Hugnast ekki þvinguð sameining Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. ágúst 2019 20:30 Sveitarstjóra Strandabyggðar hugnast ekki þvinguð sameining sveitarfélaga. Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. Aukalandsþing verður haldið hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í næstu viku þar sem þingsályktunartillaga samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, meðal annars um lágmarksíbúafjölda, verður til umræðu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vinnur að því að sveitarfélögum landsins fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Ráðherra hefur boðað átak í málefnum sveitarfélaga sem kemur fram í þingsályktunartillögu sem veður lögð fram í haust. Í tillögunum er meðal annars stefnt að breytum lágmarksfjölda í hverju sveitarfélagi þannig að að árið 2026 verði ekki færri en þúsund íbúar í hverju sveitarfélagi. Í samráðsgátt stjórnvalda var Grænbók - Stefna um málefni sveitarfélaga birt í lok apríl. Alls bárust tuttugu og fjórar umsagnir, frá til að mynda sveitarstjórnum og byggðarráðum. Sveitarstjórar eru ekki á allt sáttir með að sveitarfélög verði þvinguð til sameiningar. Sveitarstjóri Strandabyggðar vill að frekar verði horft til samvinnu sem sé nú þegar á milli. „Í mínum huga er allt sem að byggir á þvingunum aldrei gott, eða sjaldnast. Ég held að í þessu tilfelli sé nú rétt að horfa á það samstarf sem hefur átt sér stað og á sér stað til dæmis hér í Strandabyggð erum við í mjög öflugu samstarfi við Dalabyggð, Reykhólahrepp, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp og munum bara efla það, segir Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri í Strandabyggð. Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, verður haldið í september þar sem fjallað verður um þingáætlunartillögu sveitarstjórnarráðherra. „Það á eftir að koma í ljós á landsþinginu 6. september hvað nákvæmlega fellst í þessu og hvaða viðmið og í rauninni stuðning sveitarfélögin mun fá af hendi stjórnvalda til þess að sameinast og mér finnst að það þurfi að liggja fyrir áður en að það verði farið að flagga einhverjum svona þvinganafána. Mér hugnast það orð ekki,“ segir Þorgeir. Þorgeir segir eðlilegt að horfa á sérstöðu hvers sveitarfélags og fyrir hvað þau standi og hvað þau séu sterk og hvernig þau yrðu sameinuð yrði að koma í ljós. Hann segir það hafa verið óvarlegt hvernig farið hefur verið fram. „Mér finnst eðlilegra að á meðan búið er að tala um það að sveitarfélög skuli horfa til sameiningar að þá hljótum við að þurfa að fá vinnufrið til þess að skoða þau mál,“ segir Þorgeir. Strandabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira
Sveitarstjóra Strandabyggðar hugnast ekki þvinguð sameining sveitarfélaga. Hann vill að frekar verði horft til þeirrar samvinnu sem nú þegar sé á milli. Aukalandsþing verður haldið hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í næstu viku þar sem þingsályktunartillaga samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, meðal annars um lágmarksíbúafjölda, verður til umræðu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vinnur að því að sveitarfélögum landsins fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Ráðherra hefur boðað átak í málefnum sveitarfélaga sem kemur fram í þingsályktunartillögu sem veður lögð fram í haust. Í tillögunum er meðal annars stefnt að breytum lágmarksfjölda í hverju sveitarfélagi þannig að að árið 2026 verði ekki færri en þúsund íbúar í hverju sveitarfélagi. Í samráðsgátt stjórnvalda var Grænbók - Stefna um málefni sveitarfélaga birt í lok apríl. Alls bárust tuttugu og fjórar umsagnir, frá til að mynda sveitarstjórnum og byggðarráðum. Sveitarstjórar eru ekki á allt sáttir með að sveitarfélög verði þvinguð til sameiningar. Sveitarstjóri Strandabyggðar vill að frekar verði horft til samvinnu sem sé nú þegar á milli. „Í mínum huga er allt sem að byggir á þvingunum aldrei gott, eða sjaldnast. Ég held að í þessu tilfelli sé nú rétt að horfa á það samstarf sem hefur átt sér stað og á sér stað til dæmis hér í Strandabyggð erum við í mjög öflugu samstarfi við Dalabyggð, Reykhólahrepp, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp og munum bara efla það, segir Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri í Strandabyggð. Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, verður haldið í september þar sem fjallað verður um þingáætlunartillögu sveitarstjórnarráðherra. „Það á eftir að koma í ljós á landsþinginu 6. september hvað nákvæmlega fellst í þessu og hvaða viðmið og í rauninni stuðning sveitarfélögin mun fá af hendi stjórnvalda til þess að sameinast og mér finnst að það þurfi að liggja fyrir áður en að það verði farið að flagga einhverjum svona þvinganafána. Mér hugnast það orð ekki,“ segir Þorgeir. Þorgeir segir eðlilegt að horfa á sérstöðu hvers sveitarfélags og fyrir hvað þau standi og hvað þau séu sterk og hvernig þau yrðu sameinuð yrði að koma í ljós. Hann segir það hafa verið óvarlegt hvernig farið hefur verið fram. „Mér finnst eðlilegra að á meðan búið er að tala um það að sveitarfélög skuli horfa til sameiningar að þá hljótum við að þurfa að fá vinnufrið til þess að skoða þau mál,“ segir Þorgeir.
Strandabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira