Liðin sem Liverpool, Man. City, Chelsea og Tottenham geta dregist gegn í Meistaradeildinni í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2019 09:00 Liverrpool vann Meistaradeild Evrópu síðasta vor. Getty/Ian MacNicol Bestu félagslið Evrópu fá að vita það í dag hvernig riðlarnir í Meistaradeildinni munu líta út en þá verður dregið í riðlakeppnina í Mónakó. Síðustu liðin tryggðu sér sæti í riðlakeppninni í gærkvöldi og þar með var endanlega ljóst hvernig styrkleikaflokkarnir líta út. Drátturinn fer fram klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hér inn á Vísi.Good morning It's #UCLdraw day! The draw & #UEFAawards ceremony begins at 18:00 CEST and will be streamed live on https://t.co/sQezPQoaea. pic.twitter.com/ttvjyoNhsd — #UCLdraw (@ChampionsLeague) August 29, 2019 Ensku liðin í pottinum verða Evrópumeistarar Liverpool, Englandsmeistarar Manchester City, Evrópudeildarmeistarar Chelsea og silfurlið Tottenham frá því í Meistaradeildinni í fyrra. 26 af 32 liðum í riðlakeppninni komust þangað beint en hin sex fóru í gegnum undankeppnina. Ensku liðin komust öll beint inn að þessu sinni. Þrjú af ensku liðunum fjórum eru í fyrsta styrkleikaflokki eða Liverpool, Manchester City og Chelsea sem þýðir að þau sleppa við það að mæta stórliðum eins og Barcelona, Juventus, Bayern München og Paris Saint-Germain. Tottenham er í öðrum styrkleikaflokki og þar eru flott lið eins og Real Madrid, Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Napoli og Ajax. Liverpool, Manchester City og Chelsea geta því öll lent í riðli með spænsku liðunum Real Madrid eða Atletico Madrid. Það er ljóst að Tottenham getur ekki í lent í riðli með hinum ensku liðunum í potti eitt því það er bannað. Alveg eins getur Barcelona ekki lent í riðli með Real Madrid eða Atletico Madrid.Styrkleikaflokkarnir líta þannig út og nú er bara að finna draumariðilinn og kannski dauðariðilinn líka:Fyrsti styrkleikaflokkur: Liverpool, Chelsea, Barcelona, Manchester City, Juventus, Bayern München, Paris Saint-Germain, Zenit St PetersburgAnnar styrkleikaflokkur: Real Madrid, Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Napoli, Shakhtar Donetsk, Tottenham, Ajax, BenficaÞriðji styrkleikaflokkur: Lyon, Bayer Leverkusen, Salzburg, Olympiakos, Club Brugge, Valencia, Internazionale Milanó, Dinamo ZagrebFjórði styrkleikaflokkur: Lokomotiv Moskva, Genk, Galatasaray, RB Leipzig, Slavia Prag, Rauða Stjarnan Belgrad, Atalanta, Lille Fyrsta umferð riðlakeppninnar fer fram 17. og 18. september en hinir leikdagarnir eru 1. og 2. október, 22. og 23. október, 5. og 6. nóvember, 26. og 27. nóvember og svo 10. og 11. desember.CONFIRMED: #UCLdraw pots! Pick the strongest team from each pic.twitter.com/D06AiDU5NA — #UCLdraw (@ChampionsLeague) August 28, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Bestu félagslið Evrópu fá að vita það í dag hvernig riðlarnir í Meistaradeildinni munu líta út en þá verður dregið í riðlakeppnina í Mónakó. Síðustu liðin tryggðu sér sæti í riðlakeppninni í gærkvöldi og þar með var endanlega ljóst hvernig styrkleikaflokkarnir líta út. Drátturinn fer fram klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hér inn á Vísi.Good morning It's #UCLdraw day! The draw & #UEFAawards ceremony begins at 18:00 CEST and will be streamed live on https://t.co/sQezPQoaea. pic.twitter.com/ttvjyoNhsd — #UCLdraw (@ChampionsLeague) August 29, 2019 Ensku liðin í pottinum verða Evrópumeistarar Liverpool, Englandsmeistarar Manchester City, Evrópudeildarmeistarar Chelsea og silfurlið Tottenham frá því í Meistaradeildinni í fyrra. 26 af 32 liðum í riðlakeppninni komust þangað beint en hin sex fóru í gegnum undankeppnina. Ensku liðin komust öll beint inn að þessu sinni. Þrjú af ensku liðunum fjórum eru í fyrsta styrkleikaflokki eða Liverpool, Manchester City og Chelsea sem þýðir að þau sleppa við það að mæta stórliðum eins og Barcelona, Juventus, Bayern München og Paris Saint-Germain. Tottenham er í öðrum styrkleikaflokki og þar eru flott lið eins og Real Madrid, Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Napoli og Ajax. Liverpool, Manchester City og Chelsea geta því öll lent í riðli með spænsku liðunum Real Madrid eða Atletico Madrid. Það er ljóst að Tottenham getur ekki í lent í riðli með hinum ensku liðunum í potti eitt því það er bannað. Alveg eins getur Barcelona ekki lent í riðli með Real Madrid eða Atletico Madrid.Styrkleikaflokkarnir líta þannig út og nú er bara að finna draumariðilinn og kannski dauðariðilinn líka:Fyrsti styrkleikaflokkur: Liverpool, Chelsea, Barcelona, Manchester City, Juventus, Bayern München, Paris Saint-Germain, Zenit St PetersburgAnnar styrkleikaflokkur: Real Madrid, Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Napoli, Shakhtar Donetsk, Tottenham, Ajax, BenficaÞriðji styrkleikaflokkur: Lyon, Bayer Leverkusen, Salzburg, Olympiakos, Club Brugge, Valencia, Internazionale Milanó, Dinamo ZagrebFjórði styrkleikaflokkur: Lokomotiv Moskva, Genk, Galatasaray, RB Leipzig, Slavia Prag, Rauða Stjarnan Belgrad, Atalanta, Lille Fyrsta umferð riðlakeppninnar fer fram 17. og 18. september en hinir leikdagarnir eru 1. og 2. október, 22. og 23. október, 5. og 6. nóvember, 26. og 27. nóvember og svo 10. og 11. desember.CONFIRMED: #UCLdraw pots! Pick the strongest team from each pic.twitter.com/D06AiDU5NA — #UCLdraw (@ChampionsLeague) August 28, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira