Íslenski boltinn

Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára berjast á Hlíðarenda og fær eitthvað stöðvað KR?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Davíð Þór Viðarsson og Sebastian Hedlund berjast í sumar.
Davíð Þór Viðarsson og Sebastian Hedlund berjast í sumar. vísir/vilhelm
Fimm leikir eru á dagskrá í Pepsi Max-deild karla í dag og kvöld en leikirnir eru liðir í 16. umferð deildarinnar.

Víkingur og ÍBV mætast klukkan 16.00 en Eyjamenn eru einungis með fimm stig á botni deildarinnar. Víkingur er í tíunda sætinu en einungis í tíunda sætinu á markatölu.

Víkingar hafa einungis unnið þrjá af fimmtán leikjum sínum en einungis þrjú stig eru upp í áttunda sæti deildarinar.

Á Skaganum mætast ÍA og Breiðablik en Skagamenn hafa einungis unnið einn af síðustu tíu leikjum. Þeir sitja í 5. sæti deildarinnar. Breiðablik vann loksins leik í síðustu umferð og er í öðru sætinu.

Ekkert fær KR stöðvað en liðið er á toppi Pepsi Max-deildarinnar með tíu stiga forskot. Nýliðar HK hafa þó verið á fínu skriði og hafa unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Þeir eru í sjöunda sætinu.

KA og Stjarnan mætast svo norðan heiða en KA er í fallsæti og þarf nauðsynlega að fara safna stigum ef ekki illa á að fara. Stjarnan er í 3. sætinu eftir sigur á Víkingum í síðustu umferð.

Stórleikur umferðarinnar er svo á Origo-vellinum þar sem Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára; Valur (Íslandsmeistarar 2018 og 2017) og FH (Íslandsmeistarar 2017) mætast í mikilvægum leik fyrir bæði lið.

Stórveldin hafa bæði verið í vandræðum í sumar en Valur hafa þó aðeins verið að rétta úr kútnum. Valur er í 4. sætinu með 23 stig en FH tveimur sætum neðar með 22 stig. Stigin þrjú mikilvæg í Evrópubaráttunni í kvöld.

Umferðinni lýkur svo með leik Fylkis og Grindavíkur annað kvöld en Pepsi Max-mörkin verða einnig á dagskránni annað kvöld klukkan 21.15.

Leikir dagsins:

16.00 Víkingur - ÍBV

16.00 ÍA - Breiðablik (Í beinni á Stöð 2 Sport)

16.00 HK - KR

16.00 KA - Stjarnan

20.00 Valur - FH (Í beinni á Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×