Háu laun bæjarstjóranna dæmigert mál sem geti sett Lífskjarasamninginn í uppnám Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. ágúst 2019 12:07 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sést hér við undirritun kjarasamninga þann 3. apríl síðastliðinn. Eitt af meginmarkmiðum samninganna var að skapa svigrúm fyrir vaxtalækkanir. vísir/vilhelm Formaður VR segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningu um yfirbyggingu sveitarfélaga. Hann segir Lífskjarasamninginn eiga að tryggja að efsta lag samfélagsins hækki ekki meira heldur en samið var um kjarasamningum en að fleiri og fleiri dæmi séu að koma upp um að svo sé ekki. Tekjur bæjarstjóra hafa verið til umfjöllunar eftir að tekjublað Frjálsrar verslunar birti gögn úr álagningskrá ríkisskattstjóra. Níu tekjuhæstu sveitarstjórarnir eru með hærri laun en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún hefur gagnrýnt þessa þróun, meðal annars í þættinum Víglínan á Stöð 2 á síðasta ári. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í samtali við RÚV í gær að aðalatriðið sé gagnsæi og framkvæmdastjórar sveitarfélaga geti svarað fyrir þau laun sem eru greidd. Hann sagði ekki heppilegt að reyna miðstýra þessum háttum og kallar eftir ábyrgð sveitarfélaganna varðandi launaþróun.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.BSRBSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær launamun æðstu stjórnenda sveitarfélaga og annarra starfsmanna óréttlátan og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði launamunin svívirðilegan. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl eigi að tryggja að efsta lag samfélagsins eigi ekki að hækka meira heldur en samið var um í þeirra kjarasamningum. Hann segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningar um yfirbyggingu. „Ef við tökum bara fjöldann sem búum á þessu landi, um þrjú hundruð og sextíu þúsund manns, við náum ekki fjöldanum í Manchester til dæmis, samt erum við með bæjarstjóra og sveitarstjórnir út um allar trissur og yfirbyggingu eftir því,“ segir Ragnar.Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ trónir á toppi launalista bæjarstjóra landsins með tæplega þrjár milljónir á mánuði. Um helmingi hærri laun en borgarstjórinn í London.Ragnar segir há laun og yfirbyggingu sveitarfélaga vekja upp spurningar um hvort hugsa þurfi kerfið upp á nýtt og tekur sem dæmi Lífeyrissjóðina og rekstrarkostnaðinn þar og yfirbyggingu þeirra. „Hún er með þvílíkum eindæmum. Ég tók það saman og sá að fjörutíu og einn stjórnandi innan lífeyrissjóðanna fengu samanlagt yfir 800 milljónir í launagreiðslur á síðasta ári. Þetta eru svakalegar tölur þegar þú tekur þetta saman, sérstaklega í ljósi þess að við erum nánast á sama blettinum, segir Ragnar Ragnar segir að vel sé fylgst með þróun þessara mála eftir að Lífskjarasamningurinn var undirritaður. „Og við erum með endurskoðunarákvæði og við munum svo sannarlega nýta okkur það ef að forsendur eru ekki til staðar að halda þessu áfram og þess vegna er svo mikilvægt að allir sýni ábyrgð í samfélaginu til þess að halda þessu saman. En það eru alltaf fleiri og fleiri dæmi sem eru að koma upp um að það sé ekki og ef það heldur svo áfram að þá getum við leitt líkum að því að samningar munu ekki halda þegar upp er staðið,” segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Formaður VR segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningu um yfirbyggingu sveitarfélaga. Hann segir Lífskjarasamninginn eiga að tryggja að efsta lag samfélagsins hækki ekki meira heldur en samið var um kjarasamningum en að fleiri og fleiri dæmi séu að koma upp um að svo sé ekki. Tekjur bæjarstjóra hafa verið til umfjöllunar eftir að tekjublað Frjálsrar verslunar birti gögn úr álagningskrá ríkisskattstjóra. Níu tekjuhæstu sveitarstjórarnir eru með hærri laun en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún hefur gagnrýnt þessa þróun, meðal annars í þættinum Víglínan á Stöð 2 á síðasta ári. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði í samtali við RÚV í gær að aðalatriðið sé gagnsæi og framkvæmdastjórar sveitarfélaga geti svarað fyrir þau laun sem eru greidd. Hann sagði ekki heppilegt að reyna miðstýra þessum háttum og kallar eftir ábyrgð sveitarfélaganna varðandi launaþróun.Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.BSRBSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær launamun æðstu stjórnenda sveitarfélaga og annarra starfsmanna óréttlátan og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði launamunin svívirðilegan. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl eigi að tryggja að efsta lag samfélagsins eigi ekki að hækka meira heldur en samið var um í þeirra kjarasamningum. Hann segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningar um yfirbyggingu. „Ef við tökum bara fjöldann sem búum á þessu landi, um þrjú hundruð og sextíu þúsund manns, við náum ekki fjöldanum í Manchester til dæmis, samt erum við með bæjarstjóra og sveitarstjórnir út um allar trissur og yfirbyggingu eftir því,“ segir Ragnar.Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ trónir á toppi launalista bæjarstjóra landsins með tæplega þrjár milljónir á mánuði. Um helmingi hærri laun en borgarstjórinn í London.Ragnar segir há laun og yfirbyggingu sveitarfélaga vekja upp spurningar um hvort hugsa þurfi kerfið upp á nýtt og tekur sem dæmi Lífeyrissjóðina og rekstrarkostnaðinn þar og yfirbyggingu þeirra. „Hún er með þvílíkum eindæmum. Ég tók það saman og sá að fjörutíu og einn stjórnandi innan lífeyrissjóðanna fengu samanlagt yfir 800 milljónir í launagreiðslur á síðasta ári. Þetta eru svakalegar tölur þegar þú tekur þetta saman, sérstaklega í ljósi þess að við erum nánast á sama blettinum, segir Ragnar Ragnar segir að vel sé fylgst með þróun þessara mála eftir að Lífskjarasamningurinn var undirritaður. „Og við erum með endurskoðunarákvæði og við munum svo sannarlega nýta okkur það ef að forsendur eru ekki til staðar að halda þessu áfram og þess vegna er svo mikilvægt að allir sýni ábyrgð í samfélaginu til þess að halda þessu saman. En það eru alltaf fleiri og fleiri dæmi sem eru að koma upp um að það sé ekki og ef það heldur svo áfram að þá getum við leitt líkum að því að samningar munu ekki halda þegar upp er staðið,” segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjaramál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira