Erlent

Útlit fyrir að mikill fjöldi dragi framboð sitt til baka

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Nokkur hiti var í fyrri kappræðum.
Nokkur hiti var í fyrri kappræðum. Nordicphotos/AFP
Einungis helmingur þeirra tuttugu helstu frambjóðenda sem berjast um útnefningu bandarískra Demókrata til forsetaframboðs hefur uppfyllt þær kröfur sem þarf til þess að fá pláss í næstu kappræðum. Búast má við því að þeir tíu frambjóðendur sem virðast ekki ætla að ná inn dragi flestir framboð sitt til baka ef skilyrðin eru ekki uppfyllt. Kappræðurnar fara fram þann 12. september.

Listinn yfir frambjóðendur sem hafa tryggt sér pláss kemur lítið á óvart. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, hefur mælst með forskot í öllum könnunum á landsvísu. Öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren berjast svo um annað sætið. Að auki má nefna Cory Booker, Kamala Harris og Amy Klobuchar, einnig öldungadeildarþingmenn, Pete Buttigieg borgarstjóra, Beto O’Rourke og Julián Castro, fyrrverandi þingmenn, og athafnamanninn Andrew Yang.

Athygli vekur að Kirsten Gillibrand öldungadeildarþingmaður er fjarri því að uppfylla kappræðuskilyrðin. Það er Bill de Blasio, borgarstjóri New York, einnig.

Könnun sem Politico birti á mánudag sýndi Biden með 33 prósent, Sanders tuttugu, Warren fimmtán, Harris átta og Buttigieg fimm. Aðrir höfðu minna fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×