Abraham skoraði tvö mörk í fyrsta sigri Chelsea undir stjórn Lampard Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2019 13:15 Tammy Abraham og Mason Mount, markaskorarar Chelsea gegn Norwich. vísir/getty Chelsea vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið lagði nýliða Norwich City að velli, 2-3, á Carrow Road í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Tammy Abraham skoraði tvö mörk fyrir Chelsea sem vann sinn fyrsta sigur í keppnisleik undir stjórn Franks Lampard í dag. Chelsea er með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í ensku úrvalsdeildinni en Norwich þrjú. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og eftir hálftíma var staðan 2-2. Chelsea komst yfir strax á 3. mínútu þegar Abraham skoraði með góðu skoti eftir fyrirgjöf Cesars Azpilicueta. Aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Todd Cantwell með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Finnanum Teemu Pukki. Á 17. mínútu komst Chelsea aftur yfir þegar Mason Mount skoraði sitt annað mark á tímabilinu. Þetta er í fyrsta sinn í 27 ár sem tveir Englendingar, 21 árs og yngri, skora í deildarleik fyrir Chelsea. Eddie Newton og Graham Stuart afrekuðu það gegn Sheffield Wednesday 22. ágúst 1992.21 - This is the first time two English players aged 21 or under have scored in a Premier League match for @ChelseaFC since 22nd August 1992, when Eddie Newton and Graham Stuart scored against Sheffield Wednesday. Throwback. #NORCHEpic.twitter.com/fUQ9T5ksUs — OptaJoe (@OptaJoe) August 24, 2019 Þegar hálftími var liðinn af leiknum jafnaði Pukki með sínu fimmta marki á tímabilinu. Hann er aðeins annar leikmaðurinn sem skorar fimm mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Hinn er Rússinn Pavel Pogrebnyak.10 - Teemu Pukki is the 10th player to have scored in each of his first three @premierleague appearances, while only Pavel Pogrebnyak also scored as many as five in his first three in the competition. Command. #NORCHE — OptaJoe (@OptaJoe) August 24, 2019 Á 68. mínútu skoraði Abraham sitt annað mark og þriðja mark Chelsea eftir laglega skyndisókn gestanna. Fleiri urðu mörkin ekki og Chelsea fagnaði langþráðum sigri. Enski boltinn
Chelsea vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið lagði nýliða Norwich City að velli, 2-3, á Carrow Road í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Tammy Abraham skoraði tvö mörk fyrir Chelsea sem vann sinn fyrsta sigur í keppnisleik undir stjórn Franks Lampard í dag. Chelsea er með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í ensku úrvalsdeildinni en Norwich þrjú. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og eftir hálftíma var staðan 2-2. Chelsea komst yfir strax á 3. mínútu þegar Abraham skoraði með góðu skoti eftir fyrirgjöf Cesars Azpilicueta. Aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Todd Cantwell með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Finnanum Teemu Pukki. Á 17. mínútu komst Chelsea aftur yfir þegar Mason Mount skoraði sitt annað mark á tímabilinu. Þetta er í fyrsta sinn í 27 ár sem tveir Englendingar, 21 árs og yngri, skora í deildarleik fyrir Chelsea. Eddie Newton og Graham Stuart afrekuðu það gegn Sheffield Wednesday 22. ágúst 1992.21 - This is the first time two English players aged 21 or under have scored in a Premier League match for @ChelseaFC since 22nd August 1992, when Eddie Newton and Graham Stuart scored against Sheffield Wednesday. Throwback. #NORCHEpic.twitter.com/fUQ9T5ksUs — OptaJoe (@OptaJoe) August 24, 2019 Þegar hálftími var liðinn af leiknum jafnaði Pukki með sínu fimmta marki á tímabilinu. Hann er aðeins annar leikmaðurinn sem skorar fimm mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Hinn er Rússinn Pavel Pogrebnyak.10 - Teemu Pukki is the 10th player to have scored in each of his first three @premierleague appearances, while only Pavel Pogrebnyak also scored as many as five in his first three in the competition. Command. #NORCHE — OptaJoe (@OptaJoe) August 24, 2019 Á 68. mínútu skoraði Abraham sitt annað mark og þriðja mark Chelsea eftir laglega skyndisókn gestanna. Fleiri urðu mörkin ekki og Chelsea fagnaði langþráðum sigri.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti