Mágkonan barði allt að utan til að vara við eldunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 22:15 Eldarnir á Gran Canaria hafa reynst slökkviliði erfiðir vegna mikils hita og óhagstæðrar vindáttar. Íslensk kona sem búsett er á eyjunni Gran Canaria á Kanaríeyjum, þar sem miklir gróðureldar hafa geisað síðustu daga, neyddist til að yfirgefa sumarbústað sinn og eiginmanns síns í nótt vegna eldanna. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu hratt eldarnir hafi breitt úr sér. Þá hafi það verið afar óhugnanlegt að vakna upp um miðja nótt og sjá logana í næsta nágrenni við bústaðinn. Um þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín á Gran Canaria vegna eldanna. Um 850 þúsund manns eru búsettir á eyjunni, þar af nokkur fjöldi Íslendinga. Eldarnir hafa reynst slökkviliði erfiðir vegna mikils hita og óhagstæðrar vindáttar. Talið er að þeir hafi kviknað vegna gáleysis manns sem fór ógætilega með logsuðutæki.Elín Ágústsdóttir Finnbogadóttir.Mynd/AðsendElín Ágústsdóttir Finnbogadóttir hefur búið á Kanaríeyjum í rúm 40 ár ásamt eiginmanni sínum, sem er uppalinn á eyjunum. Hjónin eru búsett á Ensku ströndinni á suðurhluta Gran Canaria en voru í sumarbústað í grennd við bæinn Juncalillo á norðvesturhluta eyjarinnar þegar þeim var gert að yfirgefa híbýli sín í nótt. Elín segist í samtali við Vísi hafa orðið fyrst vör við eldana um hádegisbil í gær þegar hún kom auga á mikinn reyk í grennd við sumarbústaðinn. „Síðan ágerðist þetta. Við erum með stíflu rétt hjá okkur sem þyrlurnar sækja vatn í,“ segir Elín. „Okkur datt ekki í hug að þetta yrði svona svakalega mikið.“ Þá hafi litið út fyrir að slökkviliðsmenn væru að ná tökum á eldinum í gærkvöldi. Það hafðist þó ekki, einkum vegna mikils vinds og óhagstæðrar vindáttar. Elín fór í háttinn um klukkan eitt í gærkvöldi, nokkuð óróleg, en mun fleiri eru á svæðinu en ella vegna hátíðahalda. „Síðan var allt barið að utan hjá mér klukkan tvö og þá var það mágkona mín. Hún sagði að eldurinn væri kominn í kirkjuna í Juncalillo og að lögreglan óskaði eftir því að allir yfirgæfu svæðið.“Þessa mynd tók Elín af eldunum þegar þau hjónin voru á leið heim til sín í nótt.Mynd/AðsendÞau hjónin hafi því haldið tafarlaust af stað heim en Elín leggur áherslu á að þau hafi aldrei verið í hættu. „Þetta var óhugnanlegt. Ég vil nú samt ekki gera þetta of dramatískt enda vorum við ekki í neinni hættu.“ Hún heldur jafnframt að bústaður þeirra eigi ekki á hættu að verða eldinum að bráð, enda passi þau vel að þurr gróður safnist ekki saman umhverfis hann.En þurftu þau hjónin að skila eitthvað eftir sem var þeim kært?„Já, kettina okkar. Við eigum einn persakött sem heitir Bartolo, ég kalla hann stundum prinsinn minn, hann fer alltaf með okkur á milli, fram og til baka. Hinir tveir ganga lausir upp frá en þeir eiga allir að vera í lagi. Svo erum við líka með ávaxta- og blómarækt.“Þyrla sækir vatn til slökkvistarfs í stíflu í grennd við sumarbústað Elínar.Mynd/AðsendSveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ráðuneytinu hefði ekki borist beiðni um aðstoð. Hún verði veitt verði þess óskað. Þá sagði Þórunn Reynisdóttir forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals útsýnar að eldarnir muni hvorki hafa áhrif á farþega né flugumferð og gætt sé vel að öryggi íslenskra ferðamanna á Kanaríeyjum. Skógareldar Spánn Tengdar fréttir Eldar geisa á Kanaríeyjum Miklir skógareldar geisa á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria. 11. ágúst 2019 15:44 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Íslensk kona sem búsett er á eyjunni Gran Canaria á Kanaríeyjum, þar sem miklir gróðureldar hafa geisað síðustu daga, neyddist til að yfirgefa sumarbústað sinn og eiginmanns síns í nótt vegna eldanna. Hún segir að það hafi komið sér á óvart hversu hratt eldarnir hafi breitt úr sér. Þá hafi það verið afar óhugnanlegt að vakna upp um miðja nótt og sjá logana í næsta nágrenni við bústaðinn. Um þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín á Gran Canaria vegna eldanna. Um 850 þúsund manns eru búsettir á eyjunni, þar af nokkur fjöldi Íslendinga. Eldarnir hafa reynst slökkviliði erfiðir vegna mikils hita og óhagstæðrar vindáttar. Talið er að þeir hafi kviknað vegna gáleysis manns sem fór ógætilega með logsuðutæki.Elín Ágústsdóttir Finnbogadóttir.Mynd/AðsendElín Ágústsdóttir Finnbogadóttir hefur búið á Kanaríeyjum í rúm 40 ár ásamt eiginmanni sínum, sem er uppalinn á eyjunum. Hjónin eru búsett á Ensku ströndinni á suðurhluta Gran Canaria en voru í sumarbústað í grennd við bæinn Juncalillo á norðvesturhluta eyjarinnar þegar þeim var gert að yfirgefa híbýli sín í nótt. Elín segist í samtali við Vísi hafa orðið fyrst vör við eldana um hádegisbil í gær þegar hún kom auga á mikinn reyk í grennd við sumarbústaðinn. „Síðan ágerðist þetta. Við erum með stíflu rétt hjá okkur sem þyrlurnar sækja vatn í,“ segir Elín. „Okkur datt ekki í hug að þetta yrði svona svakalega mikið.“ Þá hafi litið út fyrir að slökkviliðsmenn væru að ná tökum á eldinum í gærkvöldi. Það hafðist þó ekki, einkum vegna mikils vinds og óhagstæðrar vindáttar. Elín fór í háttinn um klukkan eitt í gærkvöldi, nokkuð óróleg, en mun fleiri eru á svæðinu en ella vegna hátíðahalda. „Síðan var allt barið að utan hjá mér klukkan tvö og þá var það mágkona mín. Hún sagði að eldurinn væri kominn í kirkjuna í Juncalillo og að lögreglan óskaði eftir því að allir yfirgæfu svæðið.“Þessa mynd tók Elín af eldunum þegar þau hjónin voru á leið heim til sín í nótt.Mynd/AðsendÞau hjónin hafi því haldið tafarlaust af stað heim en Elín leggur áherslu á að þau hafi aldrei verið í hættu. „Þetta var óhugnanlegt. Ég vil nú samt ekki gera þetta of dramatískt enda vorum við ekki í neinni hættu.“ Hún heldur jafnframt að bústaður þeirra eigi ekki á hættu að verða eldinum að bráð, enda passi þau vel að þurr gróður safnist ekki saman umhverfis hann.En þurftu þau hjónin að skila eitthvað eftir sem var þeim kært?„Já, kettina okkar. Við eigum einn persakött sem heitir Bartolo, ég kalla hann stundum prinsinn minn, hann fer alltaf með okkur á milli, fram og til baka. Hinir tveir ganga lausir upp frá en þeir eiga allir að vera í lagi. Svo erum við líka með ávaxta- og blómarækt.“Þyrla sækir vatn til slökkvistarfs í stíflu í grennd við sumarbústað Elínar.Mynd/AðsendSveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ráðuneytinu hefði ekki borist beiðni um aðstoð. Hún verði veitt verði þess óskað. Þá sagði Þórunn Reynisdóttir forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals útsýnar að eldarnir muni hvorki hafa áhrif á farþega né flugumferð og gætt sé vel að öryggi íslenskra ferðamanna á Kanaríeyjum.
Skógareldar Spánn Tengdar fréttir Eldar geisa á Kanaríeyjum Miklir skógareldar geisa á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria. 11. ágúst 2019 15:44 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Eldar geisa á Kanaríeyjum Miklir skógareldar geisa á annarri fjölmennustu eyju Kanarí, Gran Canaria. 11. ágúst 2019 15:44