Þrír starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna létust í sprengingu í Líbíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 12:07 Uppreisnarmenn í Líbíu fagna falli Gaddafi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Scott Peterson Fimm létu lífið eftir að bílsprengja sprakk í borginni Benghazi í Líbíu, þar á meðal þrír starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og tveir aðrir sem voru meðlimir sendifararinnar á laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar eru nú að reyna að koma á vopnahléi í Trípólí, höfuðborg landsins, þar sem ríkisher Líbíu (LNA), sem heldur til í austurhluta landsins, framdi launárás í apríl. Fréttamaður Reuters var staddur á sjúkrahúsinu þar sem fórnarlömb árásarinnar voru færð, í Bengasí, og sá nafnalista yfir þá sem höfðu látið lífið. Hann staðfesti að þeir sem höfðu látist hafi verið meðlimir Stuðningssendinefndar Sameinuðu þjóðanna í Líbíu (UNSMIL). Sameinuðu þjóðirnar veittu engar frekari upplýsingar og sögðu að sumir þeirra sem féllu hafi unnið í Bengasí en sendinefndin hefur haldið meira til þar undanfarið. Aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, fordæmdi árásina og sagði Stéphane Dujarric, talsmaður SÞ, í yfirlýsingu: „Aðalframkvæmdastjórinn biður alla aðildarmenn að bera virðingu fyrir mannúðarsamningum á meðan á Eid al-Adha og snúi aftur að samningaborðinu til að sækjast eftir friðsælu framtíðinni sem líbíska þjóðin á skilið.“Vopnahlé á meðan Eid al-Adah stendur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á að hittast bráðlega til að ræða nýjust vendingar í málum Líbíu. Talsmaður LNA, Ahmed al-Mismari sagði í samtali við fréttamenn að einstaklingarnir tveir sem hafi dáið hafi verið öryggisverðir UNSMIL. Þá hafi tíu manns slasast, þar á meðal börn. Jean El Alam, talsmaður UNSMIL, skrifaði í tölvupósti að stofnunin væri að safna upplýsingum um atvikið. Sprengingin gerðist fyrir utan verslunarmiðstöð og banka. Minnst einn bíll Sameinuðu þjóðanna sást á vettvangi, hann var brunninn til kaldra kola. LNA hefur ekki náð út fyrir úthverfin í suðurhluta Trípólí en þar heldur ríkisstjórnin, sem er alþjóðlega samþykkt, til. Um það leiti sem sprengingin varð tilkynnti Khalifa Haftar, stjórnandi LNA, að hlé yrði gert á hernaðaraðgerðir á meðan á Eid al-Adah, hátíð múslima, stæði. Hátíðin stendur yfir frá laugardegi fram á þriðjudag. Á föstudag sögðu yfirvöld í Trípólí að þau myndu taka tillögu SÞ um að vopnahlé yrði á meðan á hátíðinni stæði. Hins vegar er ekki vitað hvort átök í borginni hafi verið stöðvuð. Meira en 105 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Ríkisstjórnin í Trípólí segir UNSMIL bera ábyrgð á því að fylgjast með hvort vopnahléið verði brotið. Líbía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mannfall í átökum við Trípólí Mannfall hefur orðið í átökum stríðandi fylkinga fyrir utan Trípólí höfuðborgar Afríkuríkisins Líbýu. 7. apríl 2019 16:15 Þúsundir flýja undan átökum í Líbíu Minnst 2.800 manns hafa flúið undan átökum nærri Trípólí, höfuðborg Líbíu. 8. apríl 2019 23:00 Vígasveitir í Líbíu sprengja Trípólí Sprengjuárás var gerð á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt úr lofti. 21. apríl 2019 13:58 Hart barist í Líbíu, þrátt fyrir friðarkall SÞ Átökin gætu endað í annarri borgarastyrjöld en mikil óöld hefur ríkt í Líbíu frá því Muammar Gaddafi var velt úr sessi árið 2011. 7. apríl 2019 22:17 Fjölmargar fylkingar Líbíu búa sig undir stríð Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna. 16. apríl 2019 12:41 Flóttamönnum sem var bjargað við strendur Líbíu komu hafnar á Möltu í dag Hópur flóttamanna sem var bjargað undan ströndum Líbíu á miðvikudag eru komnir í höfn á Möltu. 4. ágúst 2019 16:47 Segir að loftárásin gæti talist stríðsglæpur Yfir fjörutíu flóttamenn féllu í loftárásinni. 3. júlí 2019 16:08 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Fimm létu lífið eftir að bílsprengja sprakk í borginni Benghazi í Líbíu, þar á meðal þrír starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og tveir aðrir sem voru meðlimir sendifararinnar á laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar eru nú að reyna að koma á vopnahléi í Trípólí, höfuðborg landsins, þar sem ríkisher Líbíu (LNA), sem heldur til í austurhluta landsins, framdi launárás í apríl. Fréttamaður Reuters var staddur á sjúkrahúsinu þar sem fórnarlömb árásarinnar voru færð, í Bengasí, og sá nafnalista yfir þá sem höfðu látið lífið. Hann staðfesti að þeir sem höfðu látist hafi verið meðlimir Stuðningssendinefndar Sameinuðu þjóðanna í Líbíu (UNSMIL). Sameinuðu þjóðirnar veittu engar frekari upplýsingar og sögðu að sumir þeirra sem féllu hafi unnið í Bengasí en sendinefndin hefur haldið meira til þar undanfarið. Aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, fordæmdi árásina og sagði Stéphane Dujarric, talsmaður SÞ, í yfirlýsingu: „Aðalframkvæmdastjórinn biður alla aðildarmenn að bera virðingu fyrir mannúðarsamningum á meðan á Eid al-Adha og snúi aftur að samningaborðinu til að sækjast eftir friðsælu framtíðinni sem líbíska þjóðin á skilið.“Vopnahlé á meðan Eid al-Adah stendur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á að hittast bráðlega til að ræða nýjust vendingar í málum Líbíu. Talsmaður LNA, Ahmed al-Mismari sagði í samtali við fréttamenn að einstaklingarnir tveir sem hafi dáið hafi verið öryggisverðir UNSMIL. Þá hafi tíu manns slasast, þar á meðal börn. Jean El Alam, talsmaður UNSMIL, skrifaði í tölvupósti að stofnunin væri að safna upplýsingum um atvikið. Sprengingin gerðist fyrir utan verslunarmiðstöð og banka. Minnst einn bíll Sameinuðu þjóðanna sást á vettvangi, hann var brunninn til kaldra kola. LNA hefur ekki náð út fyrir úthverfin í suðurhluta Trípólí en þar heldur ríkisstjórnin, sem er alþjóðlega samþykkt, til. Um það leiti sem sprengingin varð tilkynnti Khalifa Haftar, stjórnandi LNA, að hlé yrði gert á hernaðaraðgerðir á meðan á Eid al-Adah, hátíð múslima, stæði. Hátíðin stendur yfir frá laugardegi fram á þriðjudag. Á föstudag sögðu yfirvöld í Trípólí að þau myndu taka tillögu SÞ um að vopnahlé yrði á meðan á hátíðinni stæði. Hins vegar er ekki vitað hvort átök í borginni hafi verið stöðvuð. Meira en 105 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Ríkisstjórnin í Trípólí segir UNSMIL bera ábyrgð á því að fylgjast með hvort vopnahléið verði brotið.
Líbía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mannfall í átökum við Trípólí Mannfall hefur orðið í átökum stríðandi fylkinga fyrir utan Trípólí höfuðborgar Afríkuríkisins Líbýu. 7. apríl 2019 16:15 Þúsundir flýja undan átökum í Líbíu Minnst 2.800 manns hafa flúið undan átökum nærri Trípólí, höfuðborg Líbíu. 8. apríl 2019 23:00 Vígasveitir í Líbíu sprengja Trípólí Sprengjuárás var gerð á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt úr lofti. 21. apríl 2019 13:58 Hart barist í Líbíu, þrátt fyrir friðarkall SÞ Átökin gætu endað í annarri borgarastyrjöld en mikil óöld hefur ríkt í Líbíu frá því Muammar Gaddafi var velt úr sessi árið 2011. 7. apríl 2019 22:17 Fjölmargar fylkingar Líbíu búa sig undir stríð Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna. 16. apríl 2019 12:41 Flóttamönnum sem var bjargað við strendur Líbíu komu hafnar á Möltu í dag Hópur flóttamanna sem var bjargað undan ströndum Líbíu á miðvikudag eru komnir í höfn á Möltu. 4. ágúst 2019 16:47 Segir að loftárásin gæti talist stríðsglæpur Yfir fjörutíu flóttamenn féllu í loftárásinni. 3. júlí 2019 16:08 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Mannfall í átökum við Trípólí Mannfall hefur orðið í átökum stríðandi fylkinga fyrir utan Trípólí höfuðborgar Afríkuríkisins Líbýu. 7. apríl 2019 16:15
Þúsundir flýja undan átökum í Líbíu Minnst 2.800 manns hafa flúið undan átökum nærri Trípólí, höfuðborg Líbíu. 8. apríl 2019 23:00
Vígasveitir í Líbíu sprengja Trípólí Sprengjuárás var gerð á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt úr lofti. 21. apríl 2019 13:58
Hart barist í Líbíu, þrátt fyrir friðarkall SÞ Átökin gætu endað í annarri borgarastyrjöld en mikil óöld hefur ríkt í Líbíu frá því Muammar Gaddafi var velt úr sessi árið 2011. 7. apríl 2019 22:17
Fjölmargar fylkingar Líbíu búa sig undir stríð Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna. 16. apríl 2019 12:41
Flóttamönnum sem var bjargað við strendur Líbíu komu hafnar á Möltu í dag Hópur flóttamanna sem var bjargað undan ströndum Líbíu á miðvikudag eru komnir í höfn á Möltu. 4. ágúst 2019 16:47
Segir að loftárásin gæti talist stríðsglæpur Yfir fjörutíu flóttamenn féllu í loftárásinni. 3. júlí 2019 16:08