Andrés prins sagður hafa þegið fótanudd frá ungri konu í íbúð Epstein Sylvía Hall skrifar 22. ágúst 2019 23:32 Tengsl Andrésar prins og Epstein hafa komist í sviðsljósið að undanförnu. Vísir/Getty Í tölvupóstsamskiptum milli John Brockman umboðsmanns og rithöfundarins Evgeny Morozov er vísað til heimsókna Andrésar prins til auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Epstein lést fyrr í mánuðinum eftir að hann framdi sjálfsvíg í fangaklefa sínum þar sem hann sat inni fyrir grun um kynferðisbrot gegn stúlkum undir lögaldri og barnamansal. Samskiptin voru birt í The New Republic tímaritinu og segir á vef The Guardian að þar hafi Brockman mælt með því að Morozov, sem var umbjóðandi hans, hitti Epstein. Hann sagði auðkýfinginn vera milljarðamæring og góðvin vísinda sem hefði verið „ótrúlega örlátur við að styrkja verkefni margra vina og umbjóðenda“. Umfjöllun The New Republic um Brockman og tengsl hans við Epstein varpar ljósi á áralangt samband þeirra. Morozov segist hafa verið við það að hætta samstarfi sínu við umboðsmanninn á þessum tíma vegna vafasams sambands hans við Epstein og vísar til tölvupóstsamskipta þeirra frá árinu 2013. Hann segist efa það að Brockman hafi ekki vitað af brotum Epstein. „Breskur náungi í jakkafötum“ Tölvupóstarnir sem vísa í heimsóknir Andrésar eru frá árinu 2013. Þar segir Brockman frá síðustu heimsókn sinni til Epstein þar sem hann segist hafa séð Epstein ásamt „breskum náunga í jakkafötum með axlabönd“. Þar hafi þeir verið að fá fótanudd frá tveimur ungum og vel klæddum rússneskum konum. „Eftir að hafa „grillað“ mig í smá tíma um netöryggi fór Bretinn, sem heitir Andy, að tala um sænsk yfirvöld og ákærurnar gegn Julian Assange. Við höldum að þau séu frjálslynd í Svíþjóð, en það er meira eins og Norður-England öfugt við Suður-Evrópu,“ segir Brockman í tölvupóstinum. Brockman lýsir því að Andrés hafi borið saman líf sitt og Alberts prins af Mónakó. Albert gæti gert það sem hann vildi og öllum væri sama, en ef hann gerði slíkt hið sama væri hann í verulegum vandræðum. Það hafi verið þá sem Brockman áttaði sig á því að hann væri að ræða við sjálfan Andrés prins. Konungsfjölskyldan hefur áður gefið það út að ásakanirnar á hendur Andrési séu „andstyggilegar“ og fjarri sannleikanum. Myndir sem sýndu prinsinn á heimili Epstein árið 2010 voru birtar í Mail on Sunday og var prinsinn sagður vera hneykslaður á því að vera bendlaður við afbrot hans. Þá er hann einnig sagður hafa heimsótt eyju í eigu Epstein. Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Fleiri fréttir Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Sjá meira
Í tölvupóstsamskiptum milli John Brockman umboðsmanns og rithöfundarins Evgeny Morozov er vísað til heimsókna Andrésar prins til auðkýfingsins Jeffrey Epstein. Epstein lést fyrr í mánuðinum eftir að hann framdi sjálfsvíg í fangaklefa sínum þar sem hann sat inni fyrir grun um kynferðisbrot gegn stúlkum undir lögaldri og barnamansal. Samskiptin voru birt í The New Republic tímaritinu og segir á vef The Guardian að þar hafi Brockman mælt með því að Morozov, sem var umbjóðandi hans, hitti Epstein. Hann sagði auðkýfinginn vera milljarðamæring og góðvin vísinda sem hefði verið „ótrúlega örlátur við að styrkja verkefni margra vina og umbjóðenda“. Umfjöllun The New Republic um Brockman og tengsl hans við Epstein varpar ljósi á áralangt samband þeirra. Morozov segist hafa verið við það að hætta samstarfi sínu við umboðsmanninn á þessum tíma vegna vafasams sambands hans við Epstein og vísar til tölvupóstsamskipta þeirra frá árinu 2013. Hann segist efa það að Brockman hafi ekki vitað af brotum Epstein. „Breskur náungi í jakkafötum“ Tölvupóstarnir sem vísa í heimsóknir Andrésar eru frá árinu 2013. Þar segir Brockman frá síðustu heimsókn sinni til Epstein þar sem hann segist hafa séð Epstein ásamt „breskum náunga í jakkafötum með axlabönd“. Þar hafi þeir verið að fá fótanudd frá tveimur ungum og vel klæddum rússneskum konum. „Eftir að hafa „grillað“ mig í smá tíma um netöryggi fór Bretinn, sem heitir Andy, að tala um sænsk yfirvöld og ákærurnar gegn Julian Assange. Við höldum að þau séu frjálslynd í Svíþjóð, en það er meira eins og Norður-England öfugt við Suður-Evrópu,“ segir Brockman í tölvupóstinum. Brockman lýsir því að Andrés hafi borið saman líf sitt og Alberts prins af Mónakó. Albert gæti gert það sem hann vildi og öllum væri sama, en ef hann gerði slíkt hið sama væri hann í verulegum vandræðum. Það hafi verið þá sem Brockman áttaði sig á því að hann væri að ræða við sjálfan Andrés prins. Konungsfjölskyldan hefur áður gefið það út að ásakanirnar á hendur Andrési séu „andstyggilegar“ og fjarri sannleikanum. Myndir sem sýndu prinsinn á heimili Epstein árið 2010 voru birtar í Mail on Sunday og var prinsinn sagður vera hneykslaður á því að vera bendlaður við afbrot hans. Þá er hann einnig sagður hafa heimsótt eyju í eigu Epstein.
Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Fleiri fréttir Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Sjá meira
Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45
Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36
FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48
Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20