Ný samstarfslína Bergs og 66°Norður Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 29. ágúst 2019 06:30 Bergur var á fullu að undirbúa daginn í dag í höfuðstöðvum fatamerkisins í gær. Bergur Guðnason kemur úr mikilli íþróttafjölskyldu, faðir hans er fótboltakempan Guðni Bergsson og var það alltaf draumur Bergs að fara í atvinnumennsku. Slæm meiðsli breyttu því og í kjölfar þess að læknar tjáðu honum að hann gæti ekki spilað lengur, stóð hann frammi fyrir því að finna sér nýjan draum.Tók U-beygju um tvítugt ,,Ég var á fullu í fótboltanum til tvítugs þegar ég lendi í þessum meiðslum. Mitt plan var alltaf að verða afreksmaður í íþróttum. Þegar þau plön breyttust eftir meiðslin varð ég að finna eitthvað annað. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tísku og líka því hvernig föt klæða fólk. Mjög ungur var ég farinn að velta fyrir mér formunum og hvernig litir fara saman,“ segir Bergur. Hann segir að sér hafi alltaf þótt gaman að ögra sjálfum sér með því að vera í skemmtilega öðruvísi fötum þegar hann var unglingur. Stuttu eftir menntaskóla fékk Bergur tækifæri til að fá smá reynslu hjá fatahönnuðinum Guðmundi Jörundssyni, sem hann segir hafa verið dýrmæta. Hann ákvað í kjölfarið að slá til og sótti um í fatahönnun í Listaháskóla Íslands. „Ég gerði möppu og komst inn í skólann. Þar var ég í þrjú ár og útskrifaðist með eina af hæstu einkunnunum. Ég viðurkenni samt að ég var ekki færastur í tæknilegum áföngum og féll nokkrum sinnum í þeim. Ég var ekkert flinkastur þarna, alls ekki.“Starfaði náið með heimsþekktum hönnuði Eftir útskrift langaði Berg út og hann lagði mikið á sig til að láta þann draum rætast. Hann komst á samning í tískuhúsi í París sem heitir Haider Ackermann, en merkið er í miklu uppáhaldi hjá stjörnum á borð við Kanye West og Tildu Swinton. „Ég var hjá þeim í átta mánuði og vann að tveimur línum, þar sem ég aðstoðaði Haider sjálfan. Þetta var mjög mikill lærdómur, ég lærði svo ótrúlega margt af því að fá að vinna náið með honum og hans teymi. Eftir að samningnum mínum lauk þar fór ég að vinna hjá Acne Studios, í svipað langan tíma.“Berg til þess að brjóta lógóið þekkta aðeins upp með því að til dæmis taka tvær peysur og sameina þær þannig að þær passi samt ekki alveg saman.Hjá Acne fékk Bergur ríkari reynslu í gerð kvenfatnaðar, en í skólanum og hjá Haider var hann fyrst og fremst í herrafatnaði. Eftir að samningurinn hjá Acne rann út var Bergur með alla anga úti til að komast að hjá öðru tískuhúsi í París. „Það er alveg gríðarleg samkeppni í þessum bransa, mörg þúsund ungir hönnuðir sem vilja allir komast á samning hjá sömu fimmtán tískuhúsunum sem ráða kannski bara einn nýjan hönnuð inn. Við kærastan mín, Margrét Rajani, komumst að því að við ættum von á barni. Í kjölfarið ákváðum við að kannski væri gott að flytja aðeins heim, enda álagið gífurlega mikið úti,“ segir Bergur. Hann segir þetta allt þó hafa verið mjög gaman, mikill lærdómur og reynslan honum einstaklega dýrmæt.Lán í óláni að fá ekki vinnu hjá Louis Vuitton „Ég hafði í gegnum þetta alltaf verið í samskiptum við Völu Melstað, yfirhönnuð hjá 66°Norður, ég kynntist henni eftir útskrift. Ég sagði henni að við værum að hugsa um að koma heim. Í millitíðinni er ég fenginn í viðtal til tískuhússins Louis Vuitton, en það var mjög svekkjandi að komast ekki þar inn. Einmitt þá er Vala stödd í París og við ákveðum að hittast og ræða saman.“ Eftir að Bergur og Margrét fluttu heim hafði 66°Norður samband með samstarf í huga, sem Bergur var mjög til í. Hann segir línuna örlítið óhefðbundnari en hinn klassíska 66°Norður fatnað. „Þetta er meira út í svokallað „streetwear“. Fyrirtækið er auðvitað með frábæran útivistarfatnað sem flestir Íslendingar náttúrulega þekkja. Þetta höfðar eflaust meira til yngri kynslóðarinnar og er í mjög takmörkuðu upplagi.“ Engar tvær flíkur eru alveg eins þótt þær fylgi ákveðnu þema, útliti eða stíl en grafíkin er aldrei alveg sú sama. „Það var svo líka einstakur heiður að fá að vinna með þeim og ég er þeim mjög þakklátur fyrir að hafa gefið mér það tækifæri.“ Samstarfslína Bergs og 66°Norður fer í sölu í dag klukkan 17.00 í verslun merkisins á Laugavegi. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Bergur Guðnason kemur úr mikilli íþróttafjölskyldu, faðir hans er fótboltakempan Guðni Bergsson og var það alltaf draumur Bergs að fara í atvinnumennsku. Slæm meiðsli breyttu því og í kjölfar þess að læknar tjáðu honum að hann gæti ekki spilað lengur, stóð hann frammi fyrir því að finna sér nýjan draum.Tók U-beygju um tvítugt ,,Ég var á fullu í fótboltanum til tvítugs þegar ég lendi í þessum meiðslum. Mitt plan var alltaf að verða afreksmaður í íþróttum. Þegar þau plön breyttust eftir meiðslin varð ég að finna eitthvað annað. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tísku og líka því hvernig föt klæða fólk. Mjög ungur var ég farinn að velta fyrir mér formunum og hvernig litir fara saman,“ segir Bergur. Hann segir að sér hafi alltaf þótt gaman að ögra sjálfum sér með því að vera í skemmtilega öðruvísi fötum þegar hann var unglingur. Stuttu eftir menntaskóla fékk Bergur tækifæri til að fá smá reynslu hjá fatahönnuðinum Guðmundi Jörundssyni, sem hann segir hafa verið dýrmæta. Hann ákvað í kjölfarið að slá til og sótti um í fatahönnun í Listaháskóla Íslands. „Ég gerði möppu og komst inn í skólann. Þar var ég í þrjú ár og útskrifaðist með eina af hæstu einkunnunum. Ég viðurkenni samt að ég var ekki færastur í tæknilegum áföngum og féll nokkrum sinnum í þeim. Ég var ekkert flinkastur þarna, alls ekki.“Starfaði náið með heimsþekktum hönnuði Eftir útskrift langaði Berg út og hann lagði mikið á sig til að láta þann draum rætast. Hann komst á samning í tískuhúsi í París sem heitir Haider Ackermann, en merkið er í miklu uppáhaldi hjá stjörnum á borð við Kanye West og Tildu Swinton. „Ég var hjá þeim í átta mánuði og vann að tveimur línum, þar sem ég aðstoðaði Haider sjálfan. Þetta var mjög mikill lærdómur, ég lærði svo ótrúlega margt af því að fá að vinna náið með honum og hans teymi. Eftir að samningnum mínum lauk þar fór ég að vinna hjá Acne Studios, í svipað langan tíma.“Berg til þess að brjóta lógóið þekkta aðeins upp með því að til dæmis taka tvær peysur og sameina þær þannig að þær passi samt ekki alveg saman.Hjá Acne fékk Bergur ríkari reynslu í gerð kvenfatnaðar, en í skólanum og hjá Haider var hann fyrst og fremst í herrafatnaði. Eftir að samningurinn hjá Acne rann út var Bergur með alla anga úti til að komast að hjá öðru tískuhúsi í París. „Það er alveg gríðarleg samkeppni í þessum bransa, mörg þúsund ungir hönnuðir sem vilja allir komast á samning hjá sömu fimmtán tískuhúsunum sem ráða kannski bara einn nýjan hönnuð inn. Við kærastan mín, Margrét Rajani, komumst að því að við ættum von á barni. Í kjölfarið ákváðum við að kannski væri gott að flytja aðeins heim, enda álagið gífurlega mikið úti,“ segir Bergur. Hann segir þetta allt þó hafa verið mjög gaman, mikill lærdómur og reynslan honum einstaklega dýrmæt.Lán í óláni að fá ekki vinnu hjá Louis Vuitton „Ég hafði í gegnum þetta alltaf verið í samskiptum við Völu Melstað, yfirhönnuð hjá 66°Norður, ég kynntist henni eftir útskrift. Ég sagði henni að við værum að hugsa um að koma heim. Í millitíðinni er ég fenginn í viðtal til tískuhússins Louis Vuitton, en það var mjög svekkjandi að komast ekki þar inn. Einmitt þá er Vala stödd í París og við ákveðum að hittast og ræða saman.“ Eftir að Bergur og Margrét fluttu heim hafði 66°Norður samband með samstarf í huga, sem Bergur var mjög til í. Hann segir línuna örlítið óhefðbundnari en hinn klassíska 66°Norður fatnað. „Þetta er meira út í svokallað „streetwear“. Fyrirtækið er auðvitað með frábæran útivistarfatnað sem flestir Íslendingar náttúrulega þekkja. Þetta höfðar eflaust meira til yngri kynslóðarinnar og er í mjög takmörkuðu upplagi.“ Engar tvær flíkur eru alveg eins þótt þær fylgi ákveðnu þema, útliti eða stíl en grafíkin er aldrei alveg sú sama. „Það var svo líka einstakur heiður að fá að vinna með þeim og ég er þeim mjög þakklátur fyrir að hafa gefið mér það tækifæri.“ Samstarfslína Bergs og 66°Norður fer í sölu í dag klukkan 17.00 í verslun merkisins á Laugavegi.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira