Trommari Pink Floyd meðal þeirra sem björguðu Bolton Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2019 13:00 Mason lemur húðirnar. vísir/getty Í laginu „Money“ með Pink Floyd segir: New car, caviar, four star daydream / Think I'll buy me a football team. Lagið kom út á plötunni Dark Side of the Moon árið 1973. Eftir 46 ára umhugsunarfrest er Nick Mason, trommari Pink Floyd, nú búinn að kaupa fótboltalið. Mason er hluti af Football Ventures sem keypti Bolton Wanderers fyrir 10 milljónir punda í gær. Mason og félagar skáru Bolton þar með úr snörunni sem félagið hékk í. Bolton fékk 14 daga frest til að finna nýja eigendur, annars yrði það rekið úr ensku deildakeppninni sem urðu örlög Bury. Bolton hefur átt í miklum vandræðum innan vallar sem utan síðan liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni 2012. Bolton féll úr ensku B-deildinni síðasta vor og fór í greiðslustöðvun. Bolton byrjaði með tólf stig í mínus í C-deildinni og hefur aðeins fengið eitt stig það sem af er tímabili. Phil Parkinson hætti sem knattspyrnustjóri Bolton í síðustu viku og leikmannahópurinn er afar þunnskipaður. Bolton hefur teflt fram mjög ungu liði á þessu tímabili og leik liðsins gegn Doncaster Rovers um helgina var frestað til að forða ungu strákunum frá enn einum skellinum. Bolton er með sterka tengingu við Ísland en nokkrir íslenskir fótboltamenn hafa leikið með liðinu í gegnum tíðina. Meðal þeirra er Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sem sagðist í viðtali við BBC í gær vera hryggur yfir gangi mála hjá sínu gamla félagi. Bretland England Enski boltinn Tengdar fréttir Bolton komið til bjargar Knattspyrnufélaginu Bolton á Englandi hefur verið bjargað frá gjaldþroti en liðið hefur verið selt til Football Ventures. 28. ágúst 2019 19:49 Stuðningsmenn Bury sem var hent út ensku deildarkeppninni: "Sá sextíu ára gamlan mann gráta“ Enska knattspyrnufélaginu Bury FC var í gær hent út úr ensku deildarkeppninni vegna þess að félagið gat ekki staðið við fjárhagslega skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2019 16:45 Búið að jarða Bury og Bolton hefur tvær vikur til þess að bjarga sér Fjárhagsvandræði rótgróinna enskra félaga eru í sviðsljósinu í dag. Búið er að reka eitt elsta félag Englands, Bury, úr keppni og Bolton rambar á barmi gjaldþrots. 28. ágúst 2019 08:30 „Gríðarlega erfitt að fylgjast með vandræðunum sem Bolton hefur lent í“ Bolton-hetjan Guðni Bergsson hefur áhyggjur af stöðu mála hjá sínu gamla félagi. 28. ágúst 2019 15:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Í laginu „Money“ með Pink Floyd segir: New car, caviar, four star daydream / Think I'll buy me a football team. Lagið kom út á plötunni Dark Side of the Moon árið 1973. Eftir 46 ára umhugsunarfrest er Nick Mason, trommari Pink Floyd, nú búinn að kaupa fótboltalið. Mason er hluti af Football Ventures sem keypti Bolton Wanderers fyrir 10 milljónir punda í gær. Mason og félagar skáru Bolton þar með úr snörunni sem félagið hékk í. Bolton fékk 14 daga frest til að finna nýja eigendur, annars yrði það rekið úr ensku deildakeppninni sem urðu örlög Bury. Bolton hefur átt í miklum vandræðum innan vallar sem utan síðan liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni 2012. Bolton féll úr ensku B-deildinni síðasta vor og fór í greiðslustöðvun. Bolton byrjaði með tólf stig í mínus í C-deildinni og hefur aðeins fengið eitt stig það sem af er tímabili. Phil Parkinson hætti sem knattspyrnustjóri Bolton í síðustu viku og leikmannahópurinn er afar þunnskipaður. Bolton hefur teflt fram mjög ungu liði á þessu tímabili og leik liðsins gegn Doncaster Rovers um helgina var frestað til að forða ungu strákunum frá enn einum skellinum. Bolton er með sterka tengingu við Ísland en nokkrir íslenskir fótboltamenn hafa leikið með liðinu í gegnum tíðina. Meðal þeirra er Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sem sagðist í viðtali við BBC í gær vera hryggur yfir gangi mála hjá sínu gamla félagi.
Bretland England Enski boltinn Tengdar fréttir Bolton komið til bjargar Knattspyrnufélaginu Bolton á Englandi hefur verið bjargað frá gjaldþroti en liðið hefur verið selt til Football Ventures. 28. ágúst 2019 19:49 Stuðningsmenn Bury sem var hent út ensku deildarkeppninni: "Sá sextíu ára gamlan mann gráta“ Enska knattspyrnufélaginu Bury FC var í gær hent út úr ensku deildarkeppninni vegna þess að félagið gat ekki staðið við fjárhagslega skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2019 16:45 Búið að jarða Bury og Bolton hefur tvær vikur til þess að bjarga sér Fjárhagsvandræði rótgróinna enskra félaga eru í sviðsljósinu í dag. Búið er að reka eitt elsta félag Englands, Bury, úr keppni og Bolton rambar á barmi gjaldþrots. 28. ágúst 2019 08:30 „Gríðarlega erfitt að fylgjast með vandræðunum sem Bolton hefur lent í“ Bolton-hetjan Guðni Bergsson hefur áhyggjur af stöðu mála hjá sínu gamla félagi. 28. ágúst 2019 15:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Bolton komið til bjargar Knattspyrnufélaginu Bolton á Englandi hefur verið bjargað frá gjaldþroti en liðið hefur verið selt til Football Ventures. 28. ágúst 2019 19:49
Stuðningsmenn Bury sem var hent út ensku deildarkeppninni: "Sá sextíu ára gamlan mann gráta“ Enska knattspyrnufélaginu Bury FC var í gær hent út úr ensku deildarkeppninni vegna þess að félagið gat ekki staðið við fjárhagslega skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2019 16:45
Búið að jarða Bury og Bolton hefur tvær vikur til þess að bjarga sér Fjárhagsvandræði rótgróinna enskra félaga eru í sviðsljósinu í dag. Búið er að reka eitt elsta félag Englands, Bury, úr keppni og Bolton rambar á barmi gjaldþrots. 28. ágúst 2019 08:30
„Gríðarlega erfitt að fylgjast með vandræðunum sem Bolton hefur lent í“ Bolton-hetjan Guðni Bergsson hefur áhyggjur af stöðu mála hjá sínu gamla félagi. 28. ágúst 2019 15:00