"Réttlætið hefur aldrei fengið að sigra í þessu máli“ Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2019 20:16 Epstein (f.m.) þegar hann var handtekinn á Flórída árið 2008. Hann átti yfir höfði sér lífstíðarfangelsi fyrir brotin sem hann var sakaður um en saksóknarar felldu niður ítarlega ákæru gegn honum. AP/Uma Sanghvi/Palm Beach Post Konur sem saka látna auðkýfinginn Jeffrey Epstein um kynferðislega misnotkun telja sumar að hann hafi komist undan réttlætinu með því að fremja sjálfsvíg en konurnar gáfu skýrslu fyrir dómstól í Manhattan í dag. Um fimmtán konur tjáðu sig um meint brot Epstein en líkur eru taldar á því að málinu verði vísað frá í kjölfar andláts hans. Saksóknarar hafa þó gefið út að rannsóknin á málum Epstein haldi áfram og að ákærur geti enn verið gefnar út á hendur samverkamanna hans. „Ég er mjög reið og sorgmædd. Réttlætið hefur aldrei fengið að sigra í þessu máli,“ sagði Courtney Wild, sem hefur sakað Epstein um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var fjórtán ára gömul. Wild sem segir að hún hafi verið ráðin sem nuddari í einkaþotu Epstein sem var gjarnan titluð „Lolita Express,“ kallaði hann „hugleysingja“ sem hafi tekist að „hagræða dómskerfinu okkar.“ Sjá einnig: Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Jennifer Araoz, sem hefur sakað Epstein um að nauðga sér þegar hún var fimmtán ára gömul sagði fyrir framan réttinn að Epstein hafi „rænt mig draumum mínum og möguleikanum til að sækjast eftir þeim starfsferil sem ég dýrkaði.“ „Sú staðreynd að ég mun aldrei eiga þess möguleika að mæta árásarmanni mínum í dómssal étur mig að innan. Þau leyfðu þessum manni að drepa sig og drepa um leið möguleika margra á að fá réttlætinu fullnægt,“ sagði Araoz jafnframt. Talinn hafa framið sjálfsvíg Dánardómstjóri hefur úrskurðað að Epstein hafi framið sjálfsvíg fyrr í mánuðinum þegar hann fannst meðvitundarlaus í fangaklefa sínum. Auðkýfingurinn, sem var ákærður fyrir mansal á ungum stúlkum, beið málsmeðferðar þegar hann fannst látinn í fangaklefa sínum þann 10. ágúst síðastliðinn. Andlát Epstein bar að daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur Epstein og samverkamanna hans voru birtar. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45 Barnaníð í Frakklandi rannsökuð í tengslum við Epstein Aðalsaksóknari Parísar tilkynnti í dag að embættið hyggðist opna rannsókn á kynferðisbrotum gegn ólögráða einstaklingum í tengslum við Jeffrey Epstein. 23. ágúst 2019 18:17 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Andrés prins segist ekki hafa vitað af glæpum Epstein Í yfirlýsingunni segist Andrés koma ýmsum hlutum á hreint varðandi samband sitt við Epstein. 24. ágúst 2019 13:56 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Konur sem saka látna auðkýfinginn Jeffrey Epstein um kynferðislega misnotkun telja sumar að hann hafi komist undan réttlætinu með því að fremja sjálfsvíg en konurnar gáfu skýrslu fyrir dómstól í Manhattan í dag. Um fimmtán konur tjáðu sig um meint brot Epstein en líkur eru taldar á því að málinu verði vísað frá í kjölfar andláts hans. Saksóknarar hafa þó gefið út að rannsóknin á málum Epstein haldi áfram og að ákærur geti enn verið gefnar út á hendur samverkamanna hans. „Ég er mjög reið og sorgmædd. Réttlætið hefur aldrei fengið að sigra í þessu máli,“ sagði Courtney Wild, sem hefur sakað Epstein um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var fjórtán ára gömul. Wild sem segir að hún hafi verið ráðin sem nuddari í einkaþotu Epstein sem var gjarnan titluð „Lolita Express,“ kallaði hann „hugleysingja“ sem hafi tekist að „hagræða dómskerfinu okkar.“ Sjá einnig: Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Jennifer Araoz, sem hefur sakað Epstein um að nauðga sér þegar hún var fimmtán ára gömul sagði fyrir framan réttinn að Epstein hafi „rænt mig draumum mínum og möguleikanum til að sækjast eftir þeim starfsferil sem ég dýrkaði.“ „Sú staðreynd að ég mun aldrei eiga þess möguleika að mæta árásarmanni mínum í dómssal étur mig að innan. Þau leyfðu þessum manni að drepa sig og drepa um leið möguleika margra á að fá réttlætinu fullnægt,“ sagði Araoz jafnframt. Talinn hafa framið sjálfsvíg Dánardómstjóri hefur úrskurðað að Epstein hafi framið sjálfsvíg fyrr í mánuðinum þegar hann fannst meðvitundarlaus í fangaklefa sínum. Auðkýfingurinn, sem var ákærður fyrir mansal á ungum stúlkum, beið málsmeðferðar þegar hann fannst látinn í fangaklefa sínum þann 10. ágúst síðastliðinn. Andlát Epstein bar að daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur Epstein og samverkamanna hans voru birtar. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45 Barnaníð í Frakklandi rannsökuð í tengslum við Epstein Aðalsaksóknari Parísar tilkynnti í dag að embættið hyggðist opna rannsókn á kynferðisbrotum gegn ólögráða einstaklingum í tengslum við Jeffrey Epstein. 23. ágúst 2019 18:17 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Andrés prins segist ekki hafa vitað af glæpum Epstein Í yfirlýsingunni segist Andrés koma ýmsum hlutum á hreint varðandi samband sitt við Epstein. 24. ágúst 2019 13:56 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45
Barnaníð í Frakklandi rannsökuð í tengslum við Epstein Aðalsaksóknari Parísar tilkynnti í dag að embættið hyggðist opna rannsókn á kynferðisbrotum gegn ólögráða einstaklingum í tengslum við Jeffrey Epstein. 23. ágúst 2019 18:17
FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48
Andrés prins segist ekki hafa vitað af glæpum Epstein Í yfirlýsingunni segist Andrés koma ýmsum hlutum á hreint varðandi samband sitt við Epstein. 24. ágúst 2019 13:56