Vaktaðir allan sólarhringinn Benedikt Bóas skrifar 12. ágúst 2019 11:00 Sead Kolasinac og Mesut Özil eru orðnir skotspónn gengja í Norður-London. NordicPhotos/Getty Fótbolti Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki notast við krafta Mesuts Özil og Seads Kolasinac gegn Newcastle í gær en félagarnir njóta nú verndar lögreglunnar allan sólarhringinn. Þrátt fyrir fjarveru þeirra vann Arsenal leikinn 0:1. Þeir Özil og Kolasinac urðu fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu ekki alls fyrir löngu þegar tveir menn ætluðu að ræna þá en þeim tókst að verjast þeirri árás með frækilegri framgöngu. Samkvæmt fjölmiðlum á Englandi virðist sem þeir félagar séu nú lentir í miðri orrahríð milli tveggja gengja í Norður-London. Gengisins sem ætlaði að ræna þá félaga er nú leitað bæði af lögreglu og öðru gengi sem er ósátt við það fyrra. Eiginkona Kolasinacs, Jana, er sögð hafa flogið til Þýskalands og treysti sér ekki til að vera á Englandi meðan ástandið sé við suðumark. Sagt er að gengið sem ætlaði að ræna þá félaga ætli ekki að bakka eitt né neitt, hafi hótað þeim félögum enn á ný og voru hótanirnar teknar svo alvarlega að Arsenal ákvað að skilja þá eftir í London fyrir leikinn gegn Newcastle. Í yfirlýsingu Arsenal í aðdraganda leiksins var sagt að vegna öryggisástæðna hefðu þeir verið skildir eftir. Tveir menn, Ferhat Ercan og Salaman Ekinci, birtust svo fyrir utan heimili Özils í gær og veittust að lífvörðum hans sem hringdu á lögregluna og voru mennirnir handteknir. Eru þeir ákærðir fyrir brot á svokölluðum 4a lögunum samkvæmt BBC en undir þau lög falla hótanir og annað. Þeir eiga að mæta fyrir rétt í september. Emery sagði eftir leikinn að hann vonaðist til að geta notast við þá félaga sem fyrst. „Félagið er að meta aðstæður og við vonumst til að þeir verði með okkur í næsta leik þó að ég geti ekki fullyrt það,“ sagði hann á blaðamannafundi. Fyrst var haldið að ræningjarnir hefðu aðeins viljað úrin þeirra og þetta hefði verið frekar klaufaleg árás en nú er að koma í ljós að ástandið er grafalvarlegt og síðustu fréttir af þessu máli hafa enn ekki verið sagðar. Birtist í Fréttablaðinu England Enski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Fótbolti Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki notast við krafta Mesuts Özil og Seads Kolasinac gegn Newcastle í gær en félagarnir njóta nú verndar lögreglunnar allan sólarhringinn. Þrátt fyrir fjarveru þeirra vann Arsenal leikinn 0:1. Þeir Özil og Kolasinac urðu fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu ekki alls fyrir löngu þegar tveir menn ætluðu að ræna þá en þeim tókst að verjast þeirri árás með frækilegri framgöngu. Samkvæmt fjölmiðlum á Englandi virðist sem þeir félagar séu nú lentir í miðri orrahríð milli tveggja gengja í Norður-London. Gengisins sem ætlaði að ræna þá félaga er nú leitað bæði af lögreglu og öðru gengi sem er ósátt við það fyrra. Eiginkona Kolasinacs, Jana, er sögð hafa flogið til Þýskalands og treysti sér ekki til að vera á Englandi meðan ástandið sé við suðumark. Sagt er að gengið sem ætlaði að ræna þá félaga ætli ekki að bakka eitt né neitt, hafi hótað þeim félögum enn á ný og voru hótanirnar teknar svo alvarlega að Arsenal ákvað að skilja þá eftir í London fyrir leikinn gegn Newcastle. Í yfirlýsingu Arsenal í aðdraganda leiksins var sagt að vegna öryggisástæðna hefðu þeir verið skildir eftir. Tveir menn, Ferhat Ercan og Salaman Ekinci, birtust svo fyrir utan heimili Özils í gær og veittust að lífvörðum hans sem hringdu á lögregluna og voru mennirnir handteknir. Eru þeir ákærðir fyrir brot á svokölluðum 4a lögunum samkvæmt BBC en undir þau lög falla hótanir og annað. Þeir eiga að mæta fyrir rétt í september. Emery sagði eftir leikinn að hann vonaðist til að geta notast við þá félaga sem fyrst. „Félagið er að meta aðstæður og við vonumst til að þeir verði með okkur í næsta leik þó að ég geti ekki fullyrt það,“ sagði hann á blaðamannafundi. Fyrst var haldið að ræningjarnir hefðu aðeins viljað úrin þeirra og þetta hefði verið frekar klaufaleg árás en nú er að koma í ljós að ástandið er grafalvarlegt og síðustu fréttir af þessu máli hafa enn ekki verið sagðar.
Birtist í Fréttablaðinu England Enski boltinn Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn