Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 12:30 Dæmi er um að einstaklingur hafi greitt hátt á þriðju milljón króna í ofgreiðslu á vöxtum og kostnaði til smálánafyrirtækis. Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. Neytendastofa birti í gær ákvörðun sína í máli gegn eCommerce sem rekur fimm smálanafyrirtæki hér á landi. Fyrirtækið er í Danmörku og því komi til álita í málinu hvort íslensk eða dönsk lög ættu við um samningana. Niðurstaða Neytendastofu er sú að fara beri að íslenskum lögum. Fyrirtækið hafi brotið gegn lögum með innheimtu kostnaðar af lánum og með ófullnægjandi upplýsingum í eyðublaði og lánssamningum.Breki Karlsson segir að það komi í ljós á næstu dögum hvort farið verði í hópmálssókn gegn smálánafyrirtækjum. Á annað hundrað manns hefur leitað til Neytendasamtakanna vegna ofgreiðslu vaxta hjá smálánafyrirtækjum og segir Breki Karlsson formaður þeirra að yfirgnæfandi meirihluti eigi við einhvern vanda að stríða.Viðkvæmasti hópur samfélagsins tekur frekar smálán „Það má kannski segja að um þriðjungur sé að glíma við einhvers konar fíknisjúkdóma, þriðjungur stríði við andlega sjúkdóma og þriðjungur sé hreinlega fátækt fólk. Tíu prósent er fólk sem er að fikta og hættir svo,“ segir Breki. Hann segir að reynsla Neytendasamtakanna sé að þessir einstaklingar séu ekki tilbúnir að fara í einkaréttarmál gegn smálánafyrirtækjunum. „Þetta er yfirleitt fólk sem ekki getur eða hefur burði til að bera hönd yfir höfuð sér og á sér fáa málssvara. Þess vegna erum við einmitt að skoða einmitt núna að fara í hópmálsókn og erum að safna gögnum til kanna hvort það sé skynsamleg leið og það skýrist vonandi á næstu dögum,“ segir Breki.Fólk á skýlausan rétt til endurgreiðslu Breki segir að með ákvörðun Neytendastofa sé komin grundvöllur fyrir slíkri málsókn. „Við teljum að fólk eigi skýlausan rétt til að fá ofgreiddar kröfur endurgreiddar.“ Í gær sögum við frá einstaklingi sem hafði greitt ríflega 460 þúsund krónur í vexti og kostnað af 105 smálánum uppá samtals 1,9 milljón króna sem veitt voru á tíu mánaða tímabili. Breki segir algengt að fólk hafi greitt hundruði þúsunda í okurvexti af þessum lánum. „Því miður þá hefur þessi hópur greitt alltof mikið miðað við íslensk lög og verstu dæmin eru um fólk sem hefur greitt hátt á þriðju milljón í ofgreiðslu fyrir þessi lán,“ segir Breki. Neytendur Smálán Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. Neytendastofa birti í gær ákvörðun sína í máli gegn eCommerce sem rekur fimm smálanafyrirtæki hér á landi. Fyrirtækið er í Danmörku og því komi til álita í málinu hvort íslensk eða dönsk lög ættu við um samningana. Niðurstaða Neytendastofu er sú að fara beri að íslenskum lögum. Fyrirtækið hafi brotið gegn lögum með innheimtu kostnaðar af lánum og með ófullnægjandi upplýsingum í eyðublaði og lánssamningum.Breki Karlsson segir að það komi í ljós á næstu dögum hvort farið verði í hópmálssókn gegn smálánafyrirtækjum. Á annað hundrað manns hefur leitað til Neytendasamtakanna vegna ofgreiðslu vaxta hjá smálánafyrirtækjum og segir Breki Karlsson formaður þeirra að yfirgnæfandi meirihluti eigi við einhvern vanda að stríða.Viðkvæmasti hópur samfélagsins tekur frekar smálán „Það má kannski segja að um þriðjungur sé að glíma við einhvers konar fíknisjúkdóma, þriðjungur stríði við andlega sjúkdóma og þriðjungur sé hreinlega fátækt fólk. Tíu prósent er fólk sem er að fikta og hættir svo,“ segir Breki. Hann segir að reynsla Neytendasamtakanna sé að þessir einstaklingar séu ekki tilbúnir að fara í einkaréttarmál gegn smálánafyrirtækjunum. „Þetta er yfirleitt fólk sem ekki getur eða hefur burði til að bera hönd yfir höfuð sér og á sér fáa málssvara. Þess vegna erum við einmitt að skoða einmitt núna að fara í hópmálsókn og erum að safna gögnum til kanna hvort það sé skynsamleg leið og það skýrist vonandi á næstu dögum,“ segir Breki.Fólk á skýlausan rétt til endurgreiðslu Breki segir að með ákvörðun Neytendastofa sé komin grundvöllur fyrir slíkri málsókn. „Við teljum að fólk eigi skýlausan rétt til að fá ofgreiddar kröfur endurgreiddar.“ Í gær sögum við frá einstaklingi sem hafði greitt ríflega 460 þúsund krónur í vexti og kostnað af 105 smálánum uppá samtals 1,9 milljón króna sem veitt voru á tíu mánaða tímabili. Breki segir algengt að fólk hafi greitt hundruði þúsunda í okurvexti af þessum lánum. „Því miður þá hefur þessi hópur greitt alltof mikið miðað við íslensk lög og verstu dæmin eru um fólk sem hefur greitt hátt á þriðju milljón í ofgreiðslu fyrir þessi lán,“ segir Breki.
Neytendur Smálán Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira