Farþegum fjölgaði hjá Strætó og taprekstur minnkar Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2019 21:22 Strætó bs. hyggst fjárfesta í nýjum vögnum á næsta ári Vísir/vilhelm Farþegafjöldi hjá Strætó bs. jókst um sex prósent á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Strætó bs. fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Þar kemur fram að rekstrarafkoma tímabilsins hafi verið í samræmi við áætlun og að rekstrartekjur hafi verið heldur hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þar hafði meðal annars áhrif að fargjaldatekjur voru hærri en upphaflega reiknað var með, eða um níu prósent hærri á fyrri helmingi þessa árs samanborið við árið 2018. Á móti kom að rekstrarkostnaður Strætó var hærri en áætlun gerði ráð fyrir og vegur þar hærri olíukostnaður og hærri kostnaður við akstur verktaka þyngst samkvæmt uppgjörinu. Þar kemur jafnframt fram að gengið hafi verið frá sölu á fasteign Strætó í Mjódd í júní síðastliðnum og var söluandvirðið hundrað milljónir króna. Þar af nam söluhagnaður félagsins um fimm milljónum króna. Fargjaldatekjur dekkuðu um 28 prósent af heildarrekstrarkostnaði Strætó á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu en hlutfallið var 27,2 prósent á sama tíma í fyrra. Félagið skilaði tæplega 110 milljón króna tapi á fyrri helmingi þessa árs en það er um sautján milljónum króna minna tap en á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Strætó Tengdar fréttir Íbúar í Skerjafirði ósáttir við að yngstu nemendur ferðist með strætó Reykjavíkurborg hyggst spara sextán milljónir króna með því að hætta skólaakstri við þrjá af grunnskólum borgarinnar. 14. ágúst 2019 20:00 Ný strætóleið milli BSÍ og HR Strætó hefur tekið upp nýja strætisvagnaleið milli Háskólans í Reykjavík og BSÍ. 19. ágúst 2019 07:30 Stafræn biðskýli að spretta upp Vinna er hafin við að skipta út biðskýlum í Reykjavík og eru fyrstu tvö komin upp við Kringlumýrarbraut og Faxafen. Hin nýju biðskýli eru stafræn og verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætisvagna á að minnsta kosti 50 staðsetningum í borginni. 19. ágúst 2019 09:33 Fleiri vagnar settir í umferð vegna mikillar aðsóknar í Strætó Þeir borgarbúar sem ætla sér að nýta frítt í Strætó í dag þurfa ekki að örvænta þó fullt sé í vagna. 24. ágúst 2019 15:38 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Verksmiðjan fari ekki af stað á næstu dögum eða vikum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verksmiðjan fari ekki af stað á næstu dögum eða vikum Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Farþegafjöldi hjá Strætó bs. jókst um sex prósent á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Strætó bs. fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Þar kemur fram að rekstrarafkoma tímabilsins hafi verið í samræmi við áætlun og að rekstrartekjur hafi verið heldur hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þar hafði meðal annars áhrif að fargjaldatekjur voru hærri en upphaflega reiknað var með, eða um níu prósent hærri á fyrri helmingi þessa árs samanborið við árið 2018. Á móti kom að rekstrarkostnaður Strætó var hærri en áætlun gerði ráð fyrir og vegur þar hærri olíukostnaður og hærri kostnaður við akstur verktaka þyngst samkvæmt uppgjörinu. Þar kemur jafnframt fram að gengið hafi verið frá sölu á fasteign Strætó í Mjódd í júní síðastliðnum og var söluandvirðið hundrað milljónir króna. Þar af nam söluhagnaður félagsins um fimm milljónum króna. Fargjaldatekjur dekkuðu um 28 prósent af heildarrekstrarkostnaði Strætó á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu en hlutfallið var 27,2 prósent á sama tíma í fyrra. Félagið skilaði tæplega 110 milljón króna tapi á fyrri helmingi þessa árs en það er um sautján milljónum króna minna tap en á fyrstu sex mánuðum síðasta árs.
Strætó Tengdar fréttir Íbúar í Skerjafirði ósáttir við að yngstu nemendur ferðist með strætó Reykjavíkurborg hyggst spara sextán milljónir króna með því að hætta skólaakstri við þrjá af grunnskólum borgarinnar. 14. ágúst 2019 20:00 Ný strætóleið milli BSÍ og HR Strætó hefur tekið upp nýja strætisvagnaleið milli Háskólans í Reykjavík og BSÍ. 19. ágúst 2019 07:30 Stafræn biðskýli að spretta upp Vinna er hafin við að skipta út biðskýlum í Reykjavík og eru fyrstu tvö komin upp við Kringlumýrarbraut og Faxafen. Hin nýju biðskýli eru stafræn og verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætisvagna á að minnsta kosti 50 staðsetningum í borginni. 19. ágúst 2019 09:33 Fleiri vagnar settir í umferð vegna mikillar aðsóknar í Strætó Þeir borgarbúar sem ætla sér að nýta frítt í Strætó í dag þurfa ekki að örvænta þó fullt sé í vagna. 24. ágúst 2019 15:38 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Verksmiðjan fari ekki af stað á næstu dögum eða vikum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verksmiðjan fari ekki af stað á næstu dögum eða vikum Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Íbúar í Skerjafirði ósáttir við að yngstu nemendur ferðist með strætó Reykjavíkurborg hyggst spara sextán milljónir króna með því að hætta skólaakstri við þrjá af grunnskólum borgarinnar. 14. ágúst 2019 20:00
Ný strætóleið milli BSÍ og HR Strætó hefur tekið upp nýja strætisvagnaleið milli Háskólans í Reykjavík og BSÍ. 19. ágúst 2019 07:30
Stafræn biðskýli að spretta upp Vinna er hafin við að skipta út biðskýlum í Reykjavík og eru fyrstu tvö komin upp við Kringlumýrarbraut og Faxafen. Hin nýju biðskýli eru stafræn og verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætisvagna á að minnsta kosti 50 staðsetningum í borginni. 19. ágúst 2019 09:33
Fleiri vagnar settir í umferð vegna mikillar aðsóknar í Strætó Þeir borgarbúar sem ætla sér að nýta frítt í Strætó í dag þurfa ekki að örvænta þó fullt sé í vagna. 24. ágúst 2019 15:38