Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2019 12:15 Ein af Boeing 737 MAX 8-þotum Icelandair, en kyrrsetning vélanna hefur sett strik í reikning félagsins frá því í mars. Vísir/vilhelm Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu.Þetta kom fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, er hann og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, rökstuddu ákvörðun Seðlabankans um að lækka stýrivexti niður í 3,5 prósent, auk þess sem að þeir kynntu efni Peningamála.Í rökstuðningi peningastefnunefndar fyrir lækkun stýrivaxta kom fram að hagvaxtarhorfur fyrir næsta ár hafa versnað þar sem útlit sé fyrir að það taki ferðaþjónustuna lengri tíma að ná sér á strik eftir áföll ársins. WOW air hætti sem kunnugt er rekstri í vor og Icelandair hefur ekki getað tekið glænýjar 737 MAX-vélar sínar í vegna alþjóðlegs flugbanns á MAX-vélunum. Það hefur haft sitt að segja í rekstri félagsins.„Það sem af er þessu ári er ljóst að ferðamönnum er að fækka meira en við höfum gert ráð fyrir. Á öðrum ársfjórðungi var fækkunin komin í einhver 19 prósent,“ sagði Þórarinn. Það hafi meðal annars haft þau áhrif að útflutningur hafi dregist saman.„Meginástæðan fyrir þessum samdrætti var útflutt þjónusta sem dróst saman um næstum því átta prósent. Þar vegur þyngst þessi viðsnúningur í ferðaþjónustu sem var þegar farinn að sjást merki um á fyrsta ársfjórðungi, þó að WOW hafi ekki fallið fyrr en á öðrum ársfjórðungi. Það endurspeglar þá það WOW flugfélagið var þegar farið að draga mikið úr sínum umsvifum,“ sagði Þórarinn. Max-áhrifanna gætir á þessu ári og því næsta Það sem vegi þó upp á móti þessu væri að samsetning á þeim ferðamönnum sem hingað komi til lands hafi breyst að undanförnu. Þeir eyði meira en áður.„Til dæmis kortavelta á föstu verði í krónum talið er komin í einhver 20 prósent aukningu sem er náttúrulega gríðarlega mikið,“ sagði Þórarinn.Horfurnar fyrir árið í ár hafi hins vegar versnað.„Bæði endurspeglar það að fækkunin er meiri en við höfðum reiknað með og síðan eru horfurnar með hvernig Icelandair myndi taka þennan slaka hafa versnað. Þessar Max-flugvélar þeirra eru að koma síðar í notkun en við reiknuðum með. Þannig við erum að reikna með heldur meiri samdrætti í ferðaþjónustu í ár heldur en við gerðum í maíspánni okkar,“ sagði Þórarinn og nefndi töluna fimm prósent, í stað fjögur prósent áður.MAX-áhrifin myndu einnig hafa áhrif á efnahagshorfur fyrir næsta ár.„Þar erum við fyrst og fremst að meta það þannig að batinn í ferðaþjónustunni verði hægari heldur en við gerðum ráð fyrir, til dæmis vegna þess að þessar MAX-vélar komast ekki í notkun alveg strax á næsta ári,“ sagði Þórarinn. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans.Vísir/ÞÞVoru bjartsýnni síðast Á fundinum var hann spurður nánar út í það af hverju batinn í ferðaþjónustunni yrði hægari en áður var gert ráð fyrir, að mati Seðlabankans.„Það er rétt að við erum svartsýnni á það hversu hratt ferðaþjónustan mun vinda ofan af þessum áföllum sem dunið hafa yfir núna undanfarið. Stærsta ástæðan er einfaldlega að við erum búin að endurskoða hvenær þessar MAX-flugvélar taka til starfa. Við vorum bjartsýnni hvenær það myndi það gerast í maí, heldur en við erum núna.“Icelandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX-vélar verði teknar aftur í rekstur fyrir árslok en Boeing vinnur nú að því fá samþykki flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum fyrir því að fullnægjandi breytingar hafi verið gerðar á vélinni, svo aflétta megi flugbanni sem sett var á hana eftir tvö mannskæð flugslys. Boeing Icelandair Seðlabankinn Tengdar fréttir MAX-þoturnar ekki í notkun á þessu ári Icelandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX-vélar verði teknar aftur í rekstur fyrir árslok, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu. 16. ágúst 2019 19:23 Þjóðin stendur nú einkar vel að vígi Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og stjórnarformaður Icelandair Group, sér fyrir sér að bætur frá Boeing til flugfélagsins verði að hluta til í formi reiðufjár. Bílasala hefur ekki aukist þótt kjarasamningar séu í höfn og óviss varðandi WOW Air er frá. 28. ágúst 2019 09:45 Stýrivextir lækka í 3,5 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,5%. 28. ágúst 2019 08:58 Vilja meira en 115 milljónir dollara í bætur frá Boeing vegna MAX-vélanna Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys. 27. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu.Þetta kom fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, er hann og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, rökstuddu ákvörðun Seðlabankans um að lækka stýrivexti niður í 3,5 prósent, auk þess sem að þeir kynntu efni Peningamála.Í rökstuðningi peningastefnunefndar fyrir lækkun stýrivaxta kom fram að hagvaxtarhorfur fyrir næsta ár hafa versnað þar sem útlit sé fyrir að það taki ferðaþjónustuna lengri tíma að ná sér á strik eftir áföll ársins. WOW air hætti sem kunnugt er rekstri í vor og Icelandair hefur ekki getað tekið glænýjar 737 MAX-vélar sínar í vegna alþjóðlegs flugbanns á MAX-vélunum. Það hefur haft sitt að segja í rekstri félagsins.„Það sem af er þessu ári er ljóst að ferðamönnum er að fækka meira en við höfum gert ráð fyrir. Á öðrum ársfjórðungi var fækkunin komin í einhver 19 prósent,“ sagði Þórarinn. Það hafi meðal annars haft þau áhrif að útflutningur hafi dregist saman.„Meginástæðan fyrir þessum samdrætti var útflutt þjónusta sem dróst saman um næstum því átta prósent. Þar vegur þyngst þessi viðsnúningur í ferðaþjónustu sem var þegar farinn að sjást merki um á fyrsta ársfjórðungi, þó að WOW hafi ekki fallið fyrr en á öðrum ársfjórðungi. Það endurspeglar þá það WOW flugfélagið var þegar farið að draga mikið úr sínum umsvifum,“ sagði Þórarinn. Max-áhrifanna gætir á þessu ári og því næsta Það sem vegi þó upp á móti þessu væri að samsetning á þeim ferðamönnum sem hingað komi til lands hafi breyst að undanförnu. Þeir eyði meira en áður.„Til dæmis kortavelta á föstu verði í krónum talið er komin í einhver 20 prósent aukningu sem er náttúrulega gríðarlega mikið,“ sagði Þórarinn.Horfurnar fyrir árið í ár hafi hins vegar versnað.„Bæði endurspeglar það að fækkunin er meiri en við höfðum reiknað með og síðan eru horfurnar með hvernig Icelandair myndi taka þennan slaka hafa versnað. Þessar Max-flugvélar þeirra eru að koma síðar í notkun en við reiknuðum með. Þannig við erum að reikna með heldur meiri samdrætti í ferðaþjónustu í ár heldur en við gerðum í maíspánni okkar,“ sagði Þórarinn og nefndi töluna fimm prósent, í stað fjögur prósent áður.MAX-áhrifin myndu einnig hafa áhrif á efnahagshorfur fyrir næsta ár.„Þar erum við fyrst og fremst að meta það þannig að batinn í ferðaþjónustunni verði hægari heldur en við gerðum ráð fyrir, til dæmis vegna þess að þessar MAX-vélar komast ekki í notkun alveg strax á næsta ári,“ sagði Þórarinn. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans.Vísir/ÞÞVoru bjartsýnni síðast Á fundinum var hann spurður nánar út í það af hverju batinn í ferðaþjónustunni yrði hægari en áður var gert ráð fyrir, að mati Seðlabankans.„Það er rétt að við erum svartsýnni á það hversu hratt ferðaþjónustan mun vinda ofan af þessum áföllum sem dunið hafa yfir núna undanfarið. Stærsta ástæðan er einfaldlega að við erum búin að endurskoða hvenær þessar MAX-flugvélar taka til starfa. Við vorum bjartsýnni hvenær það myndi það gerast í maí, heldur en við erum núna.“Icelandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX-vélar verði teknar aftur í rekstur fyrir árslok en Boeing vinnur nú að því fá samþykki flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum fyrir því að fullnægjandi breytingar hafi verið gerðar á vélinni, svo aflétta megi flugbanni sem sett var á hana eftir tvö mannskæð flugslys.
Boeing Icelandair Seðlabankinn Tengdar fréttir MAX-þoturnar ekki í notkun á þessu ári Icelandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX-vélar verði teknar aftur í rekstur fyrir árslok, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu. 16. ágúst 2019 19:23 Þjóðin stendur nú einkar vel að vígi Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og stjórnarformaður Icelandair Group, sér fyrir sér að bætur frá Boeing til flugfélagsins verði að hluta til í formi reiðufjár. Bílasala hefur ekki aukist þótt kjarasamningar séu í höfn og óviss varðandi WOW Air er frá. 28. ágúst 2019 09:45 Stýrivextir lækka í 3,5 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,5%. 28. ágúst 2019 08:58 Vilja meira en 115 milljónir dollara í bætur frá Boeing vegna MAX-vélanna Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys. 27. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
MAX-þoturnar ekki í notkun á þessu ári Icelandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX-vélar verði teknar aftur í rekstur fyrir árslok, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu. 16. ágúst 2019 19:23
Þjóðin stendur nú einkar vel að vígi Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og stjórnarformaður Icelandair Group, sér fyrir sér að bætur frá Boeing til flugfélagsins verði að hluta til í formi reiðufjár. Bílasala hefur ekki aukist þótt kjarasamningar séu í höfn og óviss varðandi WOW Air er frá. 28. ágúst 2019 09:45
Stýrivextir lækka í 3,5 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,5%. 28. ágúst 2019 08:58
Vilja meira en 115 milljónir dollara í bætur frá Boeing vegna MAX-vélanna Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys. 27. ágúst 2019 22:00