Arnar: Þetta var eins og að landa stórum laxi, maður má ekki hætta Axel Örn Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2019 22:40 Arnar í rigningunni í kvöld. vísir/bára „Mér líður mjög vel. Þetta var erfiður leikur fyrir okkur og sigurinn frábær. Við sýndum þroska og karakter og vorum þolinmóðir,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir sigurinn á Grindavík, 1-0, í kvöld. „Já maður var alltaf að vona að markið kæmi fyrr til þess að brjóta leikinn upp, Grindavík lágu til baka og við stjórnuðum leiknum frá A-Ö en það vantaði alltaf smá herslumun.“ Víkingar voru mun betri í fyrri hálfleik og var því fróðlegt að heyra hvað Arnar sagði við sína menn í hálfleik. „Bara halda áfram, reyna að þreyta þá. Þetta var eins og að landa stórum laxi, maður má ekki hætta. Við fengum ferskar lappir inn þegar menn voru orðnir þreyttir.“ Veðrið spilaði stóran þátt í leiknum í dag. Það rigndi gríðarlega mikið og í þokkabót var töluverður vindur líka. „Það var örugglega kósý að sitja heima í stofu og horfa á leikinn en þetta tekur á fyrir menn að spila í svona aðstæðum þannig ég er gríðarlega stoltur af þeim í kvöld,“ sagði Arnar. Sigurinn í dag ýtir Víkingum aðeins frá Grindavík í töflunni. Víkingar fara núna upp í 8. sæti með 22 stig á meðan að Grindavík er ennþá í 11. sæti með 18. „Við ætlum að spila af krafti og þetta gefur okkur smá andrými og núna er aðalmálið að taka HK til að vera í góðu hugarástandi fyrir bikarúrslitaleikinn sem er helgina eftir.“ Það styttist í bikarúrslitaleikinn hjá Víkingum og menn væntanlega aðeins farnir að horfa í að spila hann. Spurning hvort að sá leikur taki einbeitingu frá deildarleikjum Víkings. „Já, ég held að menn vilji sanna sig og sýna, menn vilja spila þann leik. Það má ekki gleyma því að deildin er ennþá eftir, þetta er fyrsti úrslitaleikurinn í 50 ár en við megum ekki gleyma okkur í deildinni.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu markið sem Ágúst Eðvald skoraði í fallslagnum í Víkinni Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði eina mark leiksins þegar Víkingur R. tók á móti Grindavík í Pepsi Max-deild karla. 25. ágúst 2019 22:28 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Grindavík 1-0 | Ágúst tryggði Víkingum nauðsynlegan sigur Víkingur fór upp í 8. sæti Pepsi Max-deildar karla með sigri á Grindavík á heimavelli. 25. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Þetta var erfiður leikur fyrir okkur og sigurinn frábær. Við sýndum þroska og karakter og vorum þolinmóðir,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir sigurinn á Grindavík, 1-0, í kvöld. „Já maður var alltaf að vona að markið kæmi fyrr til þess að brjóta leikinn upp, Grindavík lágu til baka og við stjórnuðum leiknum frá A-Ö en það vantaði alltaf smá herslumun.“ Víkingar voru mun betri í fyrri hálfleik og var því fróðlegt að heyra hvað Arnar sagði við sína menn í hálfleik. „Bara halda áfram, reyna að þreyta þá. Þetta var eins og að landa stórum laxi, maður má ekki hætta. Við fengum ferskar lappir inn þegar menn voru orðnir þreyttir.“ Veðrið spilaði stóran þátt í leiknum í dag. Það rigndi gríðarlega mikið og í þokkabót var töluverður vindur líka. „Það var örugglega kósý að sitja heima í stofu og horfa á leikinn en þetta tekur á fyrir menn að spila í svona aðstæðum þannig ég er gríðarlega stoltur af þeim í kvöld,“ sagði Arnar. Sigurinn í dag ýtir Víkingum aðeins frá Grindavík í töflunni. Víkingar fara núna upp í 8. sæti með 22 stig á meðan að Grindavík er ennþá í 11. sæti með 18. „Við ætlum að spila af krafti og þetta gefur okkur smá andrými og núna er aðalmálið að taka HK til að vera í góðu hugarástandi fyrir bikarúrslitaleikinn sem er helgina eftir.“ Það styttist í bikarúrslitaleikinn hjá Víkingum og menn væntanlega aðeins farnir að horfa í að spila hann. Spurning hvort að sá leikur taki einbeitingu frá deildarleikjum Víkings. „Já, ég held að menn vilji sanna sig og sýna, menn vilja spila þann leik. Það má ekki gleyma því að deildin er ennþá eftir, þetta er fyrsti úrslitaleikurinn í 50 ár en við megum ekki gleyma okkur í deildinni.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu markið sem Ágúst Eðvald skoraði í fallslagnum í Víkinni Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði eina mark leiksins þegar Víkingur R. tók á móti Grindavík í Pepsi Max-deild karla. 25. ágúst 2019 22:28 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Grindavík 1-0 | Ágúst tryggði Víkingum nauðsynlegan sigur Víkingur fór upp í 8. sæti Pepsi Max-deildar karla með sigri á Grindavík á heimavelli. 25. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Sjáðu markið sem Ágúst Eðvald skoraði í fallslagnum í Víkinni Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði eina mark leiksins þegar Víkingur R. tók á móti Grindavík í Pepsi Max-deild karla. 25. ágúst 2019 22:28
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Grindavík 1-0 | Ágúst tryggði Víkingum nauðsynlegan sigur Víkingur fór upp í 8. sæti Pepsi Max-deildar karla með sigri á Grindavík á heimavelli. 25. ágúst 2019 22:00
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð