Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. ágúst 2019 13:30 Farþegarnir ganga frá borði í Keflavík. Vísir/EgillA Flugvél United Airlines sem snúið var við vegna vélarbilunar skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli er lent á flugvellinum. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia tókst lendingin vel. Flugmennirnir urðu varir við að annar hreyfillinn ofhitnaði og því var ákveðið að snúa við, samkvæmt heimildum Vísis. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar United Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. Vélin lagði af stað frá Keflavík skömmu eftir hádegi.Mynd/Flightradar 24Farþegi um borð í vélinni segir í samtali við Vísi að upplifunin hafi verið óþægileg en flugmenn vélarinnar hafi fullvissað farþega um að hægt yrði að lenda vélinni án vandvæða. Um tuttugu mínútur liðu þangað til vélinni var snúið við, þangað til henni var lent. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia sagði í samtali við Vísi að meldingin sem komi hafi verið kóðuð rauð og alltaf þegar slíkt gerist fari viðbragðsaðilar á svæðinu af stað. Sjúkraflutningsfólk, lögreglufólk og slökkviliðsmenn eru komnir á svæðið.Vélin er lent.Einar HafsteinnFlugvélin hafði verið á flugi í um klukkustund áður en henni var snúið við en hún lenti um klukkan 13.20. Samkvæmt upplýsingum Vísis eru farþegar enn um borð í vélinni og hafa þeir verið beðnir um að halda kyrru fyrir. Rauði krossinn hefur sent viðbragðshóp sinn á Keflavíkurflugvöll og veitir farþegum vélarinnar sálrænan stuðning. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að í slíkum aðstæðum verði gjarnan uppnám meðal farþega og því gott að tala við vel þjálfaða sjálfboðaliða auk þess að veita upplýsingar um hvert er hægt að snúa sér ef vanlíðan gerir vart við sig síðar. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Flugvél United Airlines sem snúið var við vegna vélarbilunar skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli er lent á flugvellinum. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia tókst lendingin vel. Flugmennirnir urðu varir við að annar hreyfillinn ofhitnaði og því var ákveðið að snúa við, samkvæmt heimildum Vísis. Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar United Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. Vélin lagði af stað frá Keflavík skömmu eftir hádegi.Mynd/Flightradar 24Farþegi um borð í vélinni segir í samtali við Vísi að upplifunin hafi verið óþægileg en flugmenn vélarinnar hafi fullvissað farþega um að hægt yrði að lenda vélinni án vandvæða. Um tuttugu mínútur liðu þangað til vélinni var snúið við, þangað til henni var lent. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia sagði í samtali við Vísi að meldingin sem komi hafi verið kóðuð rauð og alltaf þegar slíkt gerist fari viðbragðsaðilar á svæðinu af stað. Sjúkraflutningsfólk, lögreglufólk og slökkviliðsmenn eru komnir á svæðið.Vélin er lent.Einar HafsteinnFlugvélin hafði verið á flugi í um klukkustund áður en henni var snúið við en hún lenti um klukkan 13.20. Samkvæmt upplýsingum Vísis eru farþegar enn um borð í vélinni og hafa þeir verið beðnir um að halda kyrru fyrir. Rauði krossinn hefur sent viðbragðshóp sinn á Keflavíkurflugvöll og veitir farþegum vélarinnar sálrænan stuðning. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að í slíkum aðstæðum verði gjarnan uppnám meðal farþega og því gott að tala við vel þjálfaða sjálfboðaliða auk þess að veita upplýsingar um hvert er hægt að snúa sér ef vanlíðan gerir vart við sig síðar.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira