrað ár. Og svo hitti hann Meghan Markle og þetta hefur allt hrunið,“ sagði Farage. Virtist hann þar vísa til uppákomu þegar Hinrik prins mætti í samkvæmi í nasistabúning á sínum yngri árum. Talsmaður Farage segir að orð hans í Ástralíu hafi verið tekin úr samhengi. Hann hafi til að mynda alls ekki ráðist að drotningarmóðurinni.
Bretland Kóngafólk Loftslagsmál Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira