Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. ágúst 2019 11:36 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Visir/Egill Aðalsteinsson Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. Hann segir síðustu formlegu svörin við drögunum berast í dag og um helgina og drögin verði kynnt fyrir ráðherra í kjölfarið. Hann segir vinnu ganga vel þrátt fyrir að málið hafi dregist, en upphaflega stóð til að drögin yrðu kynnt fyrir ráðuneyti og ráðherra í seinni hluta þessarar viku. Aðspurður hvort að tillögurnar muni breyta fyrirætluðum aðgerðum segir hann meginmarkmið aðgerðanna óbreytt þó að smáatriði í útfærslu séu ekki ráðin. „Þær [athugasemdirnar] breyta ekki meginmarkmiðinu sem er það að vinna okkur inn í nýjan meðferðarkjarna, að fækka mjög í framkvæmdastjórn og hnýta hana betur saman. En í smáatriðum hvar einstakir kjarnar eða þjónustuþættir eru, það getur breyst aðeins,“ segir Páll. Hann segir fyrirhugaðar breytingar tilheyra „fyrri bylgju breytinga“ og stefnir að því að í október verði framkvæmdastjórn spítalans orðin mun minni. Seinni bylgja breytinga verði síðar í vetur þegar lögð verði áhersla á að efla klíníska áherslu í stjórnun spítalans og byggja meðal annars kjarna í kring um tvo mikilvæga sjúkdómaflokka, hjarta- og æðasjúkdóma annars vegar og krabbamein hins vegar. Páll segist vonast til þess að breytingarnar hafi í för með sér jákvæð áhrif á rekstur spítalans. „Með markvissari stjórnum sem að er tengdari klíníkinni, geri ég ráð fyrir að við drögum úr sóun og bætum nýtingu fjármuna. Auðvitað er það líka betri nýting fjármuna að hafa færri yfirstjórnendur og markvissari stjórnun þannig,“ segir Páll sem segir markmið breytinganna þó ekki vera að bæta rekstur spítalans. „Það má segja að við gerum þetta að vissu leyti í skugga erfiðrar rekstrarstöðu en það er alls ekki æstæða þess að við förum í þetta heldur er það einfaldlega til að bæta stjórnun á spítalanum og undirbúa okkur undir það að fara inn í nýjan meðferðar og rannsóknarkjarna sem að gerist eftir fimm ár þannig að það er ekki seinna vænna,“ segir Páll. Hann segist ekki vilja fullyrða um mögulegar uppsagnir vegna breytinganna en bendir á í síðasta mánuði hafi níu framkvæmdastjórum verið sagt upp störfum á spítalanum. „Við erum enn þá að vinna í því hvernig við getum brugðist við erfiðri fjárhagsstöðu. Það liggur ekki enn þá alveg ljóst fyrir. En það er hins vegar alveg ljóst að sú mikla klíníska starfsemi sem að við erum að sinna er þjóðinni afar mikilvæg og við viljum varðveita hana.“ Páll segist í góðu sambandi við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þau hafi rætt þessi mál sín á mill og skoðað um alllanga hríð. Ráðherrann sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa fengið drögin í sínar hendur, en gerir ráð fyrir þeim síðar í dag eða strax eftir helgi. Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. Hann segir síðustu formlegu svörin við drögunum berast í dag og um helgina og drögin verði kynnt fyrir ráðherra í kjölfarið. Hann segir vinnu ganga vel þrátt fyrir að málið hafi dregist, en upphaflega stóð til að drögin yrðu kynnt fyrir ráðuneyti og ráðherra í seinni hluta þessarar viku. Aðspurður hvort að tillögurnar muni breyta fyrirætluðum aðgerðum segir hann meginmarkmið aðgerðanna óbreytt þó að smáatriði í útfærslu séu ekki ráðin. „Þær [athugasemdirnar] breyta ekki meginmarkmiðinu sem er það að vinna okkur inn í nýjan meðferðarkjarna, að fækka mjög í framkvæmdastjórn og hnýta hana betur saman. En í smáatriðum hvar einstakir kjarnar eða þjónustuþættir eru, það getur breyst aðeins,“ segir Páll. Hann segir fyrirhugaðar breytingar tilheyra „fyrri bylgju breytinga“ og stefnir að því að í október verði framkvæmdastjórn spítalans orðin mun minni. Seinni bylgja breytinga verði síðar í vetur þegar lögð verði áhersla á að efla klíníska áherslu í stjórnun spítalans og byggja meðal annars kjarna í kring um tvo mikilvæga sjúkdómaflokka, hjarta- og æðasjúkdóma annars vegar og krabbamein hins vegar. Páll segist vonast til þess að breytingarnar hafi í för með sér jákvæð áhrif á rekstur spítalans. „Með markvissari stjórnum sem að er tengdari klíníkinni, geri ég ráð fyrir að við drögum úr sóun og bætum nýtingu fjármuna. Auðvitað er það líka betri nýting fjármuna að hafa færri yfirstjórnendur og markvissari stjórnun þannig,“ segir Páll sem segir markmið breytinganna þó ekki vera að bæta rekstur spítalans. „Það má segja að við gerum þetta að vissu leyti í skugga erfiðrar rekstrarstöðu en það er alls ekki æstæða þess að við förum í þetta heldur er það einfaldlega til að bæta stjórnun á spítalanum og undirbúa okkur undir það að fara inn í nýjan meðferðar og rannsóknarkjarna sem að gerist eftir fimm ár þannig að það er ekki seinna vænna,“ segir Páll. Hann segist ekki vilja fullyrða um mögulegar uppsagnir vegna breytinganna en bendir á í síðasta mánuði hafi níu framkvæmdastjórum verið sagt upp störfum á spítalanum. „Við erum enn þá að vinna í því hvernig við getum brugðist við erfiðri fjárhagsstöðu. Það liggur ekki enn þá alveg ljóst fyrir. En það er hins vegar alveg ljóst að sú mikla klíníska starfsemi sem að við erum að sinna er þjóðinni afar mikilvæg og við viljum varðveita hana.“ Páll segist í góðu sambandi við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þau hafi rætt þessi mál sín á mill og skoðað um alllanga hríð. Ráðherrann sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa fengið drögin í sínar hendur, en gerir ráð fyrir þeim síðar í dag eða strax eftir helgi.
Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira