Tekjur Íslendinga: Jón með 28,3 milljónir á mánuði Andri Eysteinsson skrifar 20. ágúst 2019 09:45 Jón Björnsson, forstjóri Festar Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festar, er tekjuhæstur íslenskra forstjóra ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt útreikningum blaðsins nema mánaðartekjur Jóns á árinu 2018 28,363 milljónum króna. Næst tekjuhæstur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson með 27,514 milljónir á mánuði. Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu kemur fram að tekjur Kára Stefánssonar séu í raun 7,5 milljónir á mánuði. Mismunurinn þar á milli stafi af því að Kári hafi leyst til sín sparnað úr séreignasjóði lífeyrissjóðar í fyrra. Eingreiðslan bætist við skattstofninn og skapi misskilning.Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur 3725 einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Í þriðja sæti listans er Vilhelm Róbert Wessman, forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen með 27,379 milljónir á mánuði. Fjórða sætið vermir Tómas Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Alcoa USA með 14,748 milljónir mánaðarlega. Valur Ragnarson fyrrverandi forstjóri Medis kemur þar á eftir með 10,394 milljónir á mánuði. Tekjuhæsta konan er Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi en Rannveig er sögð vera með 6,237 milljónir á mánuði. Núverandi forstjóri Festar, Eggert Þór Kristófersson, er sá 26. á listanum með 4,836 milljónir á mánuði. Carlos Cruz fyrrverandi forstjóri Coca Cola á Íslandi er með 8,703 milljónir á mánuði en Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. er sagður vera með 5,2 milljónir í mánaðartekjur. Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands er næst tekjuhæsti kvenforstjórinn með 6,116 milljónir mánaðarlega samkvæmt tölum tekjublaðsins.Á vef Viðskiptablaðsins sem gefur út Tekjublað Frjálsrar verslunar segir:Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá.Fréttin hefur verið uppfærð með athugasemdum Íslenskrar erfðagreiningar um mánaðartekjur Kára Stefánssonar. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festar, er tekjuhæstur íslenskra forstjóra ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt útreikningum blaðsins nema mánaðartekjur Jóns á árinu 2018 28,363 milljónum króna. Næst tekjuhæstur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson með 27,514 milljónir á mánuði. Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu kemur fram að tekjur Kára Stefánssonar séu í raun 7,5 milljónir á mánuði. Mismunurinn þar á milli stafi af því að Kári hafi leyst til sín sparnað úr séreignasjóði lífeyrissjóðar í fyrra. Eingreiðslan bætist við skattstofninn og skapi misskilning.Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur 3725 einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Í þriðja sæti listans er Vilhelm Róbert Wessman, forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen með 27,379 milljónir á mánuði. Fjórða sætið vermir Tómas Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Alcoa USA með 14,748 milljónir mánaðarlega. Valur Ragnarson fyrrverandi forstjóri Medis kemur þar á eftir með 10,394 milljónir á mánuði. Tekjuhæsta konan er Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi en Rannveig er sögð vera með 6,237 milljónir á mánuði. Núverandi forstjóri Festar, Eggert Þór Kristófersson, er sá 26. á listanum með 4,836 milljónir á mánuði. Carlos Cruz fyrrverandi forstjóri Coca Cola á Íslandi er með 8,703 milljónir á mánuði en Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. er sagður vera með 5,2 milljónir í mánaðartekjur. Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands er næst tekjuhæsti kvenforstjórinn með 6,116 milljónir mánaðarlega samkvæmt tölum tekjublaðsins.Á vef Viðskiptablaðsins sem gefur út Tekjublað Frjálsrar verslunar segir:Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá.Fréttin hefur verið uppfærð með athugasemdum Íslenskrar erfðagreiningar um mánaðartekjur Kára Stefánssonar.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira