Ísraelsk lögregla ruddist inn í bænastund Palestínumanna í Jerúsalem Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 11:20 Múslimar söfnuðust saman við moskuna til að ganga til bæna áður en lögregla stormaði inn á svæðið. getty/Independent Picture Service Átök brutust út á milli lögreglu og múslima við einn helgasta stað Jerúsalem borgar á meðan múslimar fóru með bænir sem mörkuðu upphaf íslömsku hátíðarinnar Eid al-Adah. Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 14 hafa særst, einn alvarlega, í átökunum við lögreglu á staðnum sem múslimar kalla Al-Aqsa moskuna en gyðingar Musterishæðina. Lögreglan segir minnst fjóra særða og vitni segja tvo hafa verið handtekna. Tugir þúsunda múslima höfðu komið saman við moskuna til að ganga til bæna segir lögregla. Sunnudagurinn er einnig helgur dagur gyðinga en þeir minnast eyðileggingu musteranna tveggja sem stóðu á hæðinni. Þetta er helgasti staður gyðinga og þriðji helgasti staður múslima, á eftir Mekku og Medínu í Sádi-Arabíu, og lengi hafa átök Ísrael og Palestínu snúist um hæðina. Mikill fjöldi Palestínumanna hafði safnast saman við hliðið að moskunni snemma á sunnudag vegna orðróms um að lögregla myndi hleypa gyðingum inn á svæðið. Mótmælendur kyrjuðu „Allahu Akbar“ (Guð er mikill) og köstuðu steinum í lögreglu, sem stormuðu svo inn á svæðið og beittu blossasprengjum og skutu gúmmíkúlum. Ísraelska lögreglan hafði upphaflega bannað gyðingum að fara inn á svæðið en eftir að átökin brutust út var þeim hleypt inn. Nokkrir tugir gyðinga fóru inn á svæðið í mikilli lögreglufylgd og byrjuðu Palestínumenn þá að kasta stólum og öðrum hlutum í hópinn. Gyðingarnir yfirgáfu svæðið stuttu eftir það. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísrael rífur niður palestínsk heimili Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir. 22. júlí 2019 17:52 Vorverk Netanyahu Sveinn Rúnar Hauksson skrifar um ástandið á Gaza-svæðinu. 2. júní 2019 08:03 Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36 Palestínumenn rifta samningum við Ísraela vegna niðurrifs Spenna hefur farið vaxandi á milli Palestínumanna og Ísraela eftir að ísraelsk stjórnvöld rifu íbúðarhús Palestínumanna nærri Jerúsalem í byrjun vikunnar. 26. júlí 2019 11:25 Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður. 20. júlí 2019 22:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Átök brutust út á milli lögreglu og múslima við einn helgasta stað Jerúsalem borgar á meðan múslimar fóru með bænir sem mörkuðu upphaf íslömsku hátíðarinnar Eid al-Adah. Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 14 hafa særst, einn alvarlega, í átökunum við lögreglu á staðnum sem múslimar kalla Al-Aqsa moskuna en gyðingar Musterishæðina. Lögreglan segir minnst fjóra særða og vitni segja tvo hafa verið handtekna. Tugir þúsunda múslima höfðu komið saman við moskuna til að ganga til bæna segir lögregla. Sunnudagurinn er einnig helgur dagur gyðinga en þeir minnast eyðileggingu musteranna tveggja sem stóðu á hæðinni. Þetta er helgasti staður gyðinga og þriðji helgasti staður múslima, á eftir Mekku og Medínu í Sádi-Arabíu, og lengi hafa átök Ísrael og Palestínu snúist um hæðina. Mikill fjöldi Palestínumanna hafði safnast saman við hliðið að moskunni snemma á sunnudag vegna orðróms um að lögregla myndi hleypa gyðingum inn á svæðið. Mótmælendur kyrjuðu „Allahu Akbar“ (Guð er mikill) og köstuðu steinum í lögreglu, sem stormuðu svo inn á svæðið og beittu blossasprengjum og skutu gúmmíkúlum. Ísraelska lögreglan hafði upphaflega bannað gyðingum að fara inn á svæðið en eftir að átökin brutust út var þeim hleypt inn. Nokkrir tugir gyðinga fóru inn á svæðið í mikilli lögreglufylgd og byrjuðu Palestínumenn þá að kasta stólum og öðrum hlutum í hópinn. Gyðingarnir yfirgáfu svæðið stuttu eftir það.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísrael rífur niður palestínsk heimili Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir. 22. júlí 2019 17:52 Vorverk Netanyahu Sveinn Rúnar Hauksson skrifar um ástandið á Gaza-svæðinu. 2. júní 2019 08:03 Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36 Palestínumenn rifta samningum við Ísraela vegna niðurrifs Spenna hefur farið vaxandi á milli Palestínumanna og Ísraela eftir að ísraelsk stjórnvöld rifu íbúðarhús Palestínumanna nærri Jerúsalem í byrjun vikunnar. 26. júlí 2019 11:25 Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður. 20. júlí 2019 22:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Ísrael rífur niður palestínsk heimili Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir. 22. júlí 2019 17:52
Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36
Palestínumenn rifta samningum við Ísraela vegna niðurrifs Spenna hefur farið vaxandi á milli Palestínumanna og Ísraela eftir að ísraelsk stjórnvöld rifu íbúðarhús Palestínumanna nærri Jerúsalem í byrjun vikunnar. 26. júlí 2019 11:25
Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00
Hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður. 20. júlí 2019 22:00