Kakóið gott fyrir líkama, huga og sál Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 31. ágúst 2019 08:00 Tinna Sverrisdóttir leikkona er einn af eigendum Andagiftar í Skeifunni. Hún segir hreint kakó vera algjöra ofurfæðu. Fréttablaðið/Ernir Tinna Sverrisdóttir leikkona stofnaði súkkulaðisetrið Andagift ásamt vinkonu sinni, tónlistarkonunni Láru Rúnarsdóttur. Nýverið bættu þær við þriðja meðeigandanum, Signý Leifsdóttur. Í apríl á þessu ári stækkuðu þær við sig og fóru undir sama þak og Yoga Shala í Skeifunni 7. Hún segir fyrirtækin eiga það sameiginlegt að höfða til fólks sem vill einfaldlega læra að slaka á og stunda sjálfsrækt. „Við héldum risa opnunarpartí í apríl, það mættu fleiri en hundrað manns. Nú langaði okkur að gera aftur eitthvað svipað og ákváðum því að halda haustfagnað,“ segir Tinna. Hún segir viðburðinn fullkominn fyrir þá sem vilja kynna sér frekar starfsemi Andagiftar og Yoga Shala. „Þetta verður smá svona samsuða af öllu því besta sem við bjóðum upp á. Hann Tómas Oddur Eiríksson, annar eigandi Yoga Shala, hefur verið með Yogamoves og verður með okkur í svokölluðu Kakómoves um kvöldið, þar sem við sameinum það kakóathöfninni okkar.“ Tinna segir Yogamoves vera nokkurs konar tryllt edrúdjamm. „Við verðum með plötusnúðinn DJ Houskell og svo leiðir Tómas fólk inn í smá jógaflæði, liðkar fólk upp og svo inn í dans.“ Sjálfar munu Lára og Tinna leiða fólk inn í súkkulaðiathöfnina. „Hún hefst á því að við drekkum 100 prósent hreint kakó frá Gvatemala. Það hefur verið notað í þúsundir ára af Maya-indjánum og er algjör ofurfæða. Það inniheldur mikið magn af magnesíum og andoxunarefnum. Í einföldu máli þá er það bara ótrúlega gott fyrir líkama, huga og sál. Kvöldið endar svo á djúpslökun og tónheilun.“ Frá eitt til fimm verður fatamarkaður en Kakómoves hefst svo klukkan hálfátta. „Á meðan á fatamarkaðinum stendur verður í raun opið hús. Það verða ekki bara flíkur til sölu heldur líka plöntur og bækur. Allt á markaðinum verður á 500-1.500 krónur. Alls konar hlutir sem eru góðir fyrir sálina.“ Boðið verður upp á kakó og fólk getur einnig nælt sér í bolla eða kristalla. „Svo er hægt að fá afrit af stundaskránni og nýta tækifærið til að spyrja okkur hafi fólk áhuga. Þannig að þetta verður ekki bara samansafn af flottu fólki að selja fötin sín,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún sé ekki komin með nóg af kakóinu, segir hún svo alls ekki vera. „Nei langt í frá,“ svarar hún hlæjandi. Hægt er að nálgast stundaskrá og fleiri upplýsingar um viðburðinn á andagift.is. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Tinna Sverrisdóttir leikkona stofnaði súkkulaðisetrið Andagift ásamt vinkonu sinni, tónlistarkonunni Láru Rúnarsdóttur. Nýverið bættu þær við þriðja meðeigandanum, Signý Leifsdóttur. Í apríl á þessu ári stækkuðu þær við sig og fóru undir sama þak og Yoga Shala í Skeifunni 7. Hún segir fyrirtækin eiga það sameiginlegt að höfða til fólks sem vill einfaldlega læra að slaka á og stunda sjálfsrækt. „Við héldum risa opnunarpartí í apríl, það mættu fleiri en hundrað manns. Nú langaði okkur að gera aftur eitthvað svipað og ákváðum því að halda haustfagnað,“ segir Tinna. Hún segir viðburðinn fullkominn fyrir þá sem vilja kynna sér frekar starfsemi Andagiftar og Yoga Shala. „Þetta verður smá svona samsuða af öllu því besta sem við bjóðum upp á. Hann Tómas Oddur Eiríksson, annar eigandi Yoga Shala, hefur verið með Yogamoves og verður með okkur í svokölluðu Kakómoves um kvöldið, þar sem við sameinum það kakóathöfninni okkar.“ Tinna segir Yogamoves vera nokkurs konar tryllt edrúdjamm. „Við verðum með plötusnúðinn DJ Houskell og svo leiðir Tómas fólk inn í smá jógaflæði, liðkar fólk upp og svo inn í dans.“ Sjálfar munu Lára og Tinna leiða fólk inn í súkkulaðiathöfnina. „Hún hefst á því að við drekkum 100 prósent hreint kakó frá Gvatemala. Það hefur verið notað í þúsundir ára af Maya-indjánum og er algjör ofurfæða. Það inniheldur mikið magn af magnesíum og andoxunarefnum. Í einföldu máli þá er það bara ótrúlega gott fyrir líkama, huga og sál. Kvöldið endar svo á djúpslökun og tónheilun.“ Frá eitt til fimm verður fatamarkaður en Kakómoves hefst svo klukkan hálfátta. „Á meðan á fatamarkaðinum stendur verður í raun opið hús. Það verða ekki bara flíkur til sölu heldur líka plöntur og bækur. Allt á markaðinum verður á 500-1.500 krónur. Alls konar hlutir sem eru góðir fyrir sálina.“ Boðið verður upp á kakó og fólk getur einnig nælt sér í bolla eða kristalla. „Svo er hægt að fá afrit af stundaskránni og nýta tækifærið til að spyrja okkur hafi fólk áhuga. Þannig að þetta verður ekki bara samansafn af flottu fólki að selja fötin sín,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún sé ekki komin með nóg af kakóinu, segir hún svo alls ekki vera. „Nei langt í frá,“ svarar hún hlæjandi. Hægt er að nálgast stundaskrá og fleiri upplýsingar um viðburðinn á andagift.is.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira