Áfrýjar sex ára dómi fyrir stórfellda líkamsárás Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 21:46 Árásin átti sér stað í Vestmannaeyjum í september 2016. Vísir/Einar Árnason Hafsteinn Oddsson, sem dæmdur var í júlí síðastliðnum í sex ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás, hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands til Landsréttar. Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins og haft eftir Lúðvík Bergvinssyni, verjanda Hafsteins, að tekin hafi verið ákvörðun um að áfrýja strax í kjölfar þess að dómur var kveðinn upp fyrr í sumar. Árásin átti sér stað í Vestmannaeyjum í september 2016. Hún vakti mikinn óhug en fórnarlambið, kona, var illa útleikin eftir árásina. Konan fannst á vettvangi um miðja nótt og var líkamshiti hennar rétt yfir 35 gráðum. Hafsteini var gefið að sök að hafa framið líkamsárás framan við skemmtistaðinn Lundann með því að hafa slegið konuna einu höggi í andlitið þannig að hún féll við. Honum var einnig gefið að sök að hafa framið stórfellda líkamsárás, brot gegn blygðunarsemi og hættubrot, með því að hafa skömmu eftir atvikið sem lýst er hér að ofan, aftur veist að konunni með ítrekuðum höggum og spörkum í andlit og líkama, klætt hana úr öllum fötunum og því næst yfirgefið hana þar sem hún lá nakin, mikið slösuð og án bjargar í götunni. Að mati dómsins var það hafið yfir skynsamlegan vafa að Hafsteinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Þá hafi árásin verið ofsafengin og að tilefnislausu auk þess sem Hafsteinn klæddi konuna úr öllum fötunum með harðræði og skildi hans svo eftir bjargarlausa með öllu. Dómsmál Líkamsárás í Vestmannaeyjum Lögreglumál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sex ára fangelsi fyrir ofsafengna líkamsárás: Skildi fórnarlambið eftir nakið, afmyndað og bjargarlaust með öllu í næturkuldanum Hafsteinn Oddsson hlaut í síðasta mánuði sex ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás sem hann framdi í Vestmannaeyjum í september 2016. Líkamsárásin vakti mikinn óhug en fórnarlambið, kona, var illa útleikin eftir árásina. 26. ágúst 2019 16:00 Engar upptökur og engin vitni að umtalaðri líkamsárás í Vestmannaeyjum Kona sem varð fyrir líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir sumarið 2016 fær ekki að gefa skýrslu fyrir dómi í gegnum síma. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis. 13. febrúar 2019 16:17 Þingfest í hrottalegu líkamsárásarmáli í Eyjum Krafist er átta milljóna króna miskabóta fyrir könd konu sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. 14. september 2018 12:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Hafsteinn Oddsson, sem dæmdur var í júlí síðastliðnum í sex ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás, hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands til Landsréttar. Frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins og haft eftir Lúðvík Bergvinssyni, verjanda Hafsteins, að tekin hafi verið ákvörðun um að áfrýja strax í kjölfar þess að dómur var kveðinn upp fyrr í sumar. Árásin átti sér stað í Vestmannaeyjum í september 2016. Hún vakti mikinn óhug en fórnarlambið, kona, var illa útleikin eftir árásina. Konan fannst á vettvangi um miðja nótt og var líkamshiti hennar rétt yfir 35 gráðum. Hafsteini var gefið að sök að hafa framið líkamsárás framan við skemmtistaðinn Lundann með því að hafa slegið konuna einu höggi í andlitið þannig að hún féll við. Honum var einnig gefið að sök að hafa framið stórfellda líkamsárás, brot gegn blygðunarsemi og hættubrot, með því að hafa skömmu eftir atvikið sem lýst er hér að ofan, aftur veist að konunni með ítrekuðum höggum og spörkum í andlit og líkama, klætt hana úr öllum fötunum og því næst yfirgefið hana þar sem hún lá nakin, mikið slösuð og án bjargar í götunni. Að mati dómsins var það hafið yfir skynsamlegan vafa að Hafsteinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Þá hafi árásin verið ofsafengin og að tilefnislausu auk þess sem Hafsteinn klæddi konuna úr öllum fötunum með harðræði og skildi hans svo eftir bjargarlausa með öllu.
Dómsmál Líkamsárás í Vestmannaeyjum Lögreglumál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sex ára fangelsi fyrir ofsafengna líkamsárás: Skildi fórnarlambið eftir nakið, afmyndað og bjargarlaust með öllu í næturkuldanum Hafsteinn Oddsson hlaut í síðasta mánuði sex ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás sem hann framdi í Vestmannaeyjum í september 2016. Líkamsárásin vakti mikinn óhug en fórnarlambið, kona, var illa útleikin eftir árásina. 26. ágúst 2019 16:00 Engar upptökur og engin vitni að umtalaðri líkamsárás í Vestmannaeyjum Kona sem varð fyrir líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir sumarið 2016 fær ekki að gefa skýrslu fyrir dómi í gegnum síma. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis. 13. febrúar 2019 16:17 Þingfest í hrottalegu líkamsárásarmáli í Eyjum Krafist er átta milljóna króna miskabóta fyrir könd konu sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. 14. september 2018 12:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Sex ára fangelsi fyrir ofsafengna líkamsárás: Skildi fórnarlambið eftir nakið, afmyndað og bjargarlaust með öllu í næturkuldanum Hafsteinn Oddsson hlaut í síðasta mánuði sex ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás sem hann framdi í Vestmannaeyjum í september 2016. Líkamsárásin vakti mikinn óhug en fórnarlambið, kona, var illa útleikin eftir árásina. 26. ágúst 2019 16:00
Engar upptökur og engin vitni að umtalaðri líkamsárás í Vestmannaeyjum Kona sem varð fyrir líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir sumarið 2016 fær ekki að gefa skýrslu fyrir dómi í gegnum síma. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis. 13. febrúar 2019 16:17
Þingfest í hrottalegu líkamsárásarmáli í Eyjum Krafist er átta milljóna króna miskabóta fyrir könd konu sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að næturlagi í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. 14. september 2018 12:00