Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2019 12:46 Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. FBL/Valli Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru jákvæðari nú í garð ferðamanna og ferðaþjónustu samanborið við síðustu tvö ár. Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. Í svörum alls staðar á höfuðborgarsvæðinu eru jákvæðar hliðar ferðaþjónustu taldar vega þyngra en neikvæðar hliðar hennar. Karlmenn eru heldur jákvæðari en konur. Könnunin var nú gerð í fimmta sinn og var lögð fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu dagana 3. til 28. maí. Tilgangurinn er að fylgjast með þolmörkum íbúa gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu og eru niðurstöðurnar taldar endurspegla viðhorf íbúa höfuðborgarsvæðisins ágætlega. Svarendur að þessu sinni voru alls 2.392. Í könnuninni er spurt út í ýmsa þætti svo sem ónæði, heimagistingu, gestrisni, fjölda ferðamanna í miðborginni og fleira. Í niðurstöðunum kemur meðal annars fram að íbúar í miðborg Reykjavíkur verði meira varir við ónæði af hálfu heimagistingar við heimili sitt en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir það eru íbúar miðborgarinnar almennt jákvæðir í garð ferðamanna þegar á heildina er litið. Íbúar þessa borgarhverfis eru jafnframt örlítið jákvæðari nú en á síðustu tveimur árum, þó það sé ekki marktækur munur. Meirihluti svarenda telur fjölda ferðamanna í miðborg Reykjavíkur vera hæfilegan og eru fleiri þeirrar skoðunar nú en á síðustu árum. Sé einungis litið á svör íbúa miðborgarinnar telja rúmlega 70% að fjöldi ferðamanna sé hæfilegur yfir vetrarmánuðina en tæplega 62% telja hann hæfilegan yfir sumarmánuðina. Rúmlega 36% íbúa miðborgarinnar telja að fjöldinn yfir sumarmánuðina sé of mikill eða allt of mikill en á móti telja á milli 13% og 14% að hann sé of eða allt of lítill yfir vetrarmánuðina. Meirihluti svarenda, eða tæplega 58%, telur að verslun á höfuðborgarsvæðinu hafi eflst með auknum fjölda ferðamanna en færri eru þó þeirrar skoðunar nú en áður. Á milli 64% og 65% telja að framboð afþreyingar á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist með auknum fjölda ferðamanna og rétt yfir 40% telja að lífsgæði í sínu nærumhverfi hafi batnað nokkuð eða mikið með auknum fjölda ferðamanna. Rúmlega 53% telja íbúa á höfuðborgarsvæðinu mjög eða fremur gestrisna gagnvart erlendum ferðamönnum en tæplega 8% telja að íbúar séu fremur eða mjög ógestrisnir. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru jákvæðari nú í garð ferðamanna og ferðaþjónustu samanborið við síðustu tvö ár. Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. Í svörum alls staðar á höfuðborgarsvæðinu eru jákvæðar hliðar ferðaþjónustu taldar vega þyngra en neikvæðar hliðar hennar. Karlmenn eru heldur jákvæðari en konur. Könnunin var nú gerð í fimmta sinn og var lögð fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu dagana 3. til 28. maí. Tilgangurinn er að fylgjast með þolmörkum íbúa gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu og eru niðurstöðurnar taldar endurspegla viðhorf íbúa höfuðborgarsvæðisins ágætlega. Svarendur að þessu sinni voru alls 2.392. Í könnuninni er spurt út í ýmsa þætti svo sem ónæði, heimagistingu, gestrisni, fjölda ferðamanna í miðborginni og fleira. Í niðurstöðunum kemur meðal annars fram að íbúar í miðborg Reykjavíkur verði meira varir við ónæði af hálfu heimagistingar við heimili sitt en íbúar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir það eru íbúar miðborgarinnar almennt jákvæðir í garð ferðamanna þegar á heildina er litið. Íbúar þessa borgarhverfis eru jafnframt örlítið jákvæðari nú en á síðustu tveimur árum, þó það sé ekki marktækur munur. Meirihluti svarenda telur fjölda ferðamanna í miðborg Reykjavíkur vera hæfilegan og eru fleiri þeirrar skoðunar nú en á síðustu árum. Sé einungis litið á svör íbúa miðborgarinnar telja rúmlega 70% að fjöldi ferðamanna sé hæfilegur yfir vetrarmánuðina en tæplega 62% telja hann hæfilegan yfir sumarmánuðina. Rúmlega 36% íbúa miðborgarinnar telja að fjöldinn yfir sumarmánuðina sé of mikill eða allt of mikill en á móti telja á milli 13% og 14% að hann sé of eða allt of lítill yfir vetrarmánuðina. Meirihluti svarenda, eða tæplega 58%, telur að verslun á höfuðborgarsvæðinu hafi eflst með auknum fjölda ferðamanna en færri eru þó þeirrar skoðunar nú en áður. Á milli 64% og 65% telja að framboð afþreyingar á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist með auknum fjölda ferðamanna og rétt yfir 40% telja að lífsgæði í sínu nærumhverfi hafi batnað nokkuð eða mikið með auknum fjölda ferðamanna. Rúmlega 53% telja íbúa á höfuðborgarsvæðinu mjög eða fremur gestrisna gagnvart erlendum ferðamönnum en tæplega 8% telja að íbúar séu fremur eða mjög ógestrisnir.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira