Auður bauð formanni SAF á tónleika: „Hann er mjög einlægur í sínum flutningi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 23:23 Tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika á Café Flóru í Laugardalnum í kvöld og bauð Bjarnheiði Hallsdóttur, formanni SAF, að koma. Tónlistarmaðurinn Auður bauð Bjarnheiði Hallsdóttir, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar, á tónleika sína á Café Flóru í Laugardalnum í kvöld. Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að fyrr í vikunni gagnrýndi Bjarnheiður að Auður skyldi flytja lagið sitt Freðinn á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Sagði hún listamanninn upphefja vímuástand og spurði hvort að fólki fyndist það í lagi að slíkt væri á dagskrá snemma kvölds á fjölskylduskemmtun á vegum Ríkisútvarpsins. Í samtali við Vísi segir Bjarnheiður að tónleikarnir í kvöld hafi verið frábærir. „Þetta var einlægur og flottur tónlistarflutningur. Hann er mjög flottur tónlistarmaður enda var ég ekki að gagnrýna listamanninn í þessari færslu heldur stundina og staðinn,“ segir Bjarnheiður. Hún segist hafa þegið boðið á tónleikana með þökkum. „Og ég átti góða kvöldstund með sambýlismanni og tveimur 13 ára drengjum. Það er mjög skemmtilegt að hlusta á hann, hann er mjög einlægur í sínum flutningi,“ segir Bjarnheiður. Sama dag og Vísir fjallaði um gagnrýni Bjarnheiðar greindi hún frá því á Facebook að hún og Auður hefðu átt gott samtal í síma. „Sem lauk á því að hann bauð mér á tónleikana,“ segir Bjarnheiður. Hún segir það misskilning að hún hafi verið að gagnrýna listamanninn sjálfan. „Ég var meira að gagnrýna textann, stundina og staðinn en í réttu umhverfi og á réttum stað og í réttu samhengi er hann alveg frábær.“ Spurð hvort hún telji að Auður hafi tekið þessu persónulega segir Bjarnheiður: „Nei, það virtist ekki vera. Það fór vel á með okkur í símtalinu.“ Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Auður fær það óþvegið frá formanni SAF Bjarnheiður segir Auð upphefja vímuefnaneyslu. Doktor Arnar Eggerts segir Bjarnheiði vaða villu og svíma. 27. ágúst 2019 11:08 Auður í Garðpartýi Bylgjunnar: „Hafið kærleikann að leiðarljósi“ Einn af þeim viðburðum sem hafa skipað sér fastan sess á Menningarnótt er Garðpartý Bylgjunnar sem haldið var í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum. Á meðal þeirra sem stigu á svið í Hljómskálagarðinum var söngvarinn Auður. 29. ágúst 2019 13:53 Mest lesið Börn eigi ekki að ilma Lífið Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Lífið Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Elle Woods er fyrirmyndin Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Måns mættur á markaðinn Lífið Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Fleiri fréttir Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Ældi á hliðarlínunni Elle Woods er fyrirmyndin Börn eigi ekki að ilma Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Auður bauð Bjarnheiði Hallsdóttir, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar, á tónleika sína á Café Flóru í Laugardalnum í kvöld. Það væri ef til vill ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að fyrr í vikunni gagnrýndi Bjarnheiður að Auður skyldi flytja lagið sitt Freðinn á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Sagði hún listamanninn upphefja vímuástand og spurði hvort að fólki fyndist það í lagi að slíkt væri á dagskrá snemma kvölds á fjölskylduskemmtun á vegum Ríkisútvarpsins. Í samtali við Vísi segir Bjarnheiður að tónleikarnir í kvöld hafi verið frábærir. „Þetta var einlægur og flottur tónlistarflutningur. Hann er mjög flottur tónlistarmaður enda var ég ekki að gagnrýna listamanninn í þessari færslu heldur stundina og staðinn,“ segir Bjarnheiður. Hún segist hafa þegið boðið á tónleikana með þökkum. „Og ég átti góða kvöldstund með sambýlismanni og tveimur 13 ára drengjum. Það er mjög skemmtilegt að hlusta á hann, hann er mjög einlægur í sínum flutningi,“ segir Bjarnheiður. Sama dag og Vísir fjallaði um gagnrýni Bjarnheiðar greindi hún frá því á Facebook að hún og Auður hefðu átt gott samtal í síma. „Sem lauk á því að hann bauð mér á tónleikana,“ segir Bjarnheiður. Hún segir það misskilning að hún hafi verið að gagnrýna listamanninn sjálfan. „Ég var meira að gagnrýna textann, stundina og staðinn en í réttu umhverfi og á réttum stað og í réttu samhengi er hann alveg frábær.“ Spurð hvort hún telji að Auður hafi tekið þessu persónulega segir Bjarnheiður: „Nei, það virtist ekki vera. Það fór vel á með okkur í símtalinu.“
Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Auður fær það óþvegið frá formanni SAF Bjarnheiður segir Auð upphefja vímuefnaneyslu. Doktor Arnar Eggerts segir Bjarnheiði vaða villu og svíma. 27. ágúst 2019 11:08 Auður í Garðpartýi Bylgjunnar: „Hafið kærleikann að leiðarljósi“ Einn af þeim viðburðum sem hafa skipað sér fastan sess á Menningarnótt er Garðpartý Bylgjunnar sem haldið var í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum. Á meðal þeirra sem stigu á svið í Hljómskálagarðinum var söngvarinn Auður. 29. ágúst 2019 13:53 Mest lesið Börn eigi ekki að ilma Lífið Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Lífið Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Elle Woods er fyrirmyndin Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Måns mættur á markaðinn Lífið Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Fleiri fréttir Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Ældi á hliðarlínunni Elle Woods er fyrirmyndin Börn eigi ekki að ilma Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Sjá meira
Auður fær það óþvegið frá formanni SAF Bjarnheiður segir Auð upphefja vímuefnaneyslu. Doktor Arnar Eggerts segir Bjarnheiði vaða villu og svíma. 27. ágúst 2019 11:08
Auður í Garðpartýi Bylgjunnar: „Hafið kærleikann að leiðarljósi“ Einn af þeim viðburðum sem hafa skipað sér fastan sess á Menningarnótt er Garðpartý Bylgjunnar sem haldið var í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum. Á meðal þeirra sem stigu á svið í Hljómskálagarðinum var söngvarinn Auður. 29. ágúst 2019 13:53