Heimilin sækja frekar í breytilega vexti Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 28. ágúst 2019 07:00 Mikill meirihluti nýrra óverðtryggðra útlána banka er nú á breytilegum vöxtum. Vísir/Vilhelm Á síðustu mánuðum hefur hlutfall lána á breytilegum óverðtryggðum vöxtum aukist verulega og fastir vextir hafa gefið hratt eftir. Sérfræðingur hjá Arion banka segir að með fleiri lán á breytilegum vöxtum sé seðlabankinn í betri stöðu til að ýta undir hagvöxt með beitingu stýrivaxta. „Því fleiri heimili sem velja breytilega vexti umfram fasta vexti, þeim mun meiri áhrif hafa vaxtaákvarðanir Seðlabankans á heimilisbókhaldið. Seðlabankinn er þannig í betri stöðu til að kæla hagkerfið eða ýta undir hagvöxt,“ segir Gunnar Bjarni Viðarsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, í samtali við Markaðinn. Frá því að lífskjarasamningurinn var undirritaður í byrjun apríl og út júlímánuð hafa ný óverðtryggð útlán íslensku viðskiptabankanna numið tæplega 26,6 milljónum króna og þar af voru 21,2 milljarðar á breytilegum vöxtum. Hlutfall breytilegra vaxta nam því 79,8 prósentum á tímabilinu. Ef horft er til síðustu sex mánaðanna fyrir lífskjarasamninginn námu útlánin 59,1 milljarði króna og þar af voru 46 milljarðar á föstum vöxtum, eða um 77,9 prósent af heildinni. Þannig hafa hlutföllin á milli lána á breytilegum og föstum vöxtum snúist við í kringum undirritun kjarasamninga í vor. Fastir vextir voru mun vinsælli valkostur framan af vetri eða allt þangað til í febrúar þegar hlutfallið varð jafnt. Það hélst nokkuð jafnt fram í maí þegar eftirspurn eftir breytilegum vöxtum jókst til muna.Grafík/FréttablaðiðMunurinn var sérstaklega mikill í júní og júlí en þá námu ný óverðtryggð útlán á breytilegum vöxtum samtals 12,4 milljörðum. Fjárhæð sömu lána á föstum vöxtum var neikvæð um 380 milljónir á tímabilinu sem þýðir að uppgreiðsla slíkra lána var meiri en lántaka. Það hefur ekki gerst síðan sumarið 2017. Gunnar Bjarni segir að gangur hagkerfisins síðustu misseri geti skýrt þennan viðsnúning að einhverju leyti. „Mig grunar að umræðan eftir fall WOW og undirritun lífskjarasamningsins, og væntingar um lækkandi stýrivexti hafi ýtt við fólki til að taka breytilega vexti frekar en fasta,“ segir Gunnar Bjarni. „Sem er alls ekki óskynsamlegt í umhverfinu sem við erum í núna. Greiningardeildir bankanna hafa allir spáð því að Seðlabankinn muni lækka um 25 punkta og miðað við umræðuna er ekki skrýtið að fólk sé að velja breytilega vexti umfram fasta,“ segir hann en í dag kynnir Seðlabankinn vaxtaákvörðun sína. Gunnar Bjarni bætir við að eftir veikingu krónunnar í vetur hafi gengið róast og haldist á stöðugu verðbili síðan kjarasamningar voru undirritaðir. Stöðugt gengi geti hafa róað lántakendur. Þá segir hann að tölurnar bendi til þess að heimilin fylgist náið með gangi hagkerfisins. Mjög jákvætt sé að umræðan og væntingar um þróun vaxta hafi áhrif á ákvarðanir heimilanna. „Síðan verður áhugavert hvernig þróunin verður næstu misseri. Með hverri lækkun stýrivaxta minnka líkur á frekari lækkunum. Fastir vextir lækka væntanlega einnig með lækkun stýrivaxta sem ætti að auka hvata til að festa vexti á ný.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Á síðustu mánuðum hefur hlutfall lána á breytilegum óverðtryggðum vöxtum aukist verulega og fastir vextir hafa gefið hratt eftir. Sérfræðingur hjá Arion banka segir að með fleiri lán á breytilegum vöxtum sé seðlabankinn í betri stöðu til að ýta undir hagvöxt með beitingu stýrivaxta. „Því fleiri heimili sem velja breytilega vexti umfram fasta vexti, þeim mun meiri áhrif hafa vaxtaákvarðanir Seðlabankans á heimilisbókhaldið. Seðlabankinn er þannig í betri stöðu til að kæla hagkerfið eða ýta undir hagvöxt,“ segir Gunnar Bjarni Viðarsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, í samtali við Markaðinn. Frá því að lífskjarasamningurinn var undirritaður í byrjun apríl og út júlímánuð hafa ný óverðtryggð útlán íslensku viðskiptabankanna numið tæplega 26,6 milljónum króna og þar af voru 21,2 milljarðar á breytilegum vöxtum. Hlutfall breytilegra vaxta nam því 79,8 prósentum á tímabilinu. Ef horft er til síðustu sex mánaðanna fyrir lífskjarasamninginn námu útlánin 59,1 milljarði króna og þar af voru 46 milljarðar á föstum vöxtum, eða um 77,9 prósent af heildinni. Þannig hafa hlutföllin á milli lána á breytilegum og föstum vöxtum snúist við í kringum undirritun kjarasamninga í vor. Fastir vextir voru mun vinsælli valkostur framan af vetri eða allt þangað til í febrúar þegar hlutfallið varð jafnt. Það hélst nokkuð jafnt fram í maí þegar eftirspurn eftir breytilegum vöxtum jókst til muna.Grafík/FréttablaðiðMunurinn var sérstaklega mikill í júní og júlí en þá námu ný óverðtryggð útlán á breytilegum vöxtum samtals 12,4 milljörðum. Fjárhæð sömu lána á föstum vöxtum var neikvæð um 380 milljónir á tímabilinu sem þýðir að uppgreiðsla slíkra lána var meiri en lántaka. Það hefur ekki gerst síðan sumarið 2017. Gunnar Bjarni segir að gangur hagkerfisins síðustu misseri geti skýrt þennan viðsnúning að einhverju leyti. „Mig grunar að umræðan eftir fall WOW og undirritun lífskjarasamningsins, og væntingar um lækkandi stýrivexti hafi ýtt við fólki til að taka breytilega vexti frekar en fasta,“ segir Gunnar Bjarni. „Sem er alls ekki óskynsamlegt í umhverfinu sem við erum í núna. Greiningardeildir bankanna hafa allir spáð því að Seðlabankinn muni lækka um 25 punkta og miðað við umræðuna er ekki skrýtið að fólk sé að velja breytilega vexti umfram fasta,“ segir hann en í dag kynnir Seðlabankinn vaxtaákvörðun sína. Gunnar Bjarni bætir við að eftir veikingu krónunnar í vetur hafi gengið róast og haldist á stöðugu verðbili síðan kjarasamningar voru undirritaðir. Stöðugt gengi geti hafa róað lántakendur. Þá segir hann að tölurnar bendi til þess að heimilin fylgist náið með gangi hagkerfisins. Mjög jákvætt sé að umræðan og væntingar um þróun vaxta hafi áhrif á ákvarðanir heimilanna. „Síðan verður áhugavert hvernig þróunin verður næstu misseri. Með hverri lækkun stýrivaxta minnka líkur á frekari lækkunum. Fastir vextir lækka væntanlega einnig með lækkun stýrivaxta sem ætti að auka hvata til að festa vexti á ný.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira