Ekki séns, Mike Pence Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 08:00 Í fréttum undanfarið hefur farið töluvert fyrir fyrirhugaðri en þó óstaðfestri komu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, til Íslands. Lítið hefur þó verið fjallað um þá staðreynd að hann er mótfallinn sjálfsögðum mannréttindum hluta íslensku þjóðarinnar. Hinsegin fólk á Íslandi þarf að sitja undir því að íslensk stjórnvöld vinni nú hörðum höndum að komu manns sem hefur allan sinn feril - í stjórnmálum og utan þeirra - barist af fullum krafti gegn hinsegin réttindum. Við skulum tæpa á nokkrum atriðum. Mike Pence er á móti hjónaböndum okkar. Hann er svo eindregið á móti þeim að árið 2013 skrifaði hann sem ríkisstjóri undir lög í Indiana sem gerðu það refsivert fyrir samkynja pör að reyna að sækja um hjónavígsluvottorð. Mike Pence er fylgjandi því að okkur sé mismunað. Hann telur það eðlilegt að fólk megi neita okkur um þjónustu fyrir það hver við erum. Sem ríkisstjóri skrifaði hann undir lög árið 2015 sem veittu heimild til mismununar á hinsegin fólki á grundvelli trúarskoðana. Mike Pence hefur harðlega gagnrýnt löggjöf sem á að vernda okkur fyrir hatursglæpum og birti sem ritstjóri Indiana Policy Review m.a. greinar um að homma og lesbíur ætti ekki að ráða til vinnu. Það tók hann og hans nánasta samstarfsmann enda ekki langan tíma að fá þúsundir trans fólks reknar úr gervöllum Bandaríkjaher, en bann við trans fólki í hernum tók gildi 12. apríl síðastliðinn. Mike Pence nýtur ráðgjafar og stuðnings haturssamtaka sem berjast gegn réttindum okkar með kjafti og klóm. Raunar sat hann sjálfur eitt sinn í stjórn slíkra samtaka, Indiana Family Institute, sem mæla t.d. með afhommunarmeðferðum og eru alfarið á móti því að samkynja pör ættleiði börn. Afhommunarmeðferðir eru pyntingar og til slíkra meðferða vildi Mike Pence færa ríkisfjármuni árið 2000 - úr sjóðum samtaka sem veita aðstoð vegna HIV og alnæmis. Eins og þessi upptalning, sem því miður er alls ekki tæmandi, gefur til kynna eru það engar nýjar fréttir að Mike Pence er annálaður andstæðingur og illgjörðarmaður hinsegin fólks. Eða eins og Bandaríkjaforseti grínaðist með samkvæmt heimildarmönnum the New Yorker þegar réttindi hinsegin fólks bar á góma innan veggja Hvíta hússins: “Ekki spurja þennan gaur - hann vill hengja þau öll!” Hvort í þessum ummælum leynist sannleikur er ógjörningur að segja, en ljóst er að Mike Pence hefur valdið hinsegin fólki þjáningum svo áratugum skiptir og er hvergi nærri hættur. Nú ætlar ríkisstjórn Íslands að taka á móti Mike Pence, ræða kurteisislega við hann um viðskiptasamráð og efla með því tengslin við Bandaríkin. Allar slíkar áætlanir eru hrein og klár vanvirðing við samfélag hinsegin fólks á Íslandi. Við munum ekki sitja undir því þegjandi að hann sé boðinn velkominn hingað til lands. Ekki séns.Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimsókn Mike Pence Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum undanfarið hefur farið töluvert fyrir fyrirhugaðri en þó óstaðfestri komu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, til Íslands. Lítið hefur þó verið fjallað um þá staðreynd að hann er mótfallinn sjálfsögðum mannréttindum hluta íslensku þjóðarinnar. Hinsegin fólk á Íslandi þarf að sitja undir því að íslensk stjórnvöld vinni nú hörðum höndum að komu manns sem hefur allan sinn feril - í stjórnmálum og utan þeirra - barist af fullum krafti gegn hinsegin réttindum. Við skulum tæpa á nokkrum atriðum. Mike Pence er á móti hjónaböndum okkar. Hann er svo eindregið á móti þeim að árið 2013 skrifaði hann sem ríkisstjóri undir lög í Indiana sem gerðu það refsivert fyrir samkynja pör að reyna að sækja um hjónavígsluvottorð. Mike Pence er fylgjandi því að okkur sé mismunað. Hann telur það eðlilegt að fólk megi neita okkur um þjónustu fyrir það hver við erum. Sem ríkisstjóri skrifaði hann undir lög árið 2015 sem veittu heimild til mismununar á hinsegin fólki á grundvelli trúarskoðana. Mike Pence hefur harðlega gagnrýnt löggjöf sem á að vernda okkur fyrir hatursglæpum og birti sem ritstjóri Indiana Policy Review m.a. greinar um að homma og lesbíur ætti ekki að ráða til vinnu. Það tók hann og hans nánasta samstarfsmann enda ekki langan tíma að fá þúsundir trans fólks reknar úr gervöllum Bandaríkjaher, en bann við trans fólki í hernum tók gildi 12. apríl síðastliðinn. Mike Pence nýtur ráðgjafar og stuðnings haturssamtaka sem berjast gegn réttindum okkar með kjafti og klóm. Raunar sat hann sjálfur eitt sinn í stjórn slíkra samtaka, Indiana Family Institute, sem mæla t.d. með afhommunarmeðferðum og eru alfarið á móti því að samkynja pör ættleiði börn. Afhommunarmeðferðir eru pyntingar og til slíkra meðferða vildi Mike Pence færa ríkisfjármuni árið 2000 - úr sjóðum samtaka sem veita aðstoð vegna HIV og alnæmis. Eins og þessi upptalning, sem því miður er alls ekki tæmandi, gefur til kynna eru það engar nýjar fréttir að Mike Pence er annálaður andstæðingur og illgjörðarmaður hinsegin fólks. Eða eins og Bandaríkjaforseti grínaðist með samkvæmt heimildarmönnum the New Yorker þegar réttindi hinsegin fólks bar á góma innan veggja Hvíta hússins: “Ekki spurja þennan gaur - hann vill hengja þau öll!” Hvort í þessum ummælum leynist sannleikur er ógjörningur að segja, en ljóst er að Mike Pence hefur valdið hinsegin fólki þjáningum svo áratugum skiptir og er hvergi nærri hættur. Nú ætlar ríkisstjórn Íslands að taka á móti Mike Pence, ræða kurteisislega við hann um viðskiptasamráð og efla með því tengslin við Bandaríkin. Allar slíkar áætlanir eru hrein og klár vanvirðing við samfélag hinsegin fólks á Íslandi. Við munum ekki sitja undir því þegjandi að hann sé boðinn velkominn hingað til lands. Ekki séns.Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun