Óttast að stór sylla geti fallið ofan í Reynisfjöru Kristján Már Unnarsson skrifar 23. ágúst 2019 21:40 Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ennþá er talin hætta á berghruni úr suðurhlíð Reynisfjalls og verður austasta hluta Reynisfjöru áfram haldið lokuðum um sinn. Fjölfarnasti hluti þessarar vinsælu fjöru verður þó áfram opinn ferðamönnum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Séð austur eftir Reynisfjöru að skriðunni. Sjá má gula lokunarborðann strengdan þvert yfir fjöruna sem markar bannsvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Lögreglan á Suðurlandi mætti með vaska sveit í Reynisfjöru í dag til að taka út aðstæður og funda um framhald mála með sérfræðingum frá Veðurstofu og Vegagerð, en einnig fulltrúum Mýrdalshrepps, landeigenda og rekstraraðila veitingahússins við fjöruna. Fundurinn var haldinn á veitingahúsinu Svörtu fjörunni.Stöð 2/KMU.Þrír dagar eru frá því skriðan féll og hefur austasti hluti fjörunnar síðan verið lokaður með gulum lögregluborða. Niðurstaða fundarins var að halda þessum hluta fjörunnar áfram lokuðum enda er talin hætta á frekara berghruni. „Já, við metum hættu á því,“ segir Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi.Skriðan er talin vera um eitthundrað metra breið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það lítur þannig út núna, þegar við horfum þarna upp eftir, og skoðum þarna fyrir ofan, að það sé töluvert laust, og það hefur hrunið undan ansi stórri syllu sem er þarna fyrir ofan, sem við höfum ákveðnar áhyggjur af að geti farið af stað líka.“Vestasti og vinsælasti hluti Reynisfjöru er áfram opinn. Sjá má gula borðann neðst til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vestari hluti fjörunnar, og sá vinsælasti, verður áfram opinn ferðamönnum. Svæðið verður vaktað og farið í vinnu við uppfærslu og samræmingu aðvörunarskilta.Ferðamenn við lögregluborðann í Reynisfjöru í dag. Engin fótspor sáust í sandinum handan við borðann.Stöð 2/KMU.Ekki var annað að sjá en að ferðamenn virtu lokunina og þannig sáust engin fótspor í sandinum handan við gula borðann. „Já, ég held að fólk virði hann, nánast undantekningarlaust,“ segir Björn.Bílastæðið við Reynisfjöru þéttsetið rútum og fólksbílum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það sýnir sig bara á bílastæðinu við veitingahúsið Svörtu fjöruna að þetta er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður Suðurlands. Áætlað er að milli þrjú- og fimmþúsund manns heimsæki staðinn á degi hverjum. „Þetta er geipilega vinsæll ferðamannastaður enda geipilega falleg náttúra að skoða. Þannig að við þurfum að standa vel að merkingum og fræðslu á aðstæðum,“ segir verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20 Þriðja skriðan á tíu árum í Reynisfjöru Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. 21. ágúst 2019 21:44 Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Ennþá er talin hætta á berghruni úr suðurhlíð Reynisfjalls og verður austasta hluta Reynisfjöru áfram haldið lokuðum um sinn. Fjölfarnasti hluti þessarar vinsælu fjöru verður þó áfram opinn ferðamönnum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Séð austur eftir Reynisfjöru að skriðunni. Sjá má gula lokunarborðann strengdan þvert yfir fjöruna sem markar bannsvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Lögreglan á Suðurlandi mætti með vaska sveit í Reynisfjöru í dag til að taka út aðstæður og funda um framhald mála með sérfræðingum frá Veðurstofu og Vegagerð, en einnig fulltrúum Mýrdalshrepps, landeigenda og rekstraraðila veitingahússins við fjöruna. Fundurinn var haldinn á veitingahúsinu Svörtu fjörunni.Stöð 2/KMU.Þrír dagar eru frá því skriðan féll og hefur austasti hluti fjörunnar síðan verið lokaður með gulum lögregluborða. Niðurstaða fundarins var að halda þessum hluta fjörunnar áfram lokuðum enda er talin hætta á frekara berghruni. „Já, við metum hættu á því,“ segir Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi.Skriðan er talin vera um eitthundrað metra breið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það lítur þannig út núna, þegar við horfum þarna upp eftir, og skoðum þarna fyrir ofan, að það sé töluvert laust, og það hefur hrunið undan ansi stórri syllu sem er þarna fyrir ofan, sem við höfum ákveðnar áhyggjur af að geti farið af stað líka.“Vestasti og vinsælasti hluti Reynisfjöru er áfram opinn. Sjá má gula borðann neðst til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vestari hluti fjörunnar, og sá vinsælasti, verður áfram opinn ferðamönnum. Svæðið verður vaktað og farið í vinnu við uppfærslu og samræmingu aðvörunarskilta.Ferðamenn við lögregluborðann í Reynisfjöru í dag. Engin fótspor sáust í sandinum handan við borðann.Stöð 2/KMU.Ekki var annað að sjá en að ferðamenn virtu lokunina og þannig sáust engin fótspor í sandinum handan við gula borðann. „Já, ég held að fólk virði hann, nánast undantekningarlaust,“ segir Björn.Bílastæðið við Reynisfjöru þéttsetið rútum og fólksbílum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það sýnir sig bara á bílastæðinu við veitingahúsið Svörtu fjöruna að þetta er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður Suðurlands. Áætlað er að milli þrjú- og fimmþúsund manns heimsæki staðinn á degi hverjum. „Þetta er geipilega vinsæll ferðamannastaður enda geipilega falleg náttúra að skoða. Þannig að við þurfum að standa vel að merkingum og fræðslu á aðstæðum,“ segir verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20 Þriðja skriðan á tíu árum í Reynisfjöru Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. 21. ágúst 2019 21:44 Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55
Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20
Þriðja skriðan á tíu árum í Reynisfjöru Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. 21. ágúst 2019 21:44
Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30