Íslenski boltinn

Sjáðu markasúpuna úr leikjum gærdagsins í Pepsi Max-deild karla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thomas Mikkelsen skorar gegn FH í gærkvöldi.
Thomas Mikkelsen skorar gegn FH í gærkvöldi. vísir/skjáskot
Það var mikið fjör í þeim þremur leikjum sem fóru fram í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi en fimmtán mörk voru skoruð í leikjunum þremur.

Flest mörkin komu í Krikanum þar sem Breiðablik ríghélt í 2. sætið með 4-2 sigri á FH. FH komst í 2-0 í leiknum en gestirnir úr Kópavogi komu til baka.

Valur og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í afar fjörugum leik þar sem mikið gekk á. Umdeilt mark var dæmt af Stjörnunni en nánar má lesa um það hér að neðan.

Í Árbænum vann Fylkir mikilvægan sigur á spútnikliði HK en sigurmarkið skoraði Geoffrey Castillion hálftíma fyrir leikslok.

Öll mörkin úr leikjunum þremur má sjá hér að neðan.








Tengdar fréttir

Pepsi Max-mörkin: Ég hef aldrei séð svona áður

Ótrúleg uppákoma átti sér stað á Hlíðarenda í gær er Stjarnan skoraði mark sem síðan var tekið af liðinu eftir að Valur hafði tekið upphafsspyrnu. Ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×