Hugleikur grínast með að þurfa að samþykkja kærasta sinnar fyrrverandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 16:12 Eina skilyrðið sem Dóra setur er að fólkið sem eitt sinn var par hafi áður elskað hvort annað. Sýning Dóru Dúnu hefur hreyft við mörgum og látið hugann til að reika til ástarævintýra fortíðarinnar. FBL/Ernir Eyjólfsson „Við hittumst fyrst í partíi. Hún gaf sig á tal við mig, ég man bara að hún rambaði beint inn í partíið og beint til mín og spurði: Heitir þú ekki Curver?“ Svona lýsir skopmyndateiknarinn og uppistandarinn Hugleikur Dagsson fyrstu kynnum hans og Ágústu Heru Harðardóttur, fyrrverandi kærustu hans til tveggja ára. Hugleikur og Hera, sem eitt sinn voru par, tóku þátt í áhugaverðu ljósmyndaverkefni sem ber yfirskriftina „Manstu þegar þú elskaðir mig“. Listamaðurinn sem stendur að sýningunni í ljósmyndaskólanum á Granda heitir Dóra Dúna en hún fékk fyrst hugmyndina að verkefninu þegar hún heyrði lagið Green Grass með Tom Waits en í laginu er setningin Remember When You Loved Me ákveðið þrástef. Sjá nánar: Manstu þegar þú elskaðir mig?Á ljósmyndunum hennar Dóru eru fyrrverandi pör sem eitt sinn elskuðu hvort annað en hættu saman. Á myndunum eru bæði fyrrverandi kærustupör og fyrrverandi hjón. Eina skilyrðið sem Dóra setur er að fólkið sem eitt sinn var par hafi áður elskað hvort annað. Sýning Dóru hefur hreyft við mörgum og látið hugann til að reika til ástarævintýra fortíðarinnar. En hvernig kynntust þau og urðu ástfangin og hvernig er staðan hjá þeim í dag? Og hvernig er svo að hitta fyrrverandi kærasta eða kærustu? Er augnablikið þrungið spennu? Reyndist þetta vandræðalegt eða jafnvel bara notalegt? Á þessa leið spurði Vala Matthíasdóttir í Íslandi í dag nokkur fyrrverandi pör sem létu mynda sig saman. Það virtist fara vel á með Hugleik og Heru en Hugleikur rifjaði upp þegar þau kynntust fyrst. Hann segist vera þakklátur listamanninum Curver Thoroddsen því hann telur afar ólíklegt að þau Hera hefðu byrjað saman ef hún hefði ekki farið mannavillt. „Síðan var það kannski viku síðar, viku eða tveimur vikum síðar, sem hún hafði samband í gegnum Facebook og ég var nýkominn á Facebook þá eftir að hafa verið á móti Facebook frá stofnun Facebook og þá þakkaði ég nú fyrir að Facebook væri til. Það datt mjög fljótlega í samband sem varði í tvö ár, myndi ég segja.“ Í dag er Hera komin í annað samband en Hugleikur er einhleypur. „Já, hann er bara mjög fínn. Ég tjékkaði á honum og gef honum mitt samþykki. Flottur gaur,“ segir Hugleikur sem grínaðist með að þurfa að samþykkja þá karlmenn sem gera sig líklega til að verða kærastar Heru. „Þeir þurfa að fylla út svona eyðublað hjá mér.“ Ástin og lífið Tengdar fréttir Manstu þegar þú elskaðir mig? Dóra Dúna, nemi við Ljósmyndaskólann í Reykjavík, auglýsir eftir fólki í verkefnið sitt "Rembember when you loved me“ eða Manstu þegar þú elskaðir mig. Verkefnið gengur út á það að mynda fyrrverandi pör og er tilgangurinn að heiðra ástina sem eitt sinn var. 12. júní 2019 15:00 Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
„Við hittumst fyrst í partíi. Hún gaf sig á tal við mig, ég man bara að hún rambaði beint inn í partíið og beint til mín og spurði: Heitir þú ekki Curver?“ Svona lýsir skopmyndateiknarinn og uppistandarinn Hugleikur Dagsson fyrstu kynnum hans og Ágústu Heru Harðardóttur, fyrrverandi kærustu hans til tveggja ára. Hugleikur og Hera, sem eitt sinn voru par, tóku þátt í áhugaverðu ljósmyndaverkefni sem ber yfirskriftina „Manstu þegar þú elskaðir mig“. Listamaðurinn sem stendur að sýningunni í ljósmyndaskólanum á Granda heitir Dóra Dúna en hún fékk fyrst hugmyndina að verkefninu þegar hún heyrði lagið Green Grass með Tom Waits en í laginu er setningin Remember When You Loved Me ákveðið þrástef. Sjá nánar: Manstu þegar þú elskaðir mig?Á ljósmyndunum hennar Dóru eru fyrrverandi pör sem eitt sinn elskuðu hvort annað en hættu saman. Á myndunum eru bæði fyrrverandi kærustupör og fyrrverandi hjón. Eina skilyrðið sem Dóra setur er að fólkið sem eitt sinn var par hafi áður elskað hvort annað. Sýning Dóru hefur hreyft við mörgum og látið hugann til að reika til ástarævintýra fortíðarinnar. En hvernig kynntust þau og urðu ástfangin og hvernig er staðan hjá þeim í dag? Og hvernig er svo að hitta fyrrverandi kærasta eða kærustu? Er augnablikið þrungið spennu? Reyndist þetta vandræðalegt eða jafnvel bara notalegt? Á þessa leið spurði Vala Matthíasdóttir í Íslandi í dag nokkur fyrrverandi pör sem létu mynda sig saman. Það virtist fara vel á með Hugleik og Heru en Hugleikur rifjaði upp þegar þau kynntust fyrst. Hann segist vera þakklátur listamanninum Curver Thoroddsen því hann telur afar ólíklegt að þau Hera hefðu byrjað saman ef hún hefði ekki farið mannavillt. „Síðan var það kannski viku síðar, viku eða tveimur vikum síðar, sem hún hafði samband í gegnum Facebook og ég var nýkominn á Facebook þá eftir að hafa verið á móti Facebook frá stofnun Facebook og þá þakkaði ég nú fyrir að Facebook væri til. Það datt mjög fljótlega í samband sem varði í tvö ár, myndi ég segja.“ Í dag er Hera komin í annað samband en Hugleikur er einhleypur. „Já, hann er bara mjög fínn. Ég tjékkaði á honum og gef honum mitt samþykki. Flottur gaur,“ segir Hugleikur sem grínaðist með að þurfa að samþykkja þá karlmenn sem gera sig líklega til að verða kærastar Heru. „Þeir þurfa að fylla út svona eyðublað hjá mér.“
Ástin og lífið Tengdar fréttir Manstu þegar þú elskaðir mig? Dóra Dúna, nemi við Ljósmyndaskólann í Reykjavík, auglýsir eftir fólki í verkefnið sitt "Rembember when you loved me“ eða Manstu þegar þú elskaðir mig. Verkefnið gengur út á það að mynda fyrrverandi pör og er tilgangurinn að heiðra ástina sem eitt sinn var. 12. júní 2019 15:00 Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Manstu þegar þú elskaðir mig? Dóra Dúna, nemi við Ljósmyndaskólann í Reykjavík, auglýsir eftir fólki í verkefnið sitt "Rembember when you loved me“ eða Manstu þegar þú elskaðir mig. Verkefnið gengur út á það að mynda fyrrverandi pör og er tilgangurinn að heiðra ástina sem eitt sinn var. 12. júní 2019 15:00