Íslenski boltinn

Elfar Freyr í þriggja leikja bikarbann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elfar Freyr missir af næstu þremur bikarleikjum síns liðs.
Elfar Freyr missir af næstu þremur bikarleikjum síns liðs. vísir/bára
Elfar Freyr Helgason, leikmaður Breiðabliks, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Bannið gildir bara í bikarkeppni KSÍ.

Elfar fékk rautt spjald fyrir ljótt brot á Ágústi Eðvaldi Hlynssyni í leik Breiðabliks og Víkings R. í undanúrslitum Mjólkurbikars karla á fimmtudaginn sem Víkingar unnu, 3-1. Elfar tók svo rauða spjaldið af Þorvaldi Árnasyni, dómara leiksins, og kastaði því á grasið.



Fyrir það fékk hann tvo aukaleiki í bann líkt og Kassim Doumbia, þáverandi leikmaður FH, fékk þegar hann sló rauða spjaldið úr hendi Þorvaldar í leik gegn Breiðabliki í Pepsi-deildinni fyrir fimm árum.

Sex leikmenn úr Pepsi Max-deild karla voru úskurðaðir í eins leiks bann: Morten Beck Andersen (FH), Hallur Flosason (ÍA), Hlynur Sævar Jónsson (ÍA), Kennie Chopart (KR), Bjarni Ólafur Eiríksson (Val), Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingi).

Þá var Caroline Van Slambrouck, leikmaður ÍBV, úrskurðuð í eins leiks bann í Pepsi Max-deild kvenna og Grace Rapp, leikmaður Selfoss, er komin í eins leiks bikarbann.


Tengdar fréttir

Elfar á í hættu að missa af bikarsumrinu 2020

Elfar Freyr Helgason gæti misst af allri bikarkeppninni á næsta ári fari svo að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmi hann í nokkurra leikja bann fyrir hegðun sína í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×