"Réttlætið hefur aldrei fengið að sigra í þessu máli“ Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2019 20:16 Epstein (f.m.) þegar hann var handtekinn á Flórída árið 2008. Hann átti yfir höfði sér lífstíðarfangelsi fyrir brotin sem hann var sakaður um en saksóknarar felldu niður ítarlega ákæru gegn honum. AP/Uma Sanghvi/Palm Beach Post Konur sem saka látna auðkýfinginn Jeffrey Epstein um kynferðislega misnotkun telja sumar að hann hafi komist undan réttlætinu með því að fremja sjálfsvíg en konurnar gáfu skýrslu fyrir dómstól í Manhattan í dag. Um fimmtán konur tjáðu sig um meint brot Epstein en líkur eru taldar á því að málinu verði vísað frá í kjölfar andláts hans. Saksóknarar hafa þó gefið út að rannsóknin á málum Epstein haldi áfram og að ákærur geti enn verið gefnar út á hendur samverkamanna hans. „Ég er mjög reið og sorgmædd. Réttlætið hefur aldrei fengið að sigra í þessu máli,“ sagði Courtney Wild, sem hefur sakað Epstein um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var fjórtán ára gömul. Wild sem segir að hún hafi verið ráðin sem nuddari í einkaþotu Epstein sem var gjarnan titluð „Lolita Express,“ kallaði hann „hugleysingja“ sem hafi tekist að „hagræða dómskerfinu okkar.“ Sjá einnig: Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Jennifer Araoz, sem hefur sakað Epstein um að nauðga sér þegar hún var fimmtán ára gömul sagði fyrir framan réttinn að Epstein hafi „rænt mig draumum mínum og möguleikanum til að sækjast eftir þeim starfsferil sem ég dýrkaði.“ „Sú staðreynd að ég mun aldrei eiga þess möguleika að mæta árásarmanni mínum í dómssal étur mig að innan. Þau leyfðu þessum manni að drepa sig og drepa um leið möguleika margra á að fá réttlætinu fullnægt,“ sagði Araoz jafnframt. Talinn hafa framið sjálfsvíg Dánardómstjóri hefur úrskurðað að Epstein hafi framið sjálfsvíg fyrr í mánuðinum þegar hann fannst meðvitundarlaus í fangaklefa sínum. Auðkýfingurinn, sem var ákærður fyrir mansal á ungum stúlkum, beið málsmeðferðar þegar hann fannst látinn í fangaklefa sínum þann 10. ágúst síðastliðinn. Andlát Epstein bar að daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur Epstein og samverkamanna hans voru birtar. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45 Barnaníð í Frakklandi rannsökuð í tengslum við Epstein Aðalsaksóknari Parísar tilkynnti í dag að embættið hyggðist opna rannsókn á kynferðisbrotum gegn ólögráða einstaklingum í tengslum við Jeffrey Epstein. 23. ágúst 2019 18:17 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Andrés prins segist ekki hafa vitað af glæpum Epstein Í yfirlýsingunni segist Andrés koma ýmsum hlutum á hreint varðandi samband sitt við Epstein. 24. ágúst 2019 13:56 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira
Konur sem saka látna auðkýfinginn Jeffrey Epstein um kynferðislega misnotkun telja sumar að hann hafi komist undan réttlætinu með því að fremja sjálfsvíg en konurnar gáfu skýrslu fyrir dómstól í Manhattan í dag. Um fimmtán konur tjáðu sig um meint brot Epstein en líkur eru taldar á því að málinu verði vísað frá í kjölfar andláts hans. Saksóknarar hafa þó gefið út að rannsóknin á málum Epstein haldi áfram og að ákærur geti enn verið gefnar út á hendur samverkamanna hans. „Ég er mjög reið og sorgmædd. Réttlætið hefur aldrei fengið að sigra í þessu máli,“ sagði Courtney Wild, sem hefur sakað Epstein um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var fjórtán ára gömul. Wild sem segir að hún hafi verið ráðin sem nuddari í einkaþotu Epstein sem var gjarnan titluð „Lolita Express,“ kallaði hann „hugleysingja“ sem hafi tekist að „hagræða dómskerfinu okkar.“ Sjá einnig: Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Jennifer Araoz, sem hefur sakað Epstein um að nauðga sér þegar hún var fimmtán ára gömul sagði fyrir framan réttinn að Epstein hafi „rænt mig draumum mínum og möguleikanum til að sækjast eftir þeim starfsferil sem ég dýrkaði.“ „Sú staðreynd að ég mun aldrei eiga þess möguleika að mæta árásarmanni mínum í dómssal étur mig að innan. Þau leyfðu þessum manni að drepa sig og drepa um leið möguleika margra á að fá réttlætinu fullnægt,“ sagði Araoz jafnframt. Talinn hafa framið sjálfsvíg Dánardómstjóri hefur úrskurðað að Epstein hafi framið sjálfsvíg fyrr í mánuðinum þegar hann fannst meðvitundarlaus í fangaklefa sínum. Auðkýfingurinn, sem var ákærður fyrir mansal á ungum stúlkum, beið málsmeðferðar þegar hann fannst látinn í fangaklefa sínum þann 10. ágúst síðastliðinn. Andlát Epstein bar að daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur Epstein og samverkamanna hans voru birtar. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45 Barnaníð í Frakklandi rannsökuð í tengslum við Epstein Aðalsaksóknari Parísar tilkynnti í dag að embættið hyggðist opna rannsókn á kynferðisbrotum gegn ólögráða einstaklingum í tengslum við Jeffrey Epstein. 23. ágúst 2019 18:17 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Andrés prins segist ekki hafa vitað af glæpum Epstein Í yfirlýsingunni segist Andrés koma ýmsum hlutum á hreint varðandi samband sitt við Epstein. 24. ágúst 2019 13:56 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Sjá meira
Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45
Barnaníð í Frakklandi rannsökuð í tengslum við Epstein Aðalsaksóknari Parísar tilkynnti í dag að embættið hyggðist opna rannsókn á kynferðisbrotum gegn ólögráða einstaklingum í tengslum við Jeffrey Epstein. 23. ágúst 2019 18:17
FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48
Andrés prins segist ekki hafa vitað af glæpum Epstein Í yfirlýsingunni segist Andrés koma ýmsum hlutum á hreint varðandi samband sitt við Epstein. 24. ágúst 2019 13:56