Fjórir látnir og 100 særðir eftir að hafa orðið fyrir eldingu í Póllandi Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2019 22:09 Frá björgunaraðgerðum við nærri Tatra-fjöllum í Póllandi í dag. Vísir/EPA Að minnsta kosti fjórir eru látnir og 100 særðust þegar þeir urðu fyrir eldingum í þrumuveðri í Tatra-fjöllum Póllandi í dag. Þetta er haft eftir forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki, á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Öflugustu eldingunni laust niður í hóp fjallgöngumanna nærri toppi fjallsins Giewont í suðurhluta landsins. Einn lét lífið í Slóvakíu eftir að hafa fengið eldingu í sig í dag en BBC segir að eitt barn sé á meðal þeirra látnu. Er þetta þrumuveður sagt hafa haft lítinn aðdraganda. Glaða sólskin var víðast hvar þegar íbúar landsins vöknuðu en síðan dundu hörmungarnar yfir. „Það bjóst enginn við að þetta myndi skella svo hratt á. Þetta var eitthvað sem var ómögulegt að spá fyrir um,“ sagði Morawiecki þegar hann tjáði sig um málið á neyðarfundi vegna þessara hamfara. Toppur Giewon-fjallsins er 1.894 metra yfir sjávarmáli en þar má finna fimmtán metra háan málmkross. Talið er að eldingu hafi slegið niður í krossinn þegar hópur fjallgöngumanna var við hann. Er straumurinn úr eldingunni sagður hafa farið í gegnum keðju sem var komið upp til að tryggja förin upp á toppinn. Íbúí í bænum Zakopane, sem er nærri fjallinu Giewon, náði þessu myndbandi af þrumuveðrinu. Hefur bæjarstjóri Zakopane, Leszek Dorula, lýst yfir sorgardegi á föstudag. Tymczasem w #zakopane jakby wojna! #podhale #thunder #grzmot #pioruny #thunderstorm pic.twitter.com/IG8m9DnAdx— Maciej Kleniewski (@mkleniewski) 22 August 2019 Pólland Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir eru látnir og 100 særðust þegar þeir urðu fyrir eldingum í þrumuveðri í Tatra-fjöllum Póllandi í dag. Þetta er haft eftir forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki, á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Öflugustu eldingunni laust niður í hóp fjallgöngumanna nærri toppi fjallsins Giewont í suðurhluta landsins. Einn lét lífið í Slóvakíu eftir að hafa fengið eldingu í sig í dag en BBC segir að eitt barn sé á meðal þeirra látnu. Er þetta þrumuveður sagt hafa haft lítinn aðdraganda. Glaða sólskin var víðast hvar þegar íbúar landsins vöknuðu en síðan dundu hörmungarnar yfir. „Það bjóst enginn við að þetta myndi skella svo hratt á. Þetta var eitthvað sem var ómögulegt að spá fyrir um,“ sagði Morawiecki þegar hann tjáði sig um málið á neyðarfundi vegna þessara hamfara. Toppur Giewon-fjallsins er 1.894 metra yfir sjávarmáli en þar má finna fimmtán metra háan málmkross. Talið er að eldingu hafi slegið niður í krossinn þegar hópur fjallgöngumanna var við hann. Er straumurinn úr eldingunni sagður hafa farið í gegnum keðju sem var komið upp til að tryggja förin upp á toppinn. Íbúí í bænum Zakopane, sem er nærri fjallinu Giewon, náði þessu myndbandi af þrumuveðrinu. Hefur bæjarstjóri Zakopane, Leszek Dorula, lýst yfir sorgardegi á föstudag. Tymczasem w #zakopane jakby wojna! #podhale #thunder #grzmot #pioruny #thunderstorm pic.twitter.com/IG8m9DnAdx— Maciej Kleniewski (@mkleniewski) 22 August 2019
Pólland Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira