Ferðalag bananans skoðað í þaula Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 27. ágúst 2019 08:30 Björn og Johanna skoðuðu ferðalagið og ferlið að baki flutningum banana hingað til lands. Hrefna Björg Björn Steinar og Johanna unnu saman að sýningu þar sem ferðalag banana frá Ekvador hingað til lands er skoðað. Björn segir algengt að neytendur átti sig ekki á því langa og flókna ferli að koma slíkum vörum til landsins. Verkefnið Banana Story eftir Björn Steinar Blumenstein og Johönnu Seelemann var valið nú á dögunum til að taka þátti í samsýningu í Victoria and Albert Museum í London, en það er stærsta hönnunarsafn í heimi. Í verkefninu rekja þau sögu sem sögð er frá sjónarhóli banana sem fluttur er frá Ekvador til Íslands. „Verkefnið er sjálfstætt framhald lokaverkefnis míns og Johönnu í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands, en við útskrifuðumst árið 2016. Í framhaldinu héldum við áfram með svipaðar vangaveltur og upp úr því spratt Banana Story,“ segir Björn Steinar um tilurð verkefnisins. Hann segir að í fyrra verkefninu hafi þau einbeitt sér að því að komast að því hvert við gætum rakið öll helstu vandamálin sem steðja að heiminum í dag. „Þá fórum við að skoða kapítalisma og matarsóun. Við vorum ansi fljót að þrengja þetta niður í áhrif farmflutninga á alþjóðavísu. Við áttuðum okkur á því hvað efni ferðast ótrúlega greiðlega um heiminn. Við skoðuðum áhrif farmflutninga á það hvernig ástandið er orðið og hvað við ofnýtum þannig auðlindir okkar.“ Hann segir verkefnið vera sögu um það hvað neysluhættir okkar séu í raun mun flóknari en við gerum okkur grein fyrir. „Við nýtum krafta okkar sem hönnuðir til að miðla þekkingu um ákveðna hluti, en það er að mínu mati einn helsti styrkleiki hönnuða. Þannig að við Johanna reyndum bara að miðla þessum hugmyndum og vangaveltum sem við erum með um heimsástandið.“Þau tóku viðtöl við fjölda matvælainnflytjenda og helstu aðila sem koma að farmflutningum.Hann segir að þau hafi valið að miðla þessu á frekar einfaldan og aðgengilegan hátt. „Við gerðum flóknari útgáfu af svo kölluðum „made in“ miða sem prýðir margar vörur. Þar fórum við ítarlegar í það hvernig hlutir eru raunverulega búnir til. Í flestum tilvikum stendur bara upprunaland vörunnar á slíkum miðum. Á miðunum sem við gerðum fjöllum við um allt ferlið frá því að efnið er grafið upp, hvernig það er unnið, hvernig það er ferjað og hvað gerist þangað til að framleiddar eru úr því vörur.“ Þau völdu að taka fyrir banana og fjalla ítarlega um uppruna þeirra banana sem hingað koma og hvað þarf til að koma þeim hingað til lands. „Sumum vörum tökum við sem svo sjálfsögðum hlut og áttum okkur ekki á því flókna ferli sem liggur að baki vörunni. Við tókum viðtöl við fjölda matvælainnflytjenda og helstu aðila sem koma að farmflutningum. Skipafélög, hafnirnar, tollafgreiðslufólk og framleiðendurna sjálfa í Ekvador. Hægt og rólega tókst okkur að púsla saman þessari sögu, ferð bananans frá Ekvador til Íslands,“ Ferðin tekur bananann 30 daga og hann ferðast 12.534 kílómetra til að komast hingað til lands að sögn Björns. „Síðan lendir hann í Bónus á Laugavegi kannski og við spáum mörg ekki einu sinn í því hvað þurfti til að koma honum hingað. Við gerðum vegabréf fyrir bananann og „made in“ miðinn var svo eins og hálfs metra langur, en þar útskýrum við allt ferlið, allt frá því að hann er gróðursettur, skordýraeitri er sprautað á hann og svo þetta langa ferðalag, alla þessa daga og vikur. Þannig reynum við að varpa ljósi á það að í hvert sinn sem við veifum kreditkortinu eigum við í samskiptum við mjög flókið kerfi sem spannar allan heiminn.“ Sýningin stendur yfir í London til 20. október og fer í kjölfarið á flakk um heiminn. Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Björn Steinar og Johanna unnu saman að sýningu þar sem ferðalag banana frá Ekvador hingað til lands er skoðað. Björn segir algengt að neytendur átti sig ekki á því langa og flókna ferli að koma slíkum vörum til landsins. Verkefnið Banana Story eftir Björn Steinar Blumenstein og Johönnu Seelemann var valið nú á dögunum til að taka þátti í samsýningu í Victoria and Albert Museum í London, en það er stærsta hönnunarsafn í heimi. Í verkefninu rekja þau sögu sem sögð er frá sjónarhóli banana sem fluttur er frá Ekvador til Íslands. „Verkefnið er sjálfstætt framhald lokaverkefnis míns og Johönnu í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands, en við útskrifuðumst árið 2016. Í framhaldinu héldum við áfram með svipaðar vangaveltur og upp úr því spratt Banana Story,“ segir Björn Steinar um tilurð verkefnisins. Hann segir að í fyrra verkefninu hafi þau einbeitt sér að því að komast að því hvert við gætum rakið öll helstu vandamálin sem steðja að heiminum í dag. „Þá fórum við að skoða kapítalisma og matarsóun. Við vorum ansi fljót að þrengja þetta niður í áhrif farmflutninga á alþjóðavísu. Við áttuðum okkur á því hvað efni ferðast ótrúlega greiðlega um heiminn. Við skoðuðum áhrif farmflutninga á það hvernig ástandið er orðið og hvað við ofnýtum þannig auðlindir okkar.“ Hann segir verkefnið vera sögu um það hvað neysluhættir okkar séu í raun mun flóknari en við gerum okkur grein fyrir. „Við nýtum krafta okkar sem hönnuðir til að miðla þekkingu um ákveðna hluti, en það er að mínu mati einn helsti styrkleiki hönnuða. Þannig að við Johanna reyndum bara að miðla þessum hugmyndum og vangaveltum sem við erum með um heimsástandið.“Þau tóku viðtöl við fjölda matvælainnflytjenda og helstu aðila sem koma að farmflutningum.Hann segir að þau hafi valið að miðla þessu á frekar einfaldan og aðgengilegan hátt. „Við gerðum flóknari útgáfu af svo kölluðum „made in“ miða sem prýðir margar vörur. Þar fórum við ítarlegar í það hvernig hlutir eru raunverulega búnir til. Í flestum tilvikum stendur bara upprunaland vörunnar á slíkum miðum. Á miðunum sem við gerðum fjöllum við um allt ferlið frá því að efnið er grafið upp, hvernig það er unnið, hvernig það er ferjað og hvað gerist þangað til að framleiddar eru úr því vörur.“ Þau völdu að taka fyrir banana og fjalla ítarlega um uppruna þeirra banana sem hingað koma og hvað þarf til að koma þeim hingað til lands. „Sumum vörum tökum við sem svo sjálfsögðum hlut og áttum okkur ekki á því flókna ferli sem liggur að baki vörunni. Við tókum viðtöl við fjölda matvælainnflytjenda og helstu aðila sem koma að farmflutningum. Skipafélög, hafnirnar, tollafgreiðslufólk og framleiðendurna sjálfa í Ekvador. Hægt og rólega tókst okkur að púsla saman þessari sögu, ferð bananans frá Ekvador til Íslands,“ Ferðin tekur bananann 30 daga og hann ferðast 12.534 kílómetra til að komast hingað til lands að sögn Björns. „Síðan lendir hann í Bónus á Laugavegi kannski og við spáum mörg ekki einu sinn í því hvað þurfti til að koma honum hingað. Við gerðum vegabréf fyrir bananann og „made in“ miðinn var svo eins og hálfs metra langur, en þar útskýrum við allt ferlið, allt frá því að hann er gróðursettur, skordýraeitri er sprautað á hann og svo þetta langa ferðalag, alla þessa daga og vikur. Þannig reynum við að varpa ljósi á það að í hvert sinn sem við veifum kreditkortinu eigum við í samskiptum við mjög flókið kerfi sem spannar allan heiminn.“ Sýningin stendur yfir í London til 20. október og fer í kjölfarið á flakk um heiminn.
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira