Erlent

Ætlar ekki að þiggja aðstoð G7-ríkja fyrr en Macron biðst afsökunar

Birgir Olgeirsson skrifar
Bolsonaro segist hafa móðgast þegar Emmanuel Macron kallaði hann lygara.
Bolsonaro segist hafa móðgast þegar Emmanuel Macron kallaði hann lygara. Vísir/EPA
Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, ætlar ekki að þiggja aðstoð G7-ríkjanna við að ráða niðurlögum skógarelda í Amazon-frumskóginum fyrr en hann fær afsökunarbeiðni frá forseta Frakklands.

Bolsonaro segist hafa móðgast þegar Emmanuel Macron kallaði hann lygara. Macron hefur sakað Bolsonaro um lygar þegar Bolsonaro talar um að vilja berjast gegn loftslagsbreytingum.

Macron tilkynnti eftir fund G7-ríkjanna að stjórnvöld þeirra væru tilbúin að reiða fram 22 milljónir dollara í hjálparstarf til Brasilíu.

Gervitunglamyndir hafa sýnt að fjöldi skógarelda í Brasilíu hefur aldrei verið meiri, flestir af þeim eru í Amazon-regnskóginum.

Bolsonaro hafði áður látið hafa eftir sér að Brasilía þyrfti ekki á aðstoð að halda og sakaði erlend ríki um á seilast eftir yfirráðum yfir Amazon-frumskóginum.

Macron sagði í síðustu viku að Bolsonaro hefði logið að honum á G20-leiðtogafundinum í Osaka í Japan í júní síðastliðnum með því að virða ekki alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum.

Sagði Macron að Frakkar myndu ekki staðfesta fríverslunarsamning við ríki Suður-Ameríku nema Brasilía myndi gera meira til að ráða niðurlögum elda í Amazon-regnskóginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×