Að fara heim Lára G. Sigurðardóttir skrifar 12. ágúst 2019 10:00 Ung stúlka fylltist ótta þegar hún tók eftir hve hendur ömmu hennar skulfu þar sem hún lagði á borð. „Amma, ertu að deyja?“ spurði hún með titrandi röddu en amman hafði gengið henni í móðurstað. Amma svaraði blíðlega: „Nei elskan mín, ég er ekki tilbúin að fara heim.“ Sagan er atburður úr lífi kennara sem ég sótti nýverið tíma hjá og vakti mig til umhugsunar. Getur verið að við séum gestir á jörð? Getur verið að hið raunverulega heimili okkar sé annað en við sjáum oft fyrir okkur? Þó við leigjum eða eigum húsnæði sem við köllum heima þá er það tímabundið. Eru okkar sönnu heimkynni í annarri vídd? George E. Vaillant sem er geðlæknir og prófessor við Harvard segir æðri mátt (spirituality) snúast um tilfinningar og félagsleg tengsl – að láta sér meira annt um mannsandann eða sálina heldur en veraldlega eða líkamlega hluti. Æðri máttur þarf ekki að vera yfirnáttúrulegt fyrirbæri heldur býr æðri máttur innra með hverju okkar. Þegar oxýtósín og endorfín slá taktinn í limbíska kerfi heilans finnum við djúpan tilgang með tilverunni. Jákvæðar tilfinningar eins og ást, umhyggja, gleði, fyrirgefning og þakklæti eru sem eldsneyti fyrir upplifun æðri máttar. Charles Darwin sagði jákvæðar tilfinningar frelsa okkur úr fjötrunum „ég og mitt“. Það gildir einu hvort æðri máttur sé hormónaspil í heilanum eða tilvist sem skilvit okkar eiga erfitt með að nema, þá er útkoman sú sama. Að trúa á æðri mátt hefur jákvæð áhrif á heilsu okkar. Trúandi því að æðri máttur sé hluti af tilveru okkar gerir í mínum huga dauðann bærilegri og þegar manns tími kemur að fara heim þá er gott að trúa að þar bíði manns kærleiksríkt heimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ung stúlka fylltist ótta þegar hún tók eftir hve hendur ömmu hennar skulfu þar sem hún lagði á borð. „Amma, ertu að deyja?“ spurði hún með titrandi röddu en amman hafði gengið henni í móðurstað. Amma svaraði blíðlega: „Nei elskan mín, ég er ekki tilbúin að fara heim.“ Sagan er atburður úr lífi kennara sem ég sótti nýverið tíma hjá og vakti mig til umhugsunar. Getur verið að við séum gestir á jörð? Getur verið að hið raunverulega heimili okkar sé annað en við sjáum oft fyrir okkur? Þó við leigjum eða eigum húsnæði sem við köllum heima þá er það tímabundið. Eru okkar sönnu heimkynni í annarri vídd? George E. Vaillant sem er geðlæknir og prófessor við Harvard segir æðri mátt (spirituality) snúast um tilfinningar og félagsleg tengsl – að láta sér meira annt um mannsandann eða sálina heldur en veraldlega eða líkamlega hluti. Æðri máttur þarf ekki að vera yfirnáttúrulegt fyrirbæri heldur býr æðri máttur innra með hverju okkar. Þegar oxýtósín og endorfín slá taktinn í limbíska kerfi heilans finnum við djúpan tilgang með tilverunni. Jákvæðar tilfinningar eins og ást, umhyggja, gleði, fyrirgefning og þakklæti eru sem eldsneyti fyrir upplifun æðri máttar. Charles Darwin sagði jákvæðar tilfinningar frelsa okkur úr fjötrunum „ég og mitt“. Það gildir einu hvort æðri máttur sé hormónaspil í heilanum eða tilvist sem skilvit okkar eiga erfitt með að nema, þá er útkoman sú sama. Að trúa á æðri mátt hefur jákvæð áhrif á heilsu okkar. Trúandi því að æðri máttur sé hluti af tilveru okkar gerir í mínum huga dauðann bærilegri og þegar manns tími kemur að fara heim þá er gott að trúa að þar bíði manns kærleiksríkt heimili.
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar