Íslenski boltinn

Ólafur: Við eigum að slátra leiknum í 2-0

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur á hliðarlínunni fyrr í sumar.
Ólafur á hliðarlínunni fyrr í sumar. vísir/daníel
„Við eigum að slátra leiknum í 2-0. Við erum með þannig tök á leiknum að þriðja markið hefði verið djöfulli sætt. 2-1 inn í hálfleik svo sem staða sem við hefðum fyrirfram getað sætt okkur við svona þannig séð og mér fannst það soft mark frá okkar bæjardyrum séð,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, um hvað hefði farið úrskeiðis hjá FH-liðinu en liðið henti frá sér 2-0 forystu gegn Breiðabliki á heimavelli.

 

Ólafur hélt áfram að ræða hvað fór úrskeiðis.

„Við missum mann upp í horn og skot fyrir utan teig sem siglir í gegn og í stöðunni 2-1 fær Davíð [Þór Viðarsson, fyrirliði FH] rautt, taldur ræna upplögðu marktækifæri. Þegar við erum að endurskipuleggja liðið þá jafna þeir og þar töpum við návígi inn í teig. Það má segja það sama um þriðja markið.“

 

Ólafur var spurður út í það hvort hann væri ósammála því að Davíð hefði rænt Brynjólf upplögðu marktækifæri.

„Það eru eflaust misjöfn sjónarhorn á það en ég heyrði það hérna að hann hefði verið talinn ræna upplögðu marktækifæri og ég get svo sem ekki sagt neitt um það fyrr en ég sé það.“

 

Að lokum var Ólafur spurður út í það hvort FH liðið myndi ekki reyna að taka það með sér sem þeir gerðu vel í dag frekar en hvað fór úrskeiðis.

„Við hendum þessum leik bara aftur fyrir okkur. Þetta eru þrjú stig sem við fáum ekki og það er leikur við Stjörnuna á laugardaginn og við getum ekkert gert í þessum helvítis leik. Hann er búinn og það þarf að bitna á Stjörnunni á laugardaginn kemur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×