Baron með yfir tveggja milljarða hlut í Marel Hörður Ægisson skrifar 21. ágúst 2019 07:15 Bandaríska sjóðastýringarfyrirtækið Baron Capital Management, sem var stofnað af milljarðamæringnum Ron Baron, keypti um hálfs prósents eignarhlut í Marel í hlutafjárútboði félagsins sem lauk í júní. Þetta má lesa út úr nýju árshlutauppgjöri bandaríska félagsins en í lok júní átti sjóðurinn Baron Growth Fund, sem er stýrt af Ron Baron, rúmlega 4,1 milljón hluta í Marel og er markaðsvirði þess eignahlutar í dag um 2,4 milljarðar íslenskra króna. Í fréttabréfi til sjóðsfélaga Baron Capital er sérstaklega vikið að fjárfestingu sjóðsins í Marel og þeim tækifærum sem sjóðsstjórar telja að Marel standi frammi fyrir. Þannig búast þeir við því að EBIT-framlegð fyrirtækisins muni halda áfram að aukast samhliða sterkum tekjuvexti. Á það er bent að hlutfall EBIT-framlegðar af sölu á búnaði sem er notaður til vinnslu á kjúklingi sé nú um tuttugu prósent á meðan hlutfallið sé um tíu prósent í öðru kjöti og fiski. Vænta þeir þess að framlegðin í kjúklingi muni batna enn frekar og að afkoman í kjöti verði að lokum sambærileg og í kjúklingi. Baron Capital er með eignir í stýringu að jafnvirði um þrjátíu milljarða Bandaríkjadala. Í nýafstöðnu hlutafjárútboði Marels, sem var efnt til samhliða skráningu félagsins í kauphöllina í Amsterdam í júní, voru 100 milljónir nýrra hluta seldar á genginu 3,7 evrur á hlut, jafnvirði um 51 milljarðs króna á núverandi gengi. Frá skráningu á markað í Hollandi hefur hlutabréfaverð Marels hækkað um liðlega fjórtán prósent og er markaðsvirði félagsins í dag um 443 milljarðar króna. Fjöldi alþjóðlegra fjárfesta í hluthafahópi Marels hefur margfaldast frá því í ársbyrjun 2018. Samanlagður eignarhlutur þeirra í félaginu hefur þannig aukist á tímabilinu úr þremur prósentum í um þrjátíu prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Bandaríska sjóðastýringarfyrirtækið Baron Capital Management, sem var stofnað af milljarðamæringnum Ron Baron, keypti um hálfs prósents eignarhlut í Marel í hlutafjárútboði félagsins sem lauk í júní. Þetta má lesa út úr nýju árshlutauppgjöri bandaríska félagsins en í lok júní átti sjóðurinn Baron Growth Fund, sem er stýrt af Ron Baron, rúmlega 4,1 milljón hluta í Marel og er markaðsvirði þess eignahlutar í dag um 2,4 milljarðar íslenskra króna. Í fréttabréfi til sjóðsfélaga Baron Capital er sérstaklega vikið að fjárfestingu sjóðsins í Marel og þeim tækifærum sem sjóðsstjórar telja að Marel standi frammi fyrir. Þannig búast þeir við því að EBIT-framlegð fyrirtækisins muni halda áfram að aukast samhliða sterkum tekjuvexti. Á það er bent að hlutfall EBIT-framlegðar af sölu á búnaði sem er notaður til vinnslu á kjúklingi sé nú um tuttugu prósent á meðan hlutfallið sé um tíu prósent í öðru kjöti og fiski. Vænta þeir þess að framlegðin í kjúklingi muni batna enn frekar og að afkoman í kjöti verði að lokum sambærileg og í kjúklingi. Baron Capital er með eignir í stýringu að jafnvirði um þrjátíu milljarða Bandaríkjadala. Í nýafstöðnu hlutafjárútboði Marels, sem var efnt til samhliða skráningu félagsins í kauphöllina í Amsterdam í júní, voru 100 milljónir nýrra hluta seldar á genginu 3,7 evrur á hlut, jafnvirði um 51 milljarðs króna á núverandi gengi. Frá skráningu á markað í Hollandi hefur hlutabréfaverð Marels hækkað um liðlega fjórtán prósent og er markaðsvirði félagsins í dag um 443 milljarðar króna. Fjöldi alþjóðlegra fjárfesta í hluthafahópi Marels hefur margfaldast frá því í ársbyrjun 2018. Samanlagður eignarhlutur þeirra í félaginu hefur þannig aukist á tímabilinu úr þremur prósentum í um þrjátíu prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira