Opnuðu búðina sérstaklega fyrir Sheeran Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 17:41 Grímkell Sigurþórsson, Ed Sheeran, Gilbert Guðjónsson og Sigurður Gilbertsson í búðinni á Laugavegi í dag. Mynd/JS Watch Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hélt í veglega verslunarferð í miðbæ Reykjavíkur í dag og fjárfesti í sex úrum í úraversluninni JS Watch á Laugavegi. Talsmenn söngvarans boðuðu komu hans fyrr í dag og eigendur stukku til og opnuðu búðina sérstaklega fyrir kappann. Sheeran er staddur hér á landi til að halda tvenna tónleika á Laugardalsvelli. Fyrri tónleikarnir fóru fram í gær en þeir seinni verða haldnir í kvöld. Grímkell Sigurþórsson úrsali segir í samtali við Vísi að Sheeran hafi ekki virkað þreyttur eftir tónleikana, söngvarinn hafi verið afar þægilegur í samskiptum. „Hann var virkilega skemmtilegur og alþýðlegur náungi að hitta. Hann var bara eins og gæinn í næsta húsi,“ segir Grímkell. „Við fengum símtal fyrr í dag þar sem við vorum spurð hvort við gætum opnað verslunina því hann langaði svo að kíkja á okkur.“ Verslunareigendur hafi að sjálfsögðu orðið við því. Sheeran mætti svo í búðina ásamt tveimur fylgdarmönnum og keypti sex úr, m.a. handa sjálfum sér og móður sinni. Í innkaupakörfuna fór til dæmis úrið Sif sem JS Watch hannaði sérstaklega fyrir Landhelgisgæsluna. Þá fékk Sheeran annað sérhannað úr í gjöf frá Senu, sem JS Watch hannaði fyrir íslenska karlalandsliðið þegar þeir komust á heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2016. Sheeran er enda mikill aðdáandi landsliðsins en hann hefur ítrekað sést í treyju merktri liðinu, nú síðast á tónleikunum í gær og í gleðskap síðar um kvöldið. Sjálfur birti Sheeran mynd af sér í treyjunni á Instagram nú fyrir skömmu auk fleiri mynda af tónleikunum. Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan og færsluna sjálfa má nálgast hér.Instagram/@Teddysphotos Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09 Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hélt í veglega verslunarferð í miðbæ Reykjavíkur í dag og fjárfesti í sex úrum í úraversluninni JS Watch á Laugavegi. Talsmenn söngvarans boðuðu komu hans fyrr í dag og eigendur stukku til og opnuðu búðina sérstaklega fyrir kappann. Sheeran er staddur hér á landi til að halda tvenna tónleika á Laugardalsvelli. Fyrri tónleikarnir fóru fram í gær en þeir seinni verða haldnir í kvöld. Grímkell Sigurþórsson úrsali segir í samtali við Vísi að Sheeran hafi ekki virkað þreyttur eftir tónleikana, söngvarinn hafi verið afar þægilegur í samskiptum. „Hann var virkilega skemmtilegur og alþýðlegur náungi að hitta. Hann var bara eins og gæinn í næsta húsi,“ segir Grímkell. „Við fengum símtal fyrr í dag þar sem við vorum spurð hvort við gætum opnað verslunina því hann langaði svo að kíkja á okkur.“ Verslunareigendur hafi að sjálfsögðu orðið við því. Sheeran mætti svo í búðina ásamt tveimur fylgdarmönnum og keypti sex úr, m.a. handa sjálfum sér og móður sinni. Í innkaupakörfuna fór til dæmis úrið Sif sem JS Watch hannaði sérstaklega fyrir Landhelgisgæsluna. Þá fékk Sheeran annað sérhannað úr í gjöf frá Senu, sem JS Watch hannaði fyrir íslenska karlalandsliðið þegar þeir komust á heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2016. Sheeran er enda mikill aðdáandi landsliðsins en hann hefur ítrekað sést í treyju merktri liðinu, nú síðast á tónleikunum í gær og í gleðskap síðar um kvöldið. Sjálfur birti Sheeran mynd af sér í treyjunni á Instagram nú fyrir skömmu auk fleiri mynda af tónleikunum. Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan og færsluna sjálfa má nálgast hér.Instagram/@Teddysphotos
Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09 Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Sjá meira
Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09
Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49
Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02