CNN fjallar um sakbitna sælu höfuðborgarbúa og sumarhitann á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2019 13:50 Miðbærinn hefur iðað af lífi í sólinni. Vísir/Vilhelm Á vef bandaríska fréttamiðilsins CNN má finna nokkuð ítarlega grein um sumarhitann á suðvesturhorni Íslands þetta sumarið, sem og áhrif loftslagsbreytinga á íslenska jökla. Rætt er við sakbitinn höfuðborgarbúa sem nýtur sumarhitans á sama tíma og áhyggjur af áhrifum hlýnunar jarðar eru alltaf handan við hornið. „Ég er í garðinum að svitna í 20 stiga hita á miðnætti og ég finn fyrir sakbitinni sælu þar sem ég veit að þetta er ekki gott, en á sama tíma vil ég njóta þess,“ segir Helga Ögmundardóttir við fréttamann CNN. Í fréttinni segir að hún sé ekki vön því að geta setið á svölunum heima hjá sér án þess að hafa teppi við hönd, í sumar hafi hún hins vegar getað notið þess í stuttermabol. Íbúar á Suðvesturhorninu hafa ekki farið varhluta af veðurblíðunni sem þar hefur verið lengst af sumri. Júlí var hlýjasti mánuður í sögu hitamælina í höfuðborginni. Apríl, maí og júní voru einnig óvanalega þurrir og hlýir að því er vitnað í upplýsingar frá Veðurstofu Íslands í frétt CNN. Í fréttinni er minnst á nýlega jarðarför jökulsins Oks og sýndur samanburðarloftmynd sem sýnir muninn á ástandi jöklanna í grennd við OK frá árinu 1986 til ársins í ár. Munurinn er sláandi. Haft er eftir Helgu að Íslendingar séu vanir því að náttúra landsins sé síbreytileg. Það sé hluti af því að búa á Íslandi. „En hraðinn nú, það er alveg nýtt,“ segir Helga. Hopandi jöklar, nýjar skordýrategundir og meiri hiti geri það að verkum að áhrif hlýnun jarðar á Íslandi séu augljós.Farið er um víðan völl í fréttinni sem lesa má hér, auk þess sem að henni fylgir viðtal Christiane Amanpour við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, þar sem þær fara í sameiningu yfir feril Katrínar í stjórnmálum. Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Júlí mánuður í Reykjavík stefnir í að verða sá hlýjasti sem vitað er um Hlýjar nætur og hagstæð átt ráða þar mestu um. 30. júlí 2019 15:06 Sorg í hjarta en þó líka von í brjóstum á Oki Jökullinn Ok var í gær kvaddur með táknrænum hætti er minnismerki var komið þar fyrir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir athöfnina hafa sent þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun eigi sér stað. 19. ágúst 2019 06:30 Jörðin lifir af en mannfólkið ekki Það eru engin mannréttindi eftir til að berjast fyrir ef mannskepnunnar nýtur ekki lengur við á jörðinni. Þetta segir aðalframkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International. 25. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Á vef bandaríska fréttamiðilsins CNN má finna nokkuð ítarlega grein um sumarhitann á suðvesturhorni Íslands þetta sumarið, sem og áhrif loftslagsbreytinga á íslenska jökla. Rætt er við sakbitinn höfuðborgarbúa sem nýtur sumarhitans á sama tíma og áhyggjur af áhrifum hlýnunar jarðar eru alltaf handan við hornið. „Ég er í garðinum að svitna í 20 stiga hita á miðnætti og ég finn fyrir sakbitinni sælu þar sem ég veit að þetta er ekki gott, en á sama tíma vil ég njóta þess,“ segir Helga Ögmundardóttir við fréttamann CNN. Í fréttinni segir að hún sé ekki vön því að geta setið á svölunum heima hjá sér án þess að hafa teppi við hönd, í sumar hafi hún hins vegar getað notið þess í stuttermabol. Íbúar á Suðvesturhorninu hafa ekki farið varhluta af veðurblíðunni sem þar hefur verið lengst af sumri. Júlí var hlýjasti mánuður í sögu hitamælina í höfuðborginni. Apríl, maí og júní voru einnig óvanalega þurrir og hlýir að því er vitnað í upplýsingar frá Veðurstofu Íslands í frétt CNN. Í fréttinni er minnst á nýlega jarðarför jökulsins Oks og sýndur samanburðarloftmynd sem sýnir muninn á ástandi jöklanna í grennd við OK frá árinu 1986 til ársins í ár. Munurinn er sláandi. Haft er eftir Helgu að Íslendingar séu vanir því að náttúra landsins sé síbreytileg. Það sé hluti af því að búa á Íslandi. „En hraðinn nú, það er alveg nýtt,“ segir Helga. Hopandi jöklar, nýjar skordýrategundir og meiri hiti geri það að verkum að áhrif hlýnun jarðar á Íslandi séu augljós.Farið er um víðan völl í fréttinni sem lesa má hér, auk þess sem að henni fylgir viðtal Christiane Amanpour við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, þar sem þær fara í sameiningu yfir feril Katrínar í stjórnmálum.
Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Júlí mánuður í Reykjavík stefnir í að verða sá hlýjasti sem vitað er um Hlýjar nætur og hagstæð átt ráða þar mestu um. 30. júlí 2019 15:06 Sorg í hjarta en þó líka von í brjóstum á Oki Jökullinn Ok var í gær kvaddur með táknrænum hætti er minnismerki var komið þar fyrir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir athöfnina hafa sent þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun eigi sér stað. 19. ágúst 2019 06:30 Jörðin lifir af en mannfólkið ekki Það eru engin mannréttindi eftir til að berjast fyrir ef mannskepnunnar nýtur ekki lengur við á jörðinni. Þetta segir aðalframkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International. 25. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Júlí mánuður í Reykjavík stefnir í að verða sá hlýjasti sem vitað er um Hlýjar nætur og hagstæð átt ráða þar mestu um. 30. júlí 2019 15:06
Sorg í hjarta en þó líka von í brjóstum á Oki Jökullinn Ok var í gær kvaddur með táknrænum hætti er minnismerki var komið þar fyrir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir athöfnina hafa sent þau skilaboð til heimsins að hamfarahlýnun eigi sér stað. 19. ágúst 2019 06:30
Jörðin lifir af en mannfólkið ekki Það eru engin mannréttindi eftir til að berjast fyrir ef mannskepnunnar nýtur ekki lengur við á jörðinni. Þetta segir aðalframkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International. 25. ágúst 2019 21:00