Soðna grænmetið endar oftast í ruslinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 19:15 Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. Soðið grænmeti endi jafnan í ruslinu. Skólastjóri segir skólana tilbúna til að stuðla að bættum neysluvenjum en telur að bæta þurfi aðstöðu í eldhúsum samhliða því. Til skoðunar er að draga úr kjötframboði í mötuneytum borgarinnar. Samtök grænkera skoruðu nýverið á ríki og sveitarfélög um að draga úr eða hætta alveg framboði á dýraafurðum í skólamötuneytum. Þetta fellur vel að matarstefnu Reykjavíkurborgar þar sem eitt helsta markmiðið er að auka vægi grænmetisfæðis. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, segir að færri eða engir kjötdagar í mötuneytum sameini matar- og loftlagsstefnur og minnki kolefnisfótspor borgarinnar. Mátráður í grunnskóla til fjórtán ára telur þetta erfitt í framkvæmd. Börnin borði ágætlega ferskt grænmeti úr salatbar en réttirnir renna ekki eins ljúflega niður. „Ef þau fá soðið grænmeti, þá tína þau það úr og henda því. Þannig að fyrir okkur, með allan þennan fjölda, að ætla að fara kenna þeim að borða soðið grænmeti. Að það er nú meira en að segja það," segir Sigurður Karl Karlsson, matráður í Laugarnesskóla. Sé markmiðið að minnka kolefnisfótspotið þyrfti einnig að huga að innkaupum þar sem grænmetisréttirnir séu að mestu innfluttir.Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í LaugarnesskólaBæta aðstöðu ef matarsóun á ekki að aukast Í Laugarlækjaskóla, líkt og í flestum öðrum grunnskólum, er boðið upp á kjötrétti tvisvar til þrisvar í viku og fiskrétti tvisvar. Um mikla breytingu væri því að ræða.Er þetta gerlegt; að metta öll þessi börn með grænmeti? „Eins og staðan er í dag, nei, ekki í skólanum hjá okkur. Eldhúsið okkar er mjög lítið. Við erum með frábæran kokk sem gæti í raun eldað allt frá grunni, en það er ekki aðstaða til þess," segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla. Sigurður tekur undir það. „Aðstaðan í eldhúsinu býður ekki upp á það, nema þú kaupir það tilbúið og það er töluverður kostnaður í því," segir hann. Til meiri matarsóunar gæti komið verði skólaeldhúsin ekki bætt samhliða þessu. „Við getum ekki bara sagt að við ætlum að taka allt kjöt út heldur þurfum við að hugsa hvernig við lokkum þau til að borða. Ekki þannig að það endi bara í ruslinu hjá okkur," segir Sigríður. Matur Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Vegan Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Matráður í grunnskóla segir ekki hægt að leggja það á herðar skólastarfsmanna að sjá til þess að hundruð nemenda borði grænmetisrétti. Soðið grænmeti endi jafnan í ruslinu. Skólastjóri segir skólana tilbúna til að stuðla að bættum neysluvenjum en telur að bæta þurfi aðstöðu í eldhúsum samhliða því. Til skoðunar er að draga úr kjötframboði í mötuneytum borgarinnar. Samtök grænkera skoruðu nýverið á ríki og sveitarfélög um að draga úr eða hætta alveg framboði á dýraafurðum í skólamötuneytum. Þetta fellur vel að matarstefnu Reykjavíkurborgar þar sem eitt helsta markmiðið er að auka vægi grænmetisfæðis. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, segir að færri eða engir kjötdagar í mötuneytum sameini matar- og loftlagsstefnur og minnki kolefnisfótspor borgarinnar. Mátráður í grunnskóla til fjórtán ára telur þetta erfitt í framkvæmd. Börnin borði ágætlega ferskt grænmeti úr salatbar en réttirnir renna ekki eins ljúflega niður. „Ef þau fá soðið grænmeti, þá tína þau það úr og henda því. Þannig að fyrir okkur, með allan þennan fjölda, að ætla að fara kenna þeim að borða soðið grænmeti. Að það er nú meira en að segja það," segir Sigurður Karl Karlsson, matráður í Laugarnesskóla. Sé markmiðið að minnka kolefnisfótspotið þyrfti einnig að huga að innkaupum þar sem grænmetisréttirnir séu að mestu innfluttir.Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í LaugarnesskólaBæta aðstöðu ef matarsóun á ekki að aukast Í Laugarlækjaskóla, líkt og í flestum öðrum grunnskólum, er boðið upp á kjötrétti tvisvar til þrisvar í viku og fiskrétti tvisvar. Um mikla breytingu væri því að ræða.Er þetta gerlegt; að metta öll þessi börn með grænmeti? „Eins og staðan er í dag, nei, ekki í skólanum hjá okkur. Eldhúsið okkar er mjög lítið. Við erum með frábæran kokk sem gæti í raun eldað allt frá grunni, en það er ekki aðstaða til þess," segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla. Sigurður tekur undir það. „Aðstaðan í eldhúsinu býður ekki upp á það, nema þú kaupir það tilbúið og það er töluverður kostnaður í því," segir hann. Til meiri matarsóunar gæti komið verði skólaeldhúsin ekki bætt samhliða þessu. „Við getum ekki bara sagt að við ætlum að taka allt kjöt út heldur þurfum við að hugsa hvernig við lokkum þau til að borða. Ekki þannig að það endi bara í ruslinu hjá okkur," segir Sigríður.
Matur Reykjavík Skóla - og menntamál Umhverfismál Vegan Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira